Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDACUR 6. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Hinsegin dagar hafa staðið yfir í Reykjavík síðustu daga og munu ná hápunkti með Gay-pride- skrúðgöngunni í dag. DV hitti nokkur samkynhneigð pör og spurði þau út í lífið og tilveruna. Pör- in voru sammála um að þótt margt hefði áunnist í réttindabaráttu samkynhneigðra væri enn langt í land. Aldrei fundið fyrir fordómum „Ég held að það sé alitaf jafn erfitt fyrir einstaklinga að taka ákvörðun um að koma út úr skápnum," segir Þóra Björk Smith, en hún og kærastan hennar, Ás- dís Þórhallsdóttir, hafa verið saman í fjögur ár. Þóra Björk segir að þótt samfé- lagið sé orðið opnara í þessum efnum og eftirleikurinn því auðveldari hafi sjálf ákvörðunartakan og togstreitan í einstaklingnum sjálfum ekki breyst. „Ég kom út fyrir tíu árum og íjölskyldan mín hefiir stutt mig síðan. Ég varð aldrei vör við einhverja andúð eða reiði en fólk var í upphafi hissa. Á þessum tíma höfðu að- standendur mínir frekar áhyggjur af því að maður yrði fyrir aðkasti og að mað- ur myndi kannski ekki fá vinnu í kjölfarið," segir Þóra, en bætir við að sá ótti hafi verið algjörlega ástæðulaus. „Ég hef aldrei fúndið fyrir einhverjum fordómum og kynhneigð mín hefur aldrei skipt máli í því sem ég tek mér fyrir hendur," seg- ir hún, en Þóra er menntaður stjómmálafræðingur. Hún segir enn fremur að þær báðar séu í afar góöu sambandi við fjölskyldur sínar. Ásdís á 13 ára dóttur sem hefur búið hjá þeim í sumar. „Ég held að vinkonum dótturinnar þyki þetta ekkert tiltökumál," segir Þóra og bætir við að líklega hafi ekki nokkurt bam f bekknum hennar búið hjá báðum foreldrum sínum. „Börn em líka fljótari að aðlagast og finnast hlutimir í iagi." Þóra segir að þær Ásdís hafi ekki ákveðið ennþá hvort þær ætli að eiga sam- an bam. „Það fer náttúrulega eftir því hvort það verður leyft, en ég held að alla langi til að stofna fjölskyldu. Allavega að eiga möguleikann á því. En það hefur ekkert verið ákveðið í því sambandi." Ík 1 Þóra Björk og Asdis Hamingjusamar eftir að hafa verið saman ífjögurár. Inacio og Guðbergur meö syni Guðbergs Guðbergurermeð sameiginlegt forrseði yfír fjórum börnum slnum en Pacas á tvö börn í Brasiliu. 'isi, ■- ;. t.«- tt.Wíii ,-v- má&í ‘m m m mmmmt\ m mm W$,% * 'r ém »<■'■ 854 Við eram líka manneskjur „Við tökum alltaf virkan þátt í Gay-pride," segja þeir Guðbergur Garðarsson og Inacio Pacas sem hafa verið saman í þijú ár. Pacas er frá Brasilíu en hefur búið hér á landi síðustu tólf árin. Pacas á tvö böm og Guðbergur fjögur af fyrra hjónabandi auk þess sem hann á eitt bamabam. „Bömin hans búa í Brasilíu og við heimsælgum þau á hveiju ári," segir Guðbergur og bætir við að hann hafi sameigin- legt forræði ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Guðbergur og Pacas starfa báðir sem kokkar auk þess sem Pacas er listamaður, en þeir kynntust í gegnum matreiðsluna. Pacas segir að þrátt fyrir að viðhorf gagnvart samkynhneigðum hafi breyst mjög til batnaðar í Brasilíu líði honum betur hér á landi. „Það er ekki sama frelsið þar eins og héma," segir hann og bætir við að fjölskylda hans hafi sem betur fer sætt sig við kynhneigö hans. „í fyrstu vissu þau að ég væri hommi en vildu bara ekkert tala um það. í dag líður mér mun betur þegar við komum heim því nú fáum við eitt rúm í staðinn fyrir tvö því þau hafa tekið okkur sem pari." Ýtum því neikvæða burtu og brosum Pacas segist einnig hafa tekið eftír heilmiklum breytingum á ís- landi á þeim tólf árum