Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Síða 29
X3V Helgarblað
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 29
Birgitta Dam Lísudóttir móðir Arnar syrgir nú ástkæran son sinn og upplifði fordóma og kynþáitahatrið
sem hann þurfti að lifa við sem litaður, samkynhneigður íslendingur. Hún segir tímabært að samfélagið
taki á fordómunum af alvöru og óttast að fleiri fórnarlömb þeirra kunni ekki önnur ráð en að binda
enda á sitt eigið líf eins og sonur hennar.
Uppliföi fordóma frá barnæsku
„Hann kynntist fordómunum
fyrst þegar hann fór í bamaskóla þar
sem hann lenti í einelti sökum litar-
háttar síns,“ segir Birgitta Dam Lísu-
dóttir sem nú syrgir örn son sinn
sem upplifði stöðuga fordóma sam-
félagsins bæði vegna litarháttar síns
og vegna samkynhneigðarinnar.
Hún minnist þess að þegar örn var
bam hafi fólk dáðst að fegurð hans.
Það breyttist hinsvegar þegar hann
hóf nám í grunnskóla þar sem hon-
um var strítt og hann lagður í einelti
vegna litarháttar síns. öm var alltaf
viðkvæmur og þoldi illa þetta nei-
kvæða áreiti sem hann tók mjög
nærri sér alveg fram á hinstu stund.
„Hann lenti oft illa í því og var til
dæmis sleginn mjög ilia niður fyrir
nokkmm árum þegar hann var að
selja rósir. Þá nefbrotnaði hann mjög
illa og þurfti að fara í lýtaaðgerð í
kjölfarið og láta laga á sér nefið. Lög-
reglan fann aldrei árásarmanninn.
Hann tók þetta mjög nærri sér og var
í mikilli sorg," segir Birgitta.
Leitaði að föðurímynd hjá
körlum
Sorg hennar er erfið enda bjuggu
þau saman mæðginin hér á íslandi
en flest bömin hennar em búsett er-
lendis nema Davíð sem býr hér.
Samband þeirra var náið og Örn
studdi móður sína sem hefur sjálf
staðið við dauðans dyr í veikindum
sínum.
„Hann var nú ekki samkyn-
hneigður strax og var mjög hugfang-
inn af stelpum og var með þeim þeg-
ar hann var yngri. Hann segir í bréf-
um sem hann skildi eftir að hann
hafi verið tvíkynhneigður. Hann fór
svo að sjá það með aidrinum að
hann var meira samkynhneigður.
Honum fannst það vera mikið útaf
því að hann hafi verið að leita eftir
sterkri föðurímynd," segir Birgitta en
öm hafði ekki umgengist föður sinn
frá því hann var smábam. „Þetta
skrifaði hann allt á tölvuna sína.
Hann hafði þó ekki verið með mönn-
um í tvö ár eftir því sem ég veit. Hann
var farinn að elska Guð svo mikið og
tók trúnna alvarlega. Það stendur í
Biblíunni að karlmaður eigi ekki að
sofa með karli og kona ekki með
konu. Þess vegna veit ég í dag að
hann hætti að vera með körlum.
Hann lá tímunum saman og bað
Guð fýrirgefningar og ég veit að Guð
hefur fyrirgefið honum," segir hún
ákveðin.
Kynþáttahatur og fordómar
gegn samkynhneigð
Hann var himnasending í okkar
fjölskyldu. Betri sál hef ég aldrei hitt
á jörðinni. Þetta erhræðilegt áfall, ég
elska hann svo mikið og myndi gefa
mitt eigið h'f til að bjarga honum.
Hann sá aldrei það ljóta," segir
Birgitta. „Ég segi sem móðir sem
„Mamma, þú veist
ekki hvaðer erfítt að
vera hálfur svertingi
og gay. Það er ekki
hasgt að lifa viðþað
kynnst hefur fordómum: Þeir sem
hata homma og lesbíur ættu að
skammast sín. Þetta er svo gott fólk.
Ég elska að vera í kringum þetta fólk.
Ég hata fordóma og það þarf að taka
á þessum fordómum sem verða til
þess að fólk styttir sér aldur. Það get-
ur ekki lifað við þetta," segir Birgitta
og bendir á að fordómar séu enn
miklir í samféiaginu þó að margir
vilji meina að svo sé eklci lengur. Hún
segir bæði kynþáttafordóma og for-
dóma gagnvart samkynhneigðum
mikla á íslandi í dag. Hún vill sjá
aukna umræðu og að það verði tekið
almennilega á þessum málum. „Það
er náttúrlega lygi að það séu engir
fordómar lengur. Ég þekki for-
dómana bæði út frá kynþáttahatri af
mínu eigin barni og lflca samkyn-
hneigð þess. Fordómafullir eiga að
skammast sín og biðja Guð að fyrir-
gefa sér," segir Birgitta reið.
Of góður fyrir þennan heim
Örn var mjög trúaður frá bam-
æsku, sótti snemma kirkju, var söng-
elskur og söng á yngri árum einsöng
í Neskirkju þaðan sem hann var svo
jarðsunginn fyrir rétt rúmri viku. Á
síðustu tveimur ámm varð hann enn
trúaðri en áður og leitaði eftir styrk
hjá Guði sem hann tilbað reglulega.
