Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 20
70 FREYR að viðhald glugga í mörgum húsum — eink- um þó gróðurhúsum — er einatt mjög kostn- aðarsamt, af því að rúður brotna þar oft. Perpex þolir mjög vel allskonar högg og þrýsting og svo hefir það þann kost, fram yfir gler, að í gegnum það komast allir geislar ljósbandsins, einnig þeir útbláu. Perpex er búið til eins og slétt gler, en fæst þó fyrst og fremst mótað á ýmsa vegu, bylgj - að eins og þakjárn eða asbest, og eru bylgjur þess í samræmi við nefnd þakefni, svo að hægt er að fella perspexplötur inn í þakið og hafa þar í senn, sem glugga og þak. Þar eð hægt er að negla þessar plötur, eins og hverj- ar aðrar þakplötur, er auðvelt að setja þær á sinn stað milli annarra þakplata. í samræmi við þakplötur fæst perspex í ýms- um plötulengdum. Auk þess, sem perspex þykir afbragð í gróðurhús, er það mjög hent til innsetningar í stóra þakfleti, svo sem í verksmiðjur og önnur hús, þar sem ekki þarf að einangra þökin. í fjárhúsaþök mundi það ágætt og þarf áreiðanlega ekki glugga á veggi, ef það er notað. Framleiðsla þessarar vöru hefir verið mjög takmörkuð til þessa, en horfur eru á, að framleiðslan margfaldist inann skamms. Hún hefir flutzt hingað til lands og hefir ritstjóri Freys haft tækifæri til að koma inn í þau hús, sem perspex-þakplötur eru notaðar. Var þar inni mikið ljósmagn en gluggaflötur tiltölulega lítill, enda hafa ljósmælingar sýnt. að ofanljós lýsir húsin vel, og svo er perspex svo gegnsætt, að ekkert venjulegt gler er jafn tært, og því sleppir það svo að segja öllu ljósi í gegn. INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Skemmdir í rófum A. Bórvöntun. Bórvöntunar hefir alloft orðið vart í róf- um víða um land, t. d. í Árnessýslu, Axar- firði og Eyjafirði. Sjaldan hafa verið mjög mikil brögð að veikinni. Sumarið sem leið bar óvenju mikið á bórvöntuninni í Horna- firði einkum á bæjunum Smyrlabjörgum, Stóru-Lág, Mið-Skeri og í Kálfafellsstaðar- torfunni. Reyndist rnikið af rófunum óhæft til manneldis. Jarðvegur í rófugörðunum er víða sendinn, gamall jökulleir sums staðar. Sýrustig moldarinnar var mælt í Atvinnu- deild Háskólans. (Sýnishorn frá Hornafirði) og reyndist vera ph. 6,18; 6,21; 5,98 í görð- unum og 6,15 í óunninni mold, sem ætluð er til rófnaræktar. Er moldin hæf til rófna- ræktar að því er til sýrustigs tekur. Þurr- viðri voru mikil í Hornafirði um sumarið. Brunnar þornuðu. Rigndi naumast teljandi fyrr en í september, samkvæmt frásögn Bjarna Guðmundssonar kaupfélagsstjóra. Bórvöntunin varð skæðust á hæðum, þar sem þurrast var. Bórax var á einum stað borið á í ágúst, en það var vitanlega of seint. En borið á í tíma bar það góðan ár- angur. — Ég skoðaði talsvert af rófum frá Horna- firði í geymslum Grænmetisverzlunar ríkis- ins, og sá í þeim bórvöntun á ýmsu stigi og einnig þrúgusvepp (Botrytis cinerea) í sum- um rófunum. Verzlunin sendi síðar mats- mann kartaflna, Kára Sigurbjörnsson, aust- ur til að afla meiri vitneskju um skemmd- irnar, ræktunarskilyrði o. s. frv. Bórvöntunin hefir valdið miklu tjóni í Hornafirði sumarið 1949 og eflaust miklu meira en ella vegna þurrkanna. En tiltölu- lega auðvelt er að girða fyrir veikina. Skal veikinni lýst í aðalatriðum og skýrt frá hvernig unnt er að sigra hana. Venjulega sér ekki á rófunum að utan. En séu þær skornar sundur, helzt að endi- löngu, koma bórvöntunareinkennin í ljós. Rófurnar eru þá glærar, líkt og vatnsósa eða frosnar innan. Ber á þessu á blettum. Stundum eru skemmdirnar hringlaga eða eins og geislar. Stundum er nær öll rófan skemmd innan, glær eða ögn dekkri en eðlilegt er. Er rófan líka stundum svamp- kennd og jafnvel með loftholum. Sjá mynd- ir I og II. í rófunum er heldur minna af sykri en vera ætti. Þær geta geymst í góðri geymslu, en hættir samt til að þorna og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.