Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 31 Helgarblað DV DV Helgarblað Nánirvinir SkjöldurogÖrn voru lengi nánir vinir. Georg Erlingsson fyrrum dragdrottning Segir Örn hafa verið einstakan persónlueika. Skiptum okkur ekki aö þvi sem ger- ist í svefnherbergjum annarra „Sjáifsmorðstíðnl hefur farið laekkandl meðel karlamanna en þaö eru vfsbendlngar um aö hún sé enn algeng meðal samkynhnelgðra karf- manna" seglr Salbjörg Bjarnadúttlr, geðhjúkr- unarfræölngur og verkefnlsstjórl Þjöðar gegn þunglyndi. „Það er mikJlveegt að fjölskylda og vlnlr taki fölkJ opnum örmurn þegar það kemur út úr skápnum. Ég hef oft hitt fólk sem liður afar illa vegna þeirra viöbragða sem þaö hefur maett hjá sfnum nánustu vinum og fjölskyldu. ÞaÖ ættu alllr aö geta (mynd- aö sér hversu sárt þaö m“ segir Sal- björg en hún telur mikil- í áe . t vægtaöfólk tj geti fengið 'i ekkiað vera Benedikt Jónsson var á tímabili elskhugi Arnar. Hann saknar hans mikið enda hjálpaði Örn honum að takast á við erfiðleikana sem fylgja þvi að koma út úr skápnum. Var heillaður al þessum lallega strák „Ég dáði hann alltaf fyrir hvern- ig karakter hann var. örn var alltaf hress, kátur og lífsglaður,'1 segir Benedikt Jónsson félagi Arnar í gegnum árin. „Mér fannst til fyrir- myndar hvernig hann kom út úr skápnum, hann gerði það sem ég hefði átt að gera þegar ég var miklu yngri. Hann kom út tilbúinn á meðan ég fór hina leiðina, var lengi í felum og bögglaðist með þetta." Benni eins og hann er kall- aður kynntist Erni árið 1995. Hann var 15 árum eldri en heillaðist strax af þessum fallega strák og saman áttu þeir góðar stundir í nokkurn tíma. Ég kom ekki út úr skápnum fyrr en ég var 28 ára gamall og þegar við hittumst hafði ég verið úr felum í 7 ár og hélt því að ég væri kominn nokkuð langt. Þegar við byrjuðum saman sá ég svo hvað ég var kominn skammt á veg. Ég þoldi illa alla þessa athygli en við vorum líka alveg á sitt hvor- um hraðanum," segir Benni og leggur áherslu á orð sín með að segja að þeir hafi verið eins og svart og hvítt. „Það er lfklega ekki margt hommalegt við mig, mjög stór, rólegur og „straigt looking" á meðan hann fékk og vildi athygli hvar sem hann fór.“ Sektarkennd fylgir sjálfsvíg- um Samband þeirra stóð stutt en þeir slitu aldrei vinskapnum. Eftir að Benni hætti í tveggja ára sam- bandi endurnýjuðu þeir kynnin stuttu áður en örn lést. Mánuði fyrir andlát hans fór ég í heimsókn til hans. Hann borgaði fjögurra ára skuld og skilaði mér bók en ég fatt- aði ekkert hvað hann var að gera. Hann var náttúrlega að taka til í kringum sig,“ segir Benni sorg- mæddur og lítur niður. Benni var 35 ára gamall og með hnút í mag- anum þegar örn teymdi hann upp tröppurnar heima hjá mömmu sinni. „Þetta var í fyrsta skiptið sem einhver kynnti mig fyrir tengdó og ég var skíthræddur. Mamma hans tók mér hins vegar mjög vel enda yndisleg kona. Bróðir Arnar sagði mér líka síðar að Erni hefði alltaf þótt vænt um mig sem mér þótti afar vænt um að heyra." Það er greinilegt að Benni hefur ekki náð að jafna sig á missirnum og söknuðurinn er mikill. Hann segir orð prestsins við jarðarförina hafa hjálpað sér mikið enda fylgja tilfinningar tengdar sektarkennd þegar ein- hver nákominn tekur líf sitt. „Presturinn sagði okkur að virða þessa ákvörðun hans og gerði okk- ur grein fyrir því að það var ekkert sem við gátum gert til að koma í veg fyrir þetta. I fyrstu kenndi ég mér um að hafa ekki áttað mig á hvað væri í gangi og ég var einnig reiður við hann fyrir að hafa ekki leitað sér