Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 55
Menning DV LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST2005 55 : Berglind Hasler og I Svavar Pétur Skipu- \ leggja Krúttið á Lýsuhóli þar sem margar grúppur spila og lífslistin verður sýnd og til sýnis. Myndlistarmenn eru að draga saman í fyrstu sýningai’ haustdaganna. Fjöldi opnana verður nú um helgina víða um land. Heyönnum er brátt lokið og töðugjöld framundan. Er mynd- listin nýslegin á teigi eða komin í hvítt plast? Suður í Reykjanessbæ heldur galleríið Suðsuðvest- ur áfram sinni kröftugu dag- skrá. Huginn Þór Atlason heldur þar sína þriðju einkasýningu næstu vikur og býður upp á gjörning á opnunardeginum. Verkin eru öll ný og unnin fýrir rýmið en Huginn kallar hana Yfirhafnir. Huginn er fæddur 1976 í Reykjavík og hlaut styrk úr sjóði Guðmundu Andrés- dóttur á síðasta ári. Hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima sem og erlendis. Ennfremur er hann einn þriggja meðlima Signals in the heavens sem nýverið hélt þrjár sýningar í New York og nú seinast í Nýlistasafninu í maí. Engin aldursmörk í Hveragerði Austur í Hveragerði verður opnuð á laugardag samsýning hátt í þrjátíu listamanna sem vinna útfrá þemanu um gamla Tívolíið sem eitt sinn skreytti þann bæ með tilvist sinni. Er sýningin í Listasafni Ámesinga. Auk gjörninga og listviðburða verður boðið upp á Kjörís og Svala og að auki flýgur Arngrímur Jóhannsson í Atlanta-flugvél sinni yfir með kara- mellur í boði Eden. Þarna verður í boði hressileg út- gáfa af samtímalist allra aldurshópa íslenskra myndlistarmanna. Þetta er Huginn Arason íbúning ásamt vandamönnum. kjörið tækifæri til að kynna sér sam- tímalist þar sem áherslan verður á myndlist sem sækir innblástur í heim afþreyingar og dægurmenn- ingar, leikja, tilrauna og skemmtun- ar. Með því að rifja upp nostalgískt fyrirbæri eins og Tívoluð er vonandi hægt að örva hugarflug sýnenda og vekja forvitni vegfarenda. Svíi og Finni Malin Stahl opnar sýningu sína Three hearts á vesturvegg Skaftfells á laugardag kl. 16. Hún vinnur mest ljósmyndir og myndbönd og segir allt verða fallegt á mynd, jafnvel ljótleikann. Malin var menntuð hér á landi í Listahá- skóla íslands 2004, en hún býr og starfar í Svíþjóð. Sýningin stendurtil 18. ágúst. Það er Finni sem er á ferð í í sal íslenskrar grafíkur, Hafn- arhúsinu (hafnarmegin): Tuuli Tuikka er fædd 1981. Hún sýnir teikningar og graf- íkverk þar sem manneskjan er útgangspunkturinn. Sýningin er sú fyrsta sem listakonan heldur utan Finnlands. Und- anfarið hefur Tuuli skoðað i gegnum teikningu sambönd fólks, sérstaklega miUi karla og kvenna. Hún byggir upp spennu á myndfletinum sem endurspeglar ástand sem hún skynjar á mUli fólks í umhverf- inu sínu. Sýningin stendur til 22. ágúst. Húsasögur Vestur á Lýsuhóli er efnt tU hátíðahalda ungra listamanna og verður þar um helgina sýning sem aðstandendur hafa hótað að draga út á holt og hóla í nágrenninu. Hátíðin er kennd við krúttin, afkvæmi velsældar og pönkforeldr- anna. Verða menn þar vestra í ham, skemmta sér í sundlaug, spUa sam- an og gleðjast yfir dýrðinni að vera tíl. „Menningarhátíð fyrir ungt fólk,“ Ágúst Bjarnason Málar húsastemningar og sýnir í Ráöhúsinu. c Q segja aðstandendur. Sýningin kem- ur síðan hingað tU Reykjavíkur og gengur þar í endumýjun lífdaga. I Tjarnarsal Ráðhússins opnar Ágúst Bjamason sýningu á túss- og vatnslitamyndum á laugardag. Þetta em á þriðja tug mynda sem hann sýnir og sækir hann efni í byggðina reykvísku, stemningar um hús, gafla, stíga og glugga vítt og breitt um bæinn. Sýningin mun standa fram yfir miðjan mánuð, lýkur aðra helgi þegar töðugjöld voru hefð- bundin hér áður fyn\ Á Digital íslandi er Arte og sýnir úrval af kvikmyndum og tónlistarefni Þrusugóð sjónvarpsstöð b % Þessa dagana eru pólitískar kvikmyndir Gosta-Gavras sýndar á sjónvarpsstöðinni Arte sem fáanleg er í pakka hjá 365. Þetta em mynd- imar Z (1969) um pólitískt tilræði í Grikklandi, Etat de Siege 1973 sem greinir frá ráni á bandarískum flugumanni í Úrúgvæ og Játningin 1970 sem byggð er á sögu Arthurs London sem lýsir upplognum sök- um og játningu á Stalínstímanum í Tékkóslóvakíu. Allar þijár em sýndar á kvik- myndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem greint er ffá hér á opnunni. í öllum myndunum fer Yves Mont- and með burðarhlutverk og þykja þær með þvi merkasta sem hann gerði á hvíta tjaldinu. Áhrifa Gavras gætir víða í póli- tískum tónum í kvikmyndagerð okkar tíma, vænisýki og tortryggni var rækilega könnuð í myndmáii hans og má viða sjá efnistök hans til dæmis í bandarískum myndum okkar daga. Sú mynda hans sem best er þekkt hér á landi er Missing. Arte sýnir yfirleitt tvær myndir daglega. Framundan er stór syrpa þar sem allar kvikmyndir Wim Wenders verða sýndar, en víða var þess minnst á þessu sumri að hann er orðinn sextugur. Það var upphaf kvikmyndahá- tíða hér á landi um 1972 að hann kom hingað og taldi þá miklar lík- ur á að hægt væri að koma kvik- myndahátíð Listahátíðar á kortið oggera hana að alþjóðlegri stærð! Mjög ijölbreytilegt úrval mynda er á dagskránni þess utan: Stuttmyndir, heimildar- myndir, leiknar myndir, með taii og þöglar. Stuttmynd Chris Marker, Lajettee ffá 1962, marg- verðlaunuð, verður á dagskránni þann 14. ágúst og er athyglisverð meðal annars fyrir myndbrot frá íslandi. Dagskrárvefur stöðvarinnar er www.arte-tv.com. CIFF -Alþjóðlega kvikmyndahátíðin íKaupmannahöfn hefst Iþriðja sinn 7 8. ágúst og stendur í 11 daga. Verða 111 myndir sýndar þar. Henni verður startað með sýningu á Ráðhússtorgi að kvöldi 17. þar sem Life ofBrian verðursýnd undir berum himni. Verð- launagripur- inn Gyllti svanurinn verður veittur íkeppniþar sem Nicholas Roeg erífor- svari, en framlag Dana I keppnina er Mörke eftir JannikJohan- sens. Þetta er sálfræðilegt drama um blaðamann sem fer tilJót- lands til að kanna dauða fatlaðrar systur sinnar. Evrópskar myndir eru hryggjarstykkiö í hátíöinni. Þar verða tilteknir dagar lagðir undir kvikmyndir frá Tyrklandi, Frakklandi og Bretlandi. Boðið er upp á sérstakar sýningar á Vöröum myrk- urs eftir Konstantin Khoblansky sem er einn þeirra Rússa sem nú vekja hvað mesta athygli, Nynne eftirJonas Elmer sem ersprottin úrstelpubók- menntum okk- ar tíma og heimildarmynd um George Michael. Engin Islensk mynd er skráð á hátiðina. Opnunarmyndin er ný mynd Emirs Kusturicas, Llfið er kraftaverk. Sýningar verða í velflestum kvikmyndahúsum borgarinnar og kostar almennur miði 65 dkr. en passi sem gildir á allar sýn- ingar 500 dkr. Vefur hátlöarinnar er httpV/www.copenhagenfilmfesti- val.dk. EDINBORGARHÁTIÐIN - kvikmynda- deild sem líka er alþjóðleg fer afstað þann 17. ágúst og opnar með kvik- mynd Richards Grant, leikarans góö- kunna, Wah Wah sem lýsir bernsku hans IAfríku. Það verður vart tölu komið á þann fjölda atburða sem tengjast hátlðinni, t.d. fundir og endur- lit á verkum Michaels Powell. Maysles og MacLaren eru kynntir sérstaklega og svo er boðið upp á kynningar á Thelmu Shoomacher, James Tabac og Paul Shrader. Hátlðin stendur I tólf daga. Framlag íslands á hátíðinni er Bjarkarmyndband Spike Jonze, Garg- andi snilld og GuyXsem hér var tekin I fyrra og samframleidd afleyfum Steypunnar. Miðasala hefurstaðið um nokkurn tíma og hægt er aö fara á ærlegt kvik- myndafyllerí þar suður frá kjósi menn að skreppa til Glasgow og keyra yfir. Vefur hátíðarinnar er http://www.ed- filmfest.org.uk. Sjö verölaun eru afhent á hátíðinni: Áhorfendaverðlaun, besta mynd, besti leikstjóri og sá efnilegasti, stuttmynd, teiknimynd og besta heimildarmynd. Athygli I verðlaunaafhendingum bein- ist einkum að inniendu talenti, en þó eru erlendir menn tækir í sumum deildum. Þorgeir Þorgeirson tók á sln- um tíma verðlaun þarfyrirMann og verksmiöju. Hrönn Marinósdóttir hefur opnað vef. ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíöin I Reykjavlk hefur opnað vef www.film- fest.is. en hann erenn I vinnslu. Þar munu verða sýndar fjörutlu myndir og hefst hátlðin 29. september og varir til 9. október. Opnunarmynd verður Little Trip to Heaven. Stjórnandi hátlöarinn- ar, Hrönn Marinósdóttir, státar sig af þvl að hátlðin sé ekki bundin dreifing- araðilum eða framleiðendum, en I dagskrárstjórn sitja tveir valdamiklir framleiðendur: Sigurjón Sighvatsson og Balthasar Kormákur. Hátíðin nýtur stuönings menntamálaráöuneytis, borgarsjóðs og Sjóklæðagerðarinnar -* sem er framleiðandi 66 gráður norður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.