Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 Fréttir 0V Fleiri gista á hótelum Gistínóttum á íslenskum hótelum fjölgaöi um heil átta prósent í júní sé miðað við sama mánuð á síðasta ári. Hlutfallslega varð aukningin mest á Suður- nesjum, Vesturlandi og Vest- Qörðum. Á höfuðborgar- svæðinu nam hún tólf pró- sent. En það gekk því miður ekki svona vel í öllum lands- hiutum því þrátt fyrir að meðaltal yfir landið hafi hækkað þá fækkaði gistinótt- um á Norðurlandi og Suður- landi ffá því á sama tíma og í fyrra. Líf og fjörá Raufarhöfn Það verður í nógu að snúast á Raufarhöfn í næstu viku. Á mánudag verður leikritið Dauði og jarðaber sýnt í félagsheim- ilinu en það fjallar um tvo sígaunabræður sem hafa búið hjá ömmu sinni alla sína ævi. Daginn eftír fá svo yngri íbúar þorpsins eitthvað við sitt hæfi þegar Brúðubíllinn kemur í heimsókn. Á laugardegin- um verður hin árlega Sléttuganga, þar sem gengið er þvert yfir Mel- rakkasléttu. Um kvöldið verður bali í tilefni afmælis félagsheimilisins. LóÖaúthlutanir íKópavogi? Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans „Mérþætti mjög athyglisvert að sjá þær reglur sem farið var eftir í úthlutuninni. Ég hefði ekki viljað sitja og leggja mat á það persónulega hverjir ættu að fá lóðir og hverjir ekki. Það þurfa að vera gagnsæjar reglur sem gilda fyrir alla. Mér finnst ekki rangt að bjóða út lóðir og veit að sú leið virkar vel. Það á ekki að niðurgreíða verömæti fyrir forrikt fólk. Mér finnst góð hugmynd aö ungt fólk fengi ákveðinn kvóta þeg- ar lóðum er úthlutað. “ Hann segir / Hún segir „Þaöþarfað laga úthlutunar- reglurnar, mér finnst þær megi vera gegnsærri. Mér finnst jafnræði ekki vera haft að leið- arljósi eins og þær eru núna. Það á ekki að vera í höndum stjórnmálamanna að úthluta lóðum. Svona mál eru viö- kvæm vegna þess að færri komast að en vilja. Úthlutun- arferlið á ekki að skilja eftir efa íhugum fólks um að rétt hafi verið staöið að úthlutuninni." Katrfn Júlfusdóttir, þingmaöur Samfylkingarinnar. Þjóðhátíðarnefnd gaf í gær út yfirlýsingu vegna uppákomunnar við lok þjóðhátíðar um síðustu helgi þegar Árni Johnsen. kynnir hátíðarinnar, kýldi Hreim Örn Heim- isson, söngvara Lands og sona. Nefndin harmar framkomu Árna og biður Hreim afsökunar. Hann segist sáttur við málalok en ekki við Árna sjálfan. Veröa að velja á Hreims og Árna á næstu hióðhátíð Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja stendur frammi fyrir erfiðu vali á næstu þjóðhátíð því hún þarf að velja á milli þess að fá Árna Johnsen til að kynna dagskrána eða fá Hreim örn Heimis- son og hljómsveit hans, Land og syni, til að spila á hátíðinni. Nefndin sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún harmar framkomu Áma Johnsen í garð Hreims Amar Heimissonar, söngvara Lands og sona á þjóðhátíð á sunnudaginn en Ámi kýldi Hreim að því að virtíst að tilefnis- lausu. Nefridin biður Hreim afsökunar á uppákomunni en ekki er vitað hvort dagar Áma Johnsen sem starfsmanns þjóðhátíðar séu liðnir. ,Ámi er búinn að biðjast afsökunar á þessu leiðindamáli og það er lítíð meira sem þjóðhátíðamefnd þessa árs getur gert en að senda frá sér þessa yfir- lýsingu þar sem hún harmar framkomu hans," sagði Tryggvi Már Sæmundsson, einn þriggja meðlima þjóðhátíðar- nefndarinnar, í samtali við DV í gær. Vandamál næstu nefndar Aðspurður um framtíð Áma Johnsen sem stjómanda brekkusöngs- ins sagði Tryggvi að það væri einfald- lega ekki í verkahring þessarar þjóðhá- tíðamefndar að ákveða örlög Áma. „Stjóm ÍBV mun skipa í nefnd næsta árs í febrúar og það verður sú nefnd sem tekur ----------< ákvörðun um —'X hverjir starfa við hátí'ðina á næsta ári,“ sagði Tryggvi. Þreyta og pirringur Athæfi Áma hefur sett leiðinlegan svip á annars vel heppnaða þjóðhátíð og játti Tryggvi því að það væri sorglegt að slíkur atburður skyldi skyggja á há- tíðina sem slíka. „Ég er farinn að skynja þreytu og pirring í garð Áma meðaJ bæjarbúa," sagði Tryggvi aðspurður um hvort ekki væri leiðinlegt að Ámi stæði í stímpingum við poppara á nokkurra ára fresti á þjóðhátíð. Mæti ekki ef Árni er Hreimur sagði í samtali við DV í gær ,Ég er farinn að skynja þreytu og pirring í garð Árna