Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 40
Helgarblað DV 40 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 .* Maður gekk berserks- gang með öxl Hinum 67 ára Brian Messitt varslátrað með öxi á götu nokkurri í Lundúnum fyrir stuttu. Höfuð Messitts var hálft af eftir árásina og llkið þakið sárum eft- ' ir öxina. Morðinginn er hinn 37 ára Joseph Sheehan en hann hélt því fram við lögregluna að vinurhins samkyn- hneigða Messitts hafi misnotað hann kynferðislega í æsku. Mað- urinn er Sheenan ásakaði hengdi sig stuttu eftir morðið. Lögreglan telur ástæðu morðsins vera að Sheenan hafi yfírfært hatur sinn á vini Messitts yfír á Messitt sjálfan. Einnig gæti hugsast að Messitt hafí llka misnotað Sheenan. ‘Pm: Kennari not- ar nemendur sem kynlífs- leikföng rm Kvenpró- virtum kaþólskum drengja- ' skóla í New Yorksætir nú ásökun- um um ' nauðgun eftir að lögreglan uppgvötvaði að hann hafði stundað kynlifmeð nemanda sínum, ólögráða dreng, aðeins sautján ára að aldri. Konan er 42 ára, harðgift og heitir Sandra Geisel. Upp komst um mál- ið þegar lögreglan kom að henni þar sem hún stundaði kynmök með nemanda sínum i bíl. Hún var umsvifalaust rekin úr kennarstarf- inu eftir að hafa viðurkennt verknaðinn fyrir skólayfírvöldum. Þrír drengir til viðbótar hafa stigið fram og vilja sækja Söndru til saka fyrir að hafa notað þá til að upp- fylla kynlifsdraumóra. Bamáníðtng- ur skrifar bókumlíf sitt sem kyn- lífsskrímsli Barnaniðingurinn Robert Excell hefur tilkynnt fjölmiðlum að hann ætli sér að græða milljón pund á bóksemhann hyggst gefa út. Bókin munað hans sögn fjalla um lífhans sem kynlífsskrimsli og innihalda sjúk minningaskrif um fólskulegar árásir hans á varnar- laus börn. Bókina hefurhann hugsað sér að skrlfa á meðan hann dúsir í fangelsi í Ástralíu. Það er þó annað mál hvort bókin verður samþykkt til sölu af útgef- anda eða hvort húnmun nokkurn tima komast út fyrir veggi fangels- isins. Maður sendur í sé hvergi að finna Breski milljónamærmgurinn Michael Morton hefur hlotið sjö ára fangelsisvist fyrir að myrða eiginkonu sína sem hét Gracia. Vandamálið er bara það að morð- ið sjálft átti sér stað fyrir um átta árum en lík Graciu hefur aldrei fundist. Þetta er því vægast sagt “óvenjulegur dómur því lítið er um sönnunargögn þegar Lfldð sjálft er horfið. Þegar réttarhöldin fóru fram kom í Ijós að Morton hafði verið ósáttur við að kona hans vildi skilja við hann. Vitni sögðust hafa séð hann rífast oft og mikið við konu sína og slá til hennar. Hann var þekktur fyrir að vera mjög afbrýðisamur og þung- lyndur. Þegar ekkert sást til konu hans í nokkurn tíma var Morton fljótlega grunaður um að eiga einhvem þátt í hvarfinu. Gracia hafði flutt út úr sameiginlegu húsi þeirra hjóna og hélt sig í lít- illi íbúð í Kensington til þess að fela sig fyrir Morton. Hún vildi komast í burtu frá ofbeldinu og var hrædd um að ef Morton myndi finna hana væri illt í efrii. Einn daginn uppgvötvaði Morton hvar hún bjó og hleypti sér sjálfur inn í íbúðina. Eftir það sást ekki meira til Graciu og óvíst er að lík- ið muni nokkum tíma finnast. Morton vill ekki gefa upp hvar það er falið. John Haddon kom aldrei heim úr skólanum þann 27. nóvember árið 1981. Hann var vanur að hjóla beinustu leið heim en þennan dag átti hann ekki afturkvæmt. í staðinn varð hann fyrir hræðilegum pyntingum af hálfu eldri