hjálpar." Stutt á veg komin Benni er algjörlega ósammála því að við íslendingar séum komin langt á veg í umburðarlyndi gagn- vart samkynhneigðum. Hann segir „Það er líklega ekki margt homma- legt við mig, mjög stór, rólegur og „straigt looking" á meðan hann fékk og vildi athygli hvarsem hann fór." að á meðan menn séu mögulega að taka líf sitt vegna samkynhneigðar getur það varla verið. „Það er vitað mál að það er ákveðinn fjöldi sem velur þá leið í staðinn fyrir að koma úr felum og því finnst mér skrítið að tala um að við séum komin langt í réttindabaráttunni. Flestum þykir erfiðast að koma úr felum gagnvart fjölskyldunni og það er kannski lýsandi fyrir for- dómana, við hverju við búumst af okkar nánustu. Að mínu mati erum við ekki komin langt fyrr en við þurfum ekki að tilkynna þessar fréttir. Hinir gagnkyn- hneigðu þurfa þess ekki," segir Bermi en bætir við að svoleiðis verði hlutirnir kannski aldrei. „Sagan hef- ur samt sýnt ýmislegt. í Þýskalandi fyrir síðara stríð var gay-samfélagið afar áber andi en svo kom Hitler og tók til hendinni. Ég lít því ekki á það sem við höfum sem ör- uggt, við gætum alltaf tekið skref til baka, það hefur gerst áður. En mín von er að einhvern tíma þurfi fólk ekki að bögglast með þetta hálfa ævina. Flest- ir hommar vilja einfald- lega fá að lifa sínu lífi, hverfa inn í fjöldann og geta sýnt maka sínum ástúð án þess að fólk snúi sig úr hálsliðn- um úti á götu.“ indiana@dv.is '•JföSE'-'ííl-; Örn, eða Venus, hafði verið áberandi í samfélaginu í nokkur ár en hann kom út úr skápnum með stæl. Því þykja þeim sem eftir sitja erfitt að skilja hvers vegna hann valdi þessa leið. Sumir segja hann fórn- arlamb fordóma en líklega er aldrei hægt að segja með vissu af hverju fólk velur að enda líf sitt. Ilenus var synnjandi orkubolO öm var allþekktur á landinu, bæði í heimi samkynhneigðra og annarra og því er stórt skarðið sem hann skilur eftir í fjölskyldu sinni og vinahópi. Örn þurfti að berjast við fordóma frá unga aldri og átti erfiða barnaskólagöngu enda getur {jrimmd barna getur verið ótrúleg. 1 gegnum ævina varð hann bæði að berjast við kynþáttafordóma og hommafóbíu en öm var stoltur og kom út úr skápnum með stæl. Þess vegna eiga margir vinir hans erfitt með að skilja þá leið sem hann valdi sér út úr þessu lífi. Brosandi í gegnum lífið Þegar örn komst á unglingsald- urinn breyttist margt í hans lífi. Hann var sætur og stríðni stelpn- anna breyttist í aðdáun. Vinkona Amar, Ingunn Mýrdal, segir að þegar hún hafi kynnst honum hafi hann verið með stelpuskarann á eftir sér en öm var þá í Haga- skóla. „Hann var ofsalega sæt- ur og á þessum tíma var hann mjög vinamargur og vinsæll og átti margar stelpuvinkonur," segir Ingunn er hún rifjar upp minningar sínar um vin sinn. Þrátt fýrir mótlæti í lífinu em allir vinir Arnar sammála um að hann hafi ávallt verið hress og kátur og alltaf tilbú- inn að hjálpa öðmm með bros á vör. Úr minningargreinum sem vinir hans og ættingjar skrifa er hægt að lesa að hans er sárt saknað enda vin- ur vina sinna og afar vinamargur þrátt fyrir að hafa einangrað sig á síðustu mánuðunum. Kynntist ungur trúnni Öm kynntist trúnni ungur og mætti um tíma á samkomur hjá Krossinum. Ingunn kynntist hon- um á þessum samkomum en vin- átta þeirra átti eftir að endast út hans stuttu ævi. Öm og Ingunn vom kæmsmpar um tíma en áttu bæði eftir að koma út úr skápnum síðar. „Innst inni vissi ég að hann væri gay," segir Ingunn. „Ég held að hann hafi einfaldlega ekki vitað sjálfur hvort hann væri hommi eða