meðal bæjarbúa að hann væri sáttur við yfirlýs- ingu nefndarinnar og málalok. „Ég held að Ámi sleppi ekki létt frá þessu og fyrir mér er þetta búið. Þessum kafla í lífi mínu er lokið," sagði Hreimur. Aðspurður hvort hann myndi mæta með hljómsveit sína til Eyja að ári liðnu ef Ámi Johnsen yrði kynnir á nýjan leik sagði Hreimur að það myndi hann ekki gera. „Ég mæti ekki ef Ámi verður þama. Það er á hreinu." oskar@0v.is Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd: ÞjóðhátíðVestmannaeyja varfyrst haldinfyrir 131 ári.Hátlðin er stór menningarviðburður sem dregur að sér fjölda gesta og skiptir miklu máli I íþrótta-, menningar- og viðskiptalífi Vest- mannaeyinga. Þjóðhátíð byggir á miklu og óeigingjörnu framlagi félaga í (BV við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar og góðu og traustu samstarfi við starfsmenn, lögreglu og þjónustuaðila. Hún er því rík ábyrgð Þjóðhátiðarnefndar sem hefur með höndum undirbúning.skipulag og stjórn hátiðarinnar (umboði aðalstjórnar félagsins. Þjóðhátlðarnefnd ræður alla starfsmenn á hátíðina, launaða sem ólaunaða, en I ár voru þeir rlflega 740 talsins. Listamenn sem fram koma eru mikilvægir starfsmenn Þjóðhátíðarnefndar.Á Þjóðhátíð 2005 komu fram liðlega 150 listamenn. Þjóðhátíðarnefnd færir þeim þakkir fyrir gott og ánægjulegtsamstarf. Þjóðhátiðarnefnd harmarþá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagn- vart honum umrætt kvöld. Hreimur Örn Heimisson hefur reynst öflugur starfsmaður Þjóðhátiðarnefndar um árabil. Störf hans verðskulda eingöngu virðingu og þakklæti. Þjóðhátíðarnefnd Magnús Birgir Guðjónsson Páll Scheving Ingvarsson Tryggvi Már Sæmundsson Hreimurörn Heimis son Ætlar ekki að spila Eyjum á næsta ári ef Árni verður kynnir. Hamingjusöm og þögul Leoncie seldi loksins húsið „Já, en ég segi engum hvert við erum að fara," segir söngkonan Leoncie þegar hún var innt eftir því hvort hún og maðurinn hennar, Viktor Albertsson, væru búin að selja húsið sitt í Sandgerði. Sögu- sagnir hermdu að Sandgerðisbær hafi keypt af þeim húsið til að losna við hana úr bænum. Leoncie segir ekkert hæft í því: „Nei, það var ein- hver góður maður frá Sandgerði sem við þekkjum sem keypti." Eins og þjóðin hefur Jesið um hafa samskipti^ Leoncie við íbúa C Sandgerðis ekkií verið góð undan-1 farin misseri og| náðu í raun há- marki í júlí. Þá' mótmælti I ur ung- menna veru söngkonunnar í bænum og stuttu síðar sendi bæjarstjórn Sandgerðis frá sér ályktun þar sem hún skoraði á bæjarbúa að tjá sig ekki um Leoncie í fjölmiðlum. Leoncie er því fegin að vera að fara burt úr bænum, og í raun burt af landinu: „Já, ég er svo hamingjusöm." Það er þó ekki eingöngu salan á húsinu sem kætir Leoncie. Nýjasti diskurinn hennar, Invisible Girl, selst nefnilega mjög vel bæði innan- lands og utan. „Diskarnir mínir eru að fljúga út," segir söngkonan og bætir við að í næstu viku verði frum- sýnt tónlistarmyndband við titillag plötunnar. Flytja Leoncie og Viktor eru búin að selja húsið í Sandgerði og ætla að flytja til útlanda. Tvö hús seldust á 16 milljónir hvort Súðavík blómstrar Súðavíkurhreppur hefur nú selt tvö hús sem sveitarfélagið lét byggja og þar með fjölgað íbúum tals- vert. „Já, við létum byggja tvö hús á 20 milljónir hvort og okkur tókst að selja hvort húsið fyrir sig á 16 milljónir króna sem er mjög gott fyrir okkur," segir Ómar Már Jónsson sveitar- stjóri. Uppgangurinn er þvílíkur á Súðavík en eins og frægt er orðið bjóða hreppsyfirvöld upp á ókeypis leikskólavist. „Við erum einnig að taka tvö atvinnu- húsnæði í gagnið í októ- ber og vorum að fá 210 tonna byggðarkvóta," segir Ómar. Hann segir sveitarfélagið vera vel stætt. „Hér gengur allt vel, sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og það er skylda okkar að reyna að auka íbúafjöldann þegar vel stendur. Því erum við ijjter ánægð að fá tvær nýjar fjölskyldur inn í sveitar- félagið og veit ég að fleiri eru á leiðinni. Hér eru nánast allir með atvinnu og ótrúleg jákvæðni í loftinu," segir Ómar. kjartan@dv.is Sáttur ÓmarMárJóns- \ wIHk mf \ son sveitarstjóri er ánægður með lífið enda virðist alltganga vel i \ A\ Súðavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.