manns með sjúklega hugaróra. Hvarfið breyttist fljótlega í morðmál þegar lík Johns fannst á víðavangri daginn eftir. í dag er morðið á skóladrengnum þekkt sem eitt það hryllilegasta í sögu Englands. Paul Russell Corrigan Hafði tilhneigingu tilað beita unga drengi ofbeldi. John Haddon var þrettán ára gam- all drengur sem bjó í West Midlands á Englandi. Hann var vanur að stytta sér leið heim úr skólanum með því að fara í gegnum Sutton-almenningsgarðinn. Föstudagurinn 27. nóvember árið 1981 virtist í fyrstu ekkert ólíkur öðr- um dögum og John hjólaöi sömu leið heim. Klukkan sjö að lcvöldi var John hins vegar ekki kominn heim. Það var þá sem foreldramir ákváðu að tii- kynna að hans væri saknað og leita að- stoðar lögreglunnar. Var þá hafin viða- mikil leit sem því miður bar engan ár- angur. En klukkan þtjú daginn eftir breyttist leitin í morðmál þegar þrír ungir drengir fundu lík Johns fyrir slysni á víðavangri. Líkið var þakið stungusárum John lá nakinn á jörðinni og hafði líki hans verið misþyrmt hræðilega. Á líkinu vom að minnsta kosti ellefu stórir skurðir og stungusár auk fjöl- margra minni sára víða á líkamanum. Á bringunni mátti greina munstur sem skorið hafði verið út með Jmíf. Eftir krufninguna kom í ljós að flest stungusáranna voru gerð eftir lát Johns. Það vakti mikinn óhug meðal Sakamál fólks hversu illa hafði verið farið með lík drengsins og að morðinginn hefði ekki látið sér nægja að myrða hann. Hann varð að afslcræma lflcið líka. Reyndu að hafa hendur í hári morðingjans Rannsóknarlögreglumaðurinn Powell ffá West Midlands og rann- sóknarlögreglumaðurinn McGrory fr á Leicestershire sameinuðu deildir sínar til að hafa hendur í hári morðingjans sem framdi þetta voðaverk. Sama dag og lfldð fannst, sást til manns að nafni Paul Russell Corrigan, 30 ára sjoppu- eiganda í annarlegu ástandi við yfir- gefna byggingu í Birmingham. Corrig- an var aðeins klæddur að hiuta til og sagði fólki sem átti leið hjá að hann hefði gert tilraun til að fremja sjálfs- morð. Þar sem maðurinn stakk óneit- anlega í stúf við aðra vegfarendur var kallað á lögregluna. Misheppnuð sjálfsmorðstilraun Þegar lögreglan ræddi við Corrig- an, viðurkenndi hann að hafa farið inn í yfirgefnu bygginguna til þess að fremja sjálfsmorð. Tilraunin gekk hins vegar ekki upp og ráfaði Corrigan því út úr byggingunni en skildi eftir nær- fatnað sinn, handfldæði og skó. Hann afsakaði hegðun sína með þvf að segja að hann ætti við mjög alvarleg fjár- hagsvandamál að stríða og að það hafi gert hann þunglyndan. Hann neitaði k John Haddon Varðfyrirgrimmilegumpynt- ingum sem stóðu yfir í marga klukkutlma. að vita nokkuð um hvarfið og morðið á John Haddon. Fullorðinn maður átti í ástar- sambandi við ungan dreng f yfirheyrslu hjá lögreglunni kom í ljós að Corrigan átti í ástarsam- bandi við fimmtán ára ungling. Þeg- ar lögreglan kannaði feril unglings- ins fannst ekkert athugavert en ým- islegt kom þó í ljós þegar ferill Corrigans var rannsakaður. Hann hafði verið sakaður um mannrán nokkrum árum áður en það jók grun lögreglunnar á því að hann tengdist morðinu á einhvern hátt. Corrigan hafði verið sleppt úr fangelsi stuttu fyrir morðið á John eftir að hafa set- ið inni í sjö ár fyrir kynferðisafbrot sem tengdist ungum dreng. Einnig uppgvötvaði lögreglan að á meðan Corrigan sat í fangelsinu, skrifaði hann handrit þar sem hann