„Hann var mjög kristinn og var á
bæn bæði morgna og kvölds, stund-
um*í tvo tíma," segir Birgitta sem
saknar þess að hafa nú ekki drenginn
sinn lengur sem var henni svo mikill
stuðningur. „Ég ætla ekkert að
breyta herberginu hans héma. Bróð-
ir hans er nú hjá mér og sefur í rúm-
inu sem hann andaðist í. Við finnum
enn fyrir nærvem hans. Hann var
svo kærleiksrflcur drengur, hann
Örn. Hann var alltof góður fyrir
þennan heim og var öðmvísi en flest
fólk. Hann þoldi ekki fátækt í heim-
inum og rétt áður en hann stytti sér
aldur gaf hann síðustu peningana
sína til fátækra í Afrflcu. Þetta vom
peningar sem hann hafði safhað fyr-
ir skólagjöldum en hann var að byija
í nuddskóla og gekk mjög vel. Hann
sagði við mig tveimur dögum áður
en hann dó; „Mamma, ég þoli ekki
að veraiskóla oghafa það svonagott
a' meðan það eru fátæk börn að
svelta íAfríku. - Mamma, égerbúinn
að gefa peningana mína. * Hann var
búin að undirbúa brottför sína rosa-
lega vel. Hann fór svo fallega frá okk-
ur. Hann skildi eftir sig tvö bréf og
skildi eftir skilaboð á símanum þar
sem hann sagðist ekki passa inn í
þennan heim. í símasvaraskilaboð-
inu benti hann okkur á að fara inn í
tölvuna þar sem hann hafði lflcá
skrifað kveðju til okkar," segir
Birgitta sem er þakklát fyrir þann
tíma sem hún átti með yndislega
drengnum sfnum.
Undirbjó brottför sína vel
Birgitta segir örn hafa undirbúið
brottför sína vel og hafi viljað skilja
við alla sátta við ákvörðun hans. Hún
segir engan hafa áttað sig á hvað
væri í aðsigi þótt greinilegt sé þegar
horft er til baka hvert Örn stefndi.
„Hann fór að kveðja vinkonur sínar
og svoleiðis. Hann hitti eina þeirra
og gaf henni blóm. Sagði við hana;
“Skiptir ekki málihvar ég er, þá er ég
alltafhjá þér. “ Svona fór hann út um
allt án þess að neinn fattaði að hann
væri að kveðja á þennan hátt," segir
hún viss um að Öm hafi ratað á rétt-
an stað. „Ég veit að hann er hjá Guði.
Ef hann er ekki hjá Guði þá kemst
enginn þangað," segir hún og ryfjar
upp daginn hræðilega þegar hann
var ljóst að Örn hafði gefist upp á erf-
iðu lífi í skugga fordóma samfélags-
Örn var kallaður Venus
Örr kvaddi vini sína og ættingja dður
en hann tók sitt eigið lífeftir dralanga
fordóma sem vörpuðu skugga ó
sólarlifhans.
ins fyrir þeim minnihlutahópum
sem hann tilheyrði.
„Hann dó á milli tólf og tvö að-
faranótt 19. júlí. Þegar ég fer á fætur
um morgnuninn, banka ég á hurðina
hjá honum. Ég beið lengi og hann
kom ekki fram. Hurðin á herberginu
hans var læst þannig að ég varð mjög
hrædd og hringdi á lögregluna og
lásasmið. Þeir opnuðu og við kom-
um að honum látnum. Þetta er alveg
hræðilegt," segir Birgitta klökk. Miss-
ir hennar er mikill þar sem þau voru
miklir sálufélagar. „Maður elskar
bömin sín að sjálfsögðu öll jafn mik-
ið. En bam sem er svona öðruvísi,
éins og hann var, og lendir í einelti á
sérstakan stað í hjarta móður sinnar.
öm sagði stundum við mig.
"Mamma, þú veist ekkihvað er erfitt
að vera hálfur svertingi oggay. Það er
ekki hægt að lifa við það. “
Sá það sem aðrir sáu ekki
Öm var alltaf andlega þenkjandi
og ótrúlega næmur alveg frá því að
hann var barn. „Hann gat alltaf séð
hluti sem aðrir sáu ekki. Ég man þeg-
ar hann var svona tíu ára þá sagði
hann við mig; "Mamma, nú er Jón
dáinn, “ Og skömmu síðar heyrum
við í sjúkrabfl. Þá hafði maður í hús-
inu sem hét Jón látist. Þetta var oft
svona. Þegar hannj-vann við af-
greiðslu á bensínstöðinni þá vissi
hann oft hvað fólk ætlaði að kaupa
áður en það bað hamVsegir Birgitta
og kveður sorgmædd með því að lesa
kveðjubréfið frá Erni. Fáein falleg
orð sem eru henni svo mikils virði í
sorginni.
„18. júlí2005
Mamma er best í öllum heimin-
um (broskallElska þig með öllu
hjarta - all my hcart - I love you, I
love you, I love you.
I will see you on the other side!!!!
While we grow spiritualy. Elska þig!
Þinn sonur örn, sjáumst eftirsmá
stund. “
„Þetta er svo fallegt. Hann skrifaði
oft svona bréf, alveg frá þvf að hann
var lftill. Hann vildi ekki skilja mig
eftir alveg eina í sorginni," segir hún
að lokum. freyr@dv.is
Framhaldá
næstu opnu