Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 Fréttir DV Pósturinn kaupir skeyta- þjónustu Gerður hefur verið samningur um kaup ís- landspósts á skeytaþjónustu Símans en skeytaþjónustan hefur verið hluti af þjónustu Símans frá því fyrirtækin tvö voru aðskilin árið 1998. í til- kynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að skeytaþjón- ustan hafi tekið breytingum á undanfömum ámm. Það verður til dæmis sífeflt al- gengara að pantanir á sím- skeytum komi í gegnum netið. íslandspóstur telur skeytaþjónustrma falla vel að núverandi starfsemi fyr- irtækisins og er stefnt að því að efla hana og bæta enn frekar. |F undir rykmys Nú er komið í ljós að á íslandi em áttatíu teg- undir af rykmýi. Af þeim eru tuttugu tegundir nýj- ar á landinu. Þetta kem- ur fram í uppfærðu teg- undatali yfir rykmý á Is- landi sem Þóra unnið. Verkefnið var unnið á Náttúrufræði- stofnun íslands sem verkefni til meistara- prófs. Þrátt fyrir að teg- undunum hafi fjölgað um tuttugu frá því sem áður var em tegundirnar fáar miðað við ná- grannalöndin. skýra af landfræðilegri einangmn íslands og norðlægri legu Hættur í djassinum Arni ísleifs, guðfaðir Jazzhátíðarinnar á Egils- stöðum, ætlar ekki að stjórna fleiri djasshátíðum en hann hefur haft umsjón með hátíðinni í átján ár. Hátíðin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og margir þekktir djassistar leikið á henni, meðal ann- arra goðsögnin Guðmund- ur heitinn Ingólfsson. Menningarpostular eystra munu ákveða á næstu dög- um hvort djasshátíðin sé dauð eða hvort nú verði einungis kaflaskil. Lögreglan telur sig hafa heimild til að leggja i stæði hreyfihamlaðra. Öryrkja- bandalagið segir stæðin aðeins ætluð hreyfihömluðum. Öryrkjar ósátiir við lögregluna sem leggur í staeði laUaðra Vegfarandi náði mynd af lögreglubíl í sérmerktu stæði fyrir hreyfíhamlaða við Reykjavíkurflugvöll á föstudaginn. Lögreglan telur sig hafa heimild til að nýta sér stæðin í neyðartilvikum, en öryrkjabandalagið segir að stæðin séu aðeins fyrir hreyfihaml- aða og lögreglan megi ekki nota þau. Eins og DV greindi frá í gær náð- ist ljósmynd af lögreglubíl sem lagt var í stæði hreyfihamlaðra á Reykja- víkurflugvelli. Geir Jón Þórisson, yf- irlögregluþjónn í Reykjavík, kannaði málið innan lögreglunnar og gaf hlaðinu þær uþplýsingar að í dag- bók lögreglunnár komi fram að lög- regla og sjúkxalið hafi verið kölluð að flugstöðinni síðastliðinn föstu- dag vegna aðila sem var í annarlegu ástandi vegna ölvunar og lýfjanotkunar og því háfi verið um b'ráðatilfelli að ræða. Jlann segir að lögreglumenn hafi ekki getaö komiö bifreiðinni fyrir annars staðar og hafi lögreglan því þurft að ' grípa til þess að leggja é* bifreiðinni í sér- merkt bílastæði hreyfihaml- aðra á meðan hún sinnti verkefninu. Að mati Geirs Jóns er eðlilegt að lögreglan hafi lagt bifreiðinni þarna enda hafi ekki gefist tími til að leita að öðru stæði fyrir lög- reglubílinn. Undrandi á vinnu- brögðunum Guðríður Ólafs- dóttir, félags- málafulltrúi örykja- Guðríður hjá Ör- yrkjabandalaginu Segir háttalag lögregl- unnarsíst til eftirbreytni. .