lýsti til- hneigingu sinni til að beita unga drengi ofbeldi. Skelfileg hryllingssaga Eftir rannsóknina benti margt til þess að Corrigan hefði framið voða- verkið og var hann því handtekinn. Corrigan neitaði enn að búa yfir vit- neskju um hvarfið á John. Lögreglan taldi hins vegar að fimmtán ára elsk- hugi Corrigans hefði eitthvað að fela og að það væri eflaust auðveldara að fá hann til að leysa ffá skjóðunni. Yf- irheyrslan gekk framar öllum vonum því unglingurinn viðurkenndi að hafa tekið þátt í að ræna og drepa John ásamt Corrigan. En atburðarás- in sem hann lýsti var aðeins hægt að líkja við skelfilega hryllmgssögu sem fæstir myndu vilja verða vitni að. Fólskuleg árás Ef marka má yfirlýsingu fimmtán ára elskhugans, biðu hann og Corrigan eftir að John kæmi hjólandi í gegnum garðinn en þeir höfðu fylgst með honum í noldaa daga og vissu því hvenær var von á honum. Þegar John kom stökk Corrigan á hann og ógnaði honum með hnífi. Hann reif hann af hjólinu og þrýsti honum upp að tré. Handleggir Johns voru bundnir saman fyrir aftan bak með keðju og hengilás. Hlífðargler- augu voru sett yfir augun til að hann sæi ekki hvað væri að gerast. Því næst var hann leiddur inn í trjálund og neyddur til að leggjast á jörðina og bíða þar þangað til myrkvaði. Matröðin hófst fyrir alvöru Þegar orðið var nógu dimmt leiddi Corrigan fórnarlambið John upp í bfl. Hjólinu skellti ungi elsk- huginn í aftursætið og breiddi yfir það með teppi. Þá var ferðinni heitið til íbúðar Corrigans sem var í næsta nágrenni. Þegar þangað var komið var John leiddur inn í eitt af her- bergjunum. En það var þá sem hin raunverulega martröð hófst fyrir John. Pyntingarnar stóðu yfir í fleiri klukkutíma Corrigan og elskhuginn héldu John í íbúðinni í níu klukkustundir og varð hann á þeim tíma fyrir ólýsanlega grimmilegum pyntingum. Flestar pyntingamar tengdust sjúklegum hugarórum Corrigans þar sem kyn- ferðisofbeldi var í hávegum haft. Corrigan og elskhuginn sögðu John að þeir hefðu rænt honum til að krefjast lausnargjalds fyrir hann. En það sem John vissi ekki var að raunveruleg áætlun Corrigans var að myrða hann þegar pyntingunum lyki. Voðaverkið endaði með morði Um klukkan tvö daginn eftir, þegar elskhugamir illkvittnu höfðu fullnægt sjúkum löngunum sínum, klæddu þeir John í náttbuxur og jakka og keyrðu með hann í átt að almennings- garðinum. Corrigan sagði John að hann yrði skilinn eftir á víðavangri og að hann yrði því að rata sjálfur heim. Þegar þeir vom komnir á áfangastað- inn leysti Corrigan hendumar á John, klæddi hann úr fötunum og myrti hann með hníf. Með því hrottalegasta sem hægt er að gera annarri manneskju Corrigan og fimmtán ára elskhugi hans vom sakaðir um mannrán og morð. Þann 16. júní árið 1982 fóm fram réttarhöld yfir morðingjunum tveimur í Birmingham. „John hlýtur að hafa verið stjarfur af hræðslu og ótt- ast um líf sitt. Þetta var eitt það hrotta- legasta sem hægt er að gera annarri manneskju og em pyntingamar lýsandi dæmi um hversu illa innrættir Corrigan og elskhugi hans em. Þetta em menn sem eiga skilið að vera refs- að,‘‘ sagði dómari málsins þegar harin kvað upp dóminn. Corrigan hlaut tvo lífstíðardóma, annan vegna morðsins og hinn vegna mannráns og pyntinga. Fimmtán ára elskhugi hans hlaut 7 ára fangelsisvist fyrir að vera meðsekur. iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.