sem hann hefúr búið hér á landi. „í fyrstu skrúðgönguna mættu kannski 20 manns en 40 þúsund í fyrra," seg- ir hann stoltur. Guðbergur bætir við að vagninn þeirra í skrúðgöng- unni í dag muni vísa til lífskeðjunnar, þau ætli að tengja saman líf- ið, ástina og dauðann og sýna að hommar og lesbíur séu líka mann- eskjur. „Þetta snýst um gleði og að sýna fólki að við erum manneskj - ur eins og aðrir. Pacas hefúr líka kennt mér margt og í dag ýti ég öllu neikvæðu til hliðar og brosi bara," segir hann og bætir við að sonur hans hafi einnig hjálpað honum mikið þegar hann var að koma út úr skápnum. „Hann sagði mér að hann elskaði mig, dáði og virti og að honum kæmi ekkert við hvað ég gerði í svefiiherberginu mínu. Það nægði mér og ég vildi að allt „gay" fólk fengi svona viðbrögð frá sínu fólki því við erum öll óttaslegin þegar við komum út“ Þeir félagamir em ekki enn gengnir í það heilaga og Guðbergur segir ekkert liggja á. „Hjónaband er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli. Við erum sáttir og bömin elska okkur báða. Við þurfum að mæta alls konar fordómum og leiðindum en ýtum því bara til hlið- ar því við höfum fúndið hamingjuna og ætlum að halda okkur í henni." DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 33 Margir telja okkur gagnkynhneigt par „Við hittumst fyrst á Gay pride-hátíðinnif fyrra," segir Jónína Sigríður Gríms- dóttir en hún og kærastan hennar, Heiða Björg Valbjömsdóttir, hafa verið sam- an í 11 mánuði. Sfðar hittust þær stöllur á tónleikunum með Pink og fóm það- an f frá að hittast meira þar til þær byijuðu saman í sumarbústaðaferð með ung- liðahreyfingu Samtakanna 78. „Hún er fyrsta kærastan mín og ég er fyrsta kærastan hennar," segir Jónína, en stelpumar em 18 og 17 ára. Jónína kom út úr skápnum fyrir tveimur árum en Heiða Björg í fyrrasumar. „Hún kom samt ekki út úr skápnum fyrir alvöru fyrr en hún byijaði með mér. Hún vissi alltaf að hún var ekki gagnkynhneigð, en var ekki viss um hvort hún væri samkynhneigð eða tvíkynhneigð," segir Jónína og bætír við að hún hefði haldið að það yrði erfiðara fyrir þær að vera saman opinberlega. „Við finnum aðeins fyrir að fólk horfir á okkur en ekki jafii mikið og við bjuggumst við. Margir halda líka að önnur okk- ar sé strákur og að við séum gagnkynhneigt par enda erum við kannski ekki þær kvenlegustu." Jónína hefúr búið hjá Heiðu og móður hennar og bróður í sumar en foreldr- ar hennar búa á Akranesi. Jónfna segir þær báðar í góðu sambandi við fjölskyid- ur sínar og að foreldrar hennar og systkini elski Heiðu út af lífinu. „Við erum lfk- lega meira með fjölskyldu minni enda er hún samrýmdari og svo eru foreldrar Heiðu skilin. Ég mun fara aftur til Akraness í skólann í vetur svo við hittumst þá bara um helgar. Það væri gaman að búa saman og eignast böm í framtíðinni en ætla að klára skólann og við sjáum til hvað gerist" I Jónína og Heiða \Þeerhafanúveriðsamani11 I mánuði og kynntust áGay pride í 1 fyrra en þá var Heiða nýkomin út iúrskápnum. Margrét og íris Dögg með Aron Loga Þær eru hamingjusamar með litla drenginn sinn sem nú er orðinn fímm mánaða. Giftarmeð lítið bam „Ég og Margrét byrjuðum saman árið 2001 en við kynntumst í Gay pride-skrúð- göngunni. Við vorum saman í atriði og byrjuðum bara að spjalla. Svo einfalt var þetta," segir íris Dögg Jónsdóttir, sambýliskona Margrétar Guðjónsdóttur. „Fjöl- skyldur okkar beggja vom mjög ánægðar fyrir okkar hönd að við skyldum hafa kynnst. Það var heldur ekki eins og þetta hefði komið fólki á óvart því við komum