Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Síða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 23 Á dótturina ein Ásta hefur verið einstæð með nokkrum hléum síðan Eh'sa Eir fæddist. Fyrsta árið bjuggu þær mæðgur hjá pabba Ástu sem hún segir hafa verið álgjörlega ómetanlegt. „Ég var alls ekki tilbúin til að fara frá henni þegar hún var sex mánaða og því var þetta boð pabba alveg æðislegt og líklega stærsta gjöfin sem ég hef fengið hingað til,“ segir Asta og bætir við að yf- irvöld megi alveg athuga það að lengja fæðingarorlofið í eitt ár. Ásta segist hafa neyðst til að verða sjálfstæð þegar hún stóð ein uppi með dótturina, en hún útilokar ekki fleiri böm í ffamtíðinni. „Þó það sé stundum erfitt að vera ein þá er þetta samt æðislegt. Ég á hana ein og það er enginn annar með puttana í uppeldinu svo ég get ekki kennt neinum um nema sjálfri mér ef eitthvað mistekst. Mig langar að eignast fleiri böm í ffamtíðinni, það er ekki spuming og það væri skemmtilegra ef rétti maðurinn fylgdi með.“ Ásta og Elfsa Eir„Ég varalls ekki tilbúin til að fara frá henni þegar hún var sex mánaða og þvl var þetta boð pabba alveg æðislegt og líklega stærsta gjöfin sem ég heffengið hingað til," segirAsta. Minni fordómar á ísland „Ég held að það þyki mun eðlilegra að vera einstæð móðir hér heima en úti í Þýskalandi," segir Margrét Hrafnsdóttir, einstæð móðir sem býr í Stuttgart. Mar- grét er að læra söng og býr úti með fjögurra ára syni sínum Hrafifi Daða, en hún hefur verið einstæð síðan hann fæddist. „Við höfum það mjög gott þarna úti og hann var svo heppinn að fá frábært leikskólapláss þegar hann var aðeins eins og hálfs árs,“ segir Margrét, en bætir við að sú staðreynd að hún skuli vera einstæð hafi ekki skipt neinu máfi í því sambandi. Hef fullt forræði „Ég finn þó ekki fyrir neinum fordómum í minn garð en þýsku vinkonumar mínar vom alveg gáttaðar á mér til að byrja með og hissa á því hvemig ég gat lát- ið dæmið ganga upp. Hins vegar finn ég ekki fýrir neinu þannig frá vinkonum mínum hér heima.“ Margrét er að læra klassískan söng og ætlar líklega að búa áfram í Þýskalandi eftir námið enda meiri möguleikar þar í landi á að fá almennilegt starf við söng. „Ég stefhi á að geta sungið sem víðast og það er alveg óráðið hvenær við komum heim en við endum alveg ömgglega hér á íslandi. Hvort það verður eftir fimm ár eða tíu er hins vegar erfitt að segja," segir Margrét. Faðir Hrafiis Daða er í sam- bandi við son sinn en að takmörkuðu leyti því þeir búa hvor í sínu landi. „Ég hef fullt forræði en þeir þekkjast og Hrafn Daði kallar hann pabba sinn og vonandi verður sambandið þeirra á milli meira þegar hann eldist." Margrét viðurkennir að langa í fleiri böm en segir að sér h'tist ekkert á þýska karlmenn þar sem þeir séu frekar litlausir. „Mig langar að eignast fleiri böm í framtíðinni enda er það það besta sem getur komið fyrir mann, en vonandi verð ég þá ekki einstæð lengur því þó að við höfum það gott þá er þetta kannski ekki óskastaðan." Margret og Hrafn Daoi „Við höfum það mjög gott þarna úti og hann var svo hepp- inn að fá frábært leikskólapláss þegar hann var aðeins tveggja og hálfs árs,“ segir Margrét. rekir „Mér hefur aldrei fundist erfitt að vera einstæð móðir enda þekki ég ekkert