tvíkynhneigður," heldur hún áfram og bætir við að leiðir þeirra hafi einnig legið saman síðar meir hjá AA-samtökun- um. „Við hittumst ekki oft upp á síðkastið en vomm samt alltaf vinir og hann kom oft til mín og mömmu hér á Kaffi Kósý." Ingunn segist ekki halda að Örn hafi einhvern tíma týnt trúnni þrátt fyrir að hætta að mæta á samkomurnar. „Hann var rosalega andlega þenkjandi og elskaði að lesa Biblíuna, það er eitt af því sem við áttum sameiginlegt." Dragdrottingin Venus Öm vann fyrir sér um tíma sem fyrirsæta og var nokkuð vinsæll sem slflcur. Hann reyndi einnig fyr- ir sér í draginu og kom sá og sigraði í keppninni sem haldin var á skemmtistaðnum Nelly’s árið 1999. Georg Erlingsson, sem hafði sigrað í keppninni árinu áður, skipulagði keppnina þegar örn sigraði. „öm sló í gegn og vann tit- ilinn. Hann vakti mikla athygli enda hafði hann mikla og sterka persónutöfra, það blómstraði hreinlega allt í kringum hann," segir Georg og bætir við að öm hafi valið sér sviðsnafnið Venus sem síðar átti eftir að festast við hann. „Síðustu árin vildi hann láta kalla sig sínu eigin nafni en hann hafði aftengt sig þessu gay-lífi og hafði reynt að finna sjálfan sig á öðmm stöðum," segir Georg og bætir við að þeir félagamir hafi hist reglulega síðasta árið í Vesturbæj- arlauginni þar sem Örn hitaði röddina í gufubaðinu. „Söngurinn skipti hann ofsalega miklu máli og hann ætíaði sér stóra hluti á þeim vettvangi." Snéri baki við gay-samfélag- inu Öm kom út úr skápnum um 16 ára aldur. Hann hafði þá flutt með móður sinni til Danmerkur og þegar hann kom heim aftur sagði hann vinum sínum að hann væri samkynhneigður. Eftir það var hann kominn inn á senuna og stundaði skemmtanalífið stíft. Vinir hans segja að hann hafi ver- ið nokkurskonaf fiðrildi sem flögraði á milli vinahópa. Ein gömul vinkona hans telur að erf- iðleikar og einelti í æsku hafi sett sitt mark á sál hans og því hafi hann ekki getað tengst fólki al- mennilega. „Hann lét sig frekar hverfa og leitaði annað." Síðustu mánuðina hafði Örn dregið sig út úr þessum hópi. Sögurnar em margar i kringum hvarf hans og segir ein þeirra að hann hafi ein- faldlega verið útskúfaður af hommasamfélaginu frekar en að hann hafi sniðgengið það. Síðustu mánuðina starfaði hann á bensín- stöð í vesturbænum og eyddi tím- anum heima hjá sér í rólegheitun- um. „Hann vildi einfaldlega lifa lífinu í rólegheitunum," segir Ge- org og bætir við að það séu alls ekki allir hommar sem velji að vera á senunni. Skjöldur Eyfjörð var góður vin- ur Arnar í gegnum árin. Skjöldur segir að Örn hafi ekki sagt skilið við vini sína heldur hafi hann ein- faldlega kúplað sig út úr djamm- inu. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini," segir Skjöldur sem Iýsir Erni sem syngjandi orkubolta. „Hann var alltaf syngj- andi og gaf meira að segja út danslag þrátt fyrri að vera meira fyrir djass og gamaldags tónlist," moröum helaur fjandsamlegt við- mót „Sjálfsmorðstfðni meðal samkyn- hnelgðra hefur Iftið verið rannsök- r uð hér á landi en það sem hefur komið fram er að tlðni meðal homma sé fjórum til fimm jt % sinnum algengari en gerist á E-S meðal gagnkynhneigðra," f| segir Hrafnkell Tjörvl Stefáns- son, framkvæmdastjóri Samtak- anna 78. „Þ6 er mlkilvaegt fyrir fólk að átta sig á þvf að samkynhneigð sem slfk veldur ekki sjálfsmorðum heldur á það fólk frekar á hættu að lenda f fjandsamlegum aðstæðum svo sem I skólakerfi, vinahópum, vinnustöðum eða fjöl- skyldu. Þvf miður er það oft þannig að þótt vlð viljum lifa f umburðariyndu