báðar út úr skápnum á unglingsaldri. í dag erum við giftar og eigum saman fimm mánaða dreng sem heitir Aron Logi. Það er því eintóm hamingja á heimilinu þessa dagana." „Við fórum í tæknifrjóvgun til Danmerkur. Mig hafði alltaf langað að upplifa óléttuna svo það var auðvelt að ákveða hvor ætti að ganga með bamið. Fijóvgunin gekk framar öllum vonum enda varð ég ólétt eftír fyrstu tilraun. Þetta var algjört kraftaverk. Okkur langar í fleiri böm en það kemur bara í ljós hvort það verður og hvor okkar tekur þá meðgönguna að sér. Bameignimar vöktu athygli en við fengum bara jákvæð viðbrögð frá fólki. Við fundum fyrir miklum stuðningi og hvatningu," segir Iris. Enn er langt í land varðandi réttindi samkynhneigðra „Frá því að ég kom út úr skápnum á unglingsárunum hefur mikið breyst. Á þeim tima hefði verið óhugsandi að halda Hinsegin dagana. Þetta er því annar heimur í dag. En þó svo að mikið hafi breyst til hins betra varðandi réttindi samkynhneigðra þá eigum við enn langt í land og samkynhneigðir hafa ekki sömu réttíndi og gagnkynhneigðir hafa. Það er til dæmis mikið baráttumál í dag að samkynhneigðir fái að fara í tæknifrjóvgun á íslandi," tekur íris fram. „Við höfúm oft rekist á það að ekki er litið á okkur tvær og Aron sem fjölskyldu- einingu samkvæmt lögum landsins. Til dæmis varð Margrét að ættleiða Aron til þess að verða löggilt foreldri þó svo að tækniffjóvgunin hefði verið eitthvað sem við stóð- um í saman frá byrjun til enda. Það er ýmislegt svona sem er mjög pirrandi sem við ættum ekki að þurfa að standa í. Ekki frekar en gagnkynhneigt fólk. En þetta er sem betur fer að breytast til hins betra þó það taki auðvitað sinn tíma." Alltaf erf itt að koma út „Þó það sé ekki hægt að líkja saman viðhorfum samfélagsins í dag og áður þá held ég að það sé alltaf jafn erfitt að koma út úr skápnum," segir Guðbjörg Ottósdóttir sem er göngu- stjóri Gay-pride-göngunnar. Hún og kærastan hennar, Svanfríður Anna Lárusdóttir, hafa verið saman í tæpt ár en Svanfríður á tvö böm úr fyrra sambandi. Guðbjöig kom út úr skápnum þegar hún var 21 árs og hún segir fréttimar hafa komið fjöl- skyldu sinni á óvart. „Þetta var náttúrulega sjokk til að byija með en þau styðja mig og hafa alltaf gert." „Ég held að flestir hafi verið undir það búnir þegar ég kom út,“ segir Svanfríður og bætir við að fjölskylda hennar hafi tekið fréttunum vel. „Bömin mín vom ung þegar ég kom út og strákurinn minn þekkir ekkert annað. Þau munu bæði taka þátt f göngunni og finnst þetta allt skemmtilegt enda partur af þeirra tilveru. í dag em þau 10 og 14 ára og hafa beðið spennt eftir þessum degi enda þykir þeim alltaf jafii gaman í göngunni." Guðbjörg og Svanfríður kynntust í gegnum starfið í félagas amtökunum Konur með kon- um sem er félag innan Samtakanna 78. Þær em sammála um að þó margt hafi áunnist í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi þá sé mörgu ábótavant. „Við höfúm það tiltölulega gott en við viljum fá rétt til tækni- fijóvgana og til frumættleiðinga," segja þær, en vilja þó ekkert segja til um hvort þær ætli að eignast böm saman í framtíöinni. „Eins og kerfið er í dag þá höfúm við ekki leyfi til að ætt- leiða erlendis frá og við þyrftum að fara til Danmerkur til að gangast undir tæknifijóvgun. Sú sem ekld gengi með bamið yrði að ættleiða það hér heima eftir að bamið kæmi í heiminn. Það ferli tekur nokkra mánuði og skerðir réttinn til fæðingarorlofs auk þess sem það er auka- kostnaður að þurfa að fara út“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.