__________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ k ;• banda- \ / lags ís- 'y‘ lands, seg- Jy1 ir að lögregl- Br an hafi enga heimild til að pá'; nýta . sérmerkt Éi bfiastæði' ‘f-r hreyfihaml- ]i ‘ aðra. Hún segir •• að lögreglan '/> eigi að vita betur i‘j en aðrir að þessi ’ stæði séu aðeins ætluð hreyfihöml- uðum og þegar full- frískir einstaklingar taki stæðin setji það hreyfi- _ _ haml- w m Staðm að verki Lögreglan var staöin að verki viö aö leggja í stæöi fyrir fatlaða. aða í mikinn vanda. „Fatlaður ein- staklingur hefur jafn lítinn tíma og hver annar, en fatlaðir eiga oft mjög erfitt með að nota almenningsstæði. Fólk segist alltaf rétt þurfa að skreppa en fatlaðir þurfa líka að skreppa," segir Guðríður, undrandi yfir vinnubrögðum lögreglunnar. Gamalt vandamál Geir Jón yfirlögreglu- þjónn Segireðlilegt að nnti stæðin í iögreglan noti stæöm neyöartilvikum. Guðríður segir að þetta sé gamalt vandamál þó eitthvað hafi slíkum brotum fækkað á síðustu árum. Hún segir að fatlaðir einstaklingar sem hafi sérstakar merkingar í bílum sínum eigi einir rétt á stæðunum og bætir við að Reykjavíkurborg hafi einmg sam- þykkt að einstaklingar með sömu merkingar eigi rétt á að leggja við stöðumæla án þess að borga fyrir. „Forsendur fyrir því að leggja í stæði hreyfihamlaðra eru að hafa þar til gerðar merkingar í glugga bifreiðar- innar," segir Guðríður. Ekki til eftirbreytni „Brot sem þessi eru litin mun al- varlegri augum í löndunum í kring- um okkur og sektir við þeim með því hæsta sem gerist í umferðarsektum. Hér á landi er sektin aftur á móti álíka há og stöðumælasekt," __0. Guðríður og finnst háttalag lögregl unnar síst til eftirbreytni. svavar@dv. Góðir grannar Svarthöfða hefur alltaf langað í góða granna eins og þeir birtast í hin- um ástsæla sjónvarpsþætti Nágrönn- um á Stöð 2. Hann hefur látið sig dreyma um notalegt fólk sem skýtur hreinlega upp kollinum heima hjá manni, fer inn á skónum, fær sér sæti og sýnir af sér kæti. „Takið af ykkur skóna!" myndi maður lfklega ósjálfrátt öskra. Svart- höfði þekkir ekki nágranna sína. Ekki frekar en fjölmargir íslendingar. Hér er fólk hvert öðru málkunnugt í mesta lagi. Svarthöfði man eftir lítilli ffétt í DV fyrir nokkru sem gaf innsýn í líf & - Svarthöfði hins íslenska nágranna. Lögreglan var kölluð til vegna hávaða í heima- húsi. Var íbúinn þá einn í húsinu að hlusta á háværa tónlist. Spurður út í hávaðann svo seint að kvöldi svaraði hann: „Ég er að halda upp á afmælið mitt." Nágrannar mannsins mættu ekki í afmælið heldur siguðu lögregl- unni á hann. Þetta er íslenski nágranninn í hnotskurn. Hann myndi fyrr senda lögregluna á mann en mæta í afmæli manns. Svarthöfði hefur reyndar Hvernig hefur þú það' „Ég var að Ijúka viö langa grein um Steinar Sigurjónsson vegna heildarútgáfu hans verka og svo er ég aö setja upp tvær barnabækur sem koma út íhaust," segir Sigurður A. Magnússon rithöfundur.„Ég er einnig búinn með bók um elsta lýöveldi í heimi, munkalýðveldi á skaga út frá Grikklandi. Fór þangað fyrir 50 árum og langar nú að fara aftur og sjá breytingarnar." | , kynnst góðum grönnum úti í hinum stóra heimi. Hann minnist sérstak- lega smábæjanna í Andalúsíu, þar sem fólk eyðir kvöldinu ekki fyrir framari sjónvarpið heldur sitjandi á plaststólum úti á götu, rabbandi við sína góðu granna. í einum bænum var gamall maður undantekning. Hann hafði fundið leið til að sitja úti á götu með nágrönnum sínum og horfa á sjónvarpið inn um dymar. Ef Svarthöfði situr úti í garði reisir hann sóltjald til að sjá ekki nágranna sinn. Á íslandi merkir „ná“ ekki ná- lægt, heldur lík. Því það er enginn munur á nágrönnum hvort sem þeir búa í Fossvoginum eða Fossvogs- kirkjugarði. Svarthöfði býr í nágreni. Einn kaffiframleiðandinn átti kollgátuna þegar hann sendi í öll hús svokallað Nágrannakaffi. Einn kaffi- skammt sem dugði til þess að bjóða nágrannanum upp á kaffi. Svarthöfði drakk kaffið sjálfúr, enda þekkir hann ekkert þessa nágranna sína. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.