fjömenningarsam- félagi geta minnstu frávik frá norminu leitt til neikvæðs vlðmóts og það er það sem gerir fólki erfitt fyrir en ekki kynhneigðin sem sllk," segir Hrafnkell af sannfæringu. „Ég held að það sé nær alltaf míkið skref að stfga fram, þvf oft hefur fólk verið í afneit- un I langan tfma og það þarf f raun að finna sig upp á nýtt og það er mikilvægt að það fólk mæti skilningi frá umhverfi sfnu." Enn eru skeflilegir hlutir að gerast „Það er eitt að vinna að lagalegum réttingum en það er annað sem gerist f nánasta umhverfi elnstaklings sem er að koma fram með sýnar tll- flnnlngar," seglr Sigurstelnn Másson, formaður geðhjálpar og varaformaður samtakanna 78. Hann telur að þótt samkynhnelgðlr haf) náö fram mörgum lagalegum réttlndum sé enn langt f land innan skólakerfis, fþróttahreyf- inga og janfvel innan fjölskytdna. „Við erum enn að horfa á skelfilega atburði gerast og heyra fréttlr af ótrúlega ... - andsyggilegum vlðbrögðum fólks. Ungt fólk er f raun oft ijtMWífo. drepið innan veggja helm- a&MyAf. ila eða skólakerfisins vegna þess hve það þarf oft að mæta mlkilli and- styggð af þeim sem það --1,^ ' þarf I raun mest á að halda. „Samkynhneigðin sjálf er ekki áhættuþáttur sjálfsmorða. Það er ekki hun sem veldur þessum sálarkvölum heldur viðbrgöð fólksins f kringum það," segir Sigursteinn með áherslu, Við höfum verið að ná árangri út á við en enn skortir mjóg upp á árangurinn f samfélaginu. Það er f þelm verulelka sem fólk liflr." segir Skjöldur og bætir við að örn hefði eflaust náð langt I tónlistinni ef hann hefði einbeitt sér að henni. „Hann hefði getað náð brjálæðislega langt og hafði það góða rödd að ég öfundaði hann í tætlur og ég tala nú ekki um sviðs- framkomuna." Allltaf að berjast örn fór í meðferð þar sem hann kynntist mörgum nýjum vinum eins og allstaðar annars- staðar sem hann fór. Hann hafði verið edrú í mörg ár fyrir utan eitt og eitt djamm áður en hann lést. Dauðsfall hans kom því vinum hans á óvart. „Mér brá alveg rosa- lega enda hefði mig aldrei grunað að hann myndi velja þessa leið," segir Ingunn. „Eftir á að hyggja þá sér maður samt að það urðu mikl- ar breytingar á honum undanfarin tvö ár. Hann var farinn að draga sig í hlé og varð alltaf meira og meira andlega þenkjandi." Annar vinur hans tekur undir þetta og telur að fólk hafi líklega ekki gert sér grein fyrir öllum erfiðleikun- um sem örn þurfti að kljást á lífs- leiðinni. „Hann var fórnarlamb fordóma og það á meira en einn hátt. Hann var svartur hommi og ég held að hann hafi upplifað lífið þannig að hann hafi alltaf verið að berjast." Georg segir að fréttirnar um andlát hans hafi verið ofboðs- legt áfall. „Við vorum nánast ná- grannar. Þegar við fréttum af þessu stoppaði hjartað í okkur því við áttum alls ekki von á þessu. Ég hafði talað við hann tveimur vik- um áður og þá virtist allt vera í lagi en það var greinilega eitthvað að." Georg segist ekki vita til þess að fordómar samfélagsins hafi leitt hann til þessa örþrifaverks en hann segir að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu enn á ís- landi. „Það fer náttúrlega eftir því hversu sterkur þú ert. Það getur verið erfitt að feta sig innan veggja samfélagsins og að viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér og öðrum á meðan hinir gagnkynhneigðu þurfa þess ekki," segir Georg en bætir við að þessir hlutir séu sem betur fer að breytast. „Þetta er í rétta átt en ég held að við getum aldrei átt von á fordómalausu ís- landi." indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.