annað, en ég hef fengið mikla hjálp frá bæði foreldrum mínum og systur," segir Jóhanna Dögg Stefánsdóttir kennari. Jóhanna Dögg var að flytja frá Akureyri til Raufarhafnar ásamt Stefaníu dóttur sinni sem er sex ára. Stefanía mun fara í fyrsta bekk í Grunnskólanum á Raufarhöfri í haust og Jóhanna mun kenna í skólanum svo þær mæðgur munu eyða miklum tíma saman á næstunni. Hún segir að þær mæðgur séu afar nánar og jafnvel dáhtið háðar hvorri annarri. „Okkur hður langbest þeg- ar við emm saman svo okkur hst mjög vel á þetta," segir hún. Ekta íslensk ofurkona Jóhanna Dögg er gott dæmi um svokallaða íslenska ofurkonu. Hún lærði kennarann í fjar- námi á styttri tíma en eðlilegt þykir auk þess að vera ein með dótturina og í fullri vinnu. Sjálf gefur hún ekki mikið fyrir dugnaðinn en segist að sjálfsögðu þurfa að hafa bein í nefinu til að láta þetta allt ganga upp. „Einstæðar mæður þurfa eðlilega að vera dáhtið sjálfstæðar, en ég þekki náttúrulega ekki hvemig er að vera í sambúð og með bam. Mér finnst þetta alveg yndis- legt og hef aldrei spáð í að það vantaði karlmann á heimihð," segir Jóhanna og bætir við að það sé helst á vorin sem hún hugsi út í þessa hluti. „Maðurinn er náttúrulega félagsvera og það væri gaman að hafa aðra fullorðna manneskju til að tala við og til fara með í ferðalög. Við mæðgum- ar létum það samt ekki stoppa okkur og tókum viku í sumar og ferðuðumst saman um landið sem var alveg yndislegt. Ég held að einstæðar konur séu í Orauninni engar ofurkonur heldur höfum við einfaldlega meiri tíma af því að við eigum enga karla. Eða kannski á ég bara eftir að finna þann mann sem eldar og þvær svo ég hafi tíma til að gera það sem ég hef hingað til gert." Jóhanna Dögg segir sig langa í fleiri böm í framtíðinni en hún örvæntir ekki. „Mig langar í eitt í viðbót og það getur alveg eins allt gerst á Raufarhöfii," segir hún hlæjandi og bætir við að annars muni hún ættleiða frá Kína enda megi einstæðar mæður ættleiða böm þar. Jóhanna Dögg og Stefanfa „Mig langar i eitt i viðbót og það getur alveg eins allt gerst á Raufarhöfn," segir hún hlæjandiog bætir við að annars muni hún ættleiða frá Kína, enda megi einstæðar mæður ættleiöa börn þaðan. [ff mP [)SH „Ég hef það mjög gott núna en þetta var alveg skelfilegt þegar ég var launalægri,“ segir Ásta Guðbjörg Grétarsdóttir sem er einstæð móðir og býr á Egilsstöðum. Ásta á dótturina Ehsu Eir sem verður níu ára í september, en mæðgumar fluttu austur frá Akureyri fyrir einu og hálfu ári. Ásta segir kjör einstæðra mæðra ekki nógu góð þar sem bamabætumar séu mjög lágar. „Bamsmeðlagið hrekkur skammt á meðan maður fær enga aðra aðstoð ffá pabbanum," segir Ásta og bætir við að auðvitað vilji hún leyfa dóttur sinni sem flest. Ásta segir að þrátt fyrir að viðhorfið til einstæðra mæðra hafi breyst mjög mikið þá örli enn á ein- hveijum fordómum í þeirra garð. „Það er eins og þessi hópur hafi fengið á sig þann stimp- il að kunna á kerfið. Ég finn frekar fyrir þessu viðhorfi í fjölmiðlum en hjá vinum mínum, en í blöðunum er talað um einstæðar mæður í sömu andrá og fólk sem hefur það gott með því að svíkja kerfið. Ég kannast ekki við þetta en það er náttúrulega misjafn sauður í mörgu fé."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.