Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005
Lífið DV
tyrir framan dómnelndina í tyrsta sirni
Myndi gera þetta öðruvísi í dag
„Það er ekki hægt að gleyma þessum degi,“ segir Tinna Marína Jónsdóttir
sem tók þátt í Idol-stjömuleit veturinn 2003-2004. „Ég var miklu meira
spennt heldur en stressuð, spennt að sjá hvað var um að vera þama og hvað
átti eftir að gerast." Tinna var ekki
með öllu reynslulaus en hún var
búin að taka þátt í fjölmörgum
söngvakeppnum áður en Idolið
skall á. „Mér fannst æðislegt að
taka þátt í Idol. En ef ég gæti
spólað til baka þá myndi ég gera
þetta öðruvísi," segir Tinna.
Hvað myndirðu gera öðruvísi?
„Þegar ég var í Idol var ég
miklu meira að hugsa um að
syngja en að „performa". Svo
æfði ég mig rosalega lítið í allri
þessari keppni en ef ég væri að
taka þátt aftur þá myndi ég taka
þetta mun alvarlegar," segir
Tinna.
Hver eru þín skilaboð til
þeirra sem eru að taka þáttíár?
„Takið þessu alvarlega því
þetta er þess virði," segir Tinna,
sem sér ekki hót eftir því að
hafa tekið þátt í Idol-stjömu-
leit. Enda hefur keppnin opnað
henni fjölmargar dyr. Hún seg-
ir það líka ástæðulaust að vera
hræddur við dómnefndina.
„Til hvers að vera hræddur? Ef
þeim finnst þetta vera ljótt
sem þú ert að gera þá verður
bara svo að vera. Ef maður
kann ekki neitt þá er dóm-
nefndin að gera manni greiða
með því að segja sína skoð-
un.“
Nú standa yfir fyrstu áheyrnarpruf-
ur í Idol-stjörnuleit víðs vegar um
landið. DV hafði samband við
nokkra fyrrum Idol-keppendur og
fékk þá til að rifja upp daginn þeg-
ar þau fóru fyrst í áheyrn-
arprufur í Idol stjörnuleit.
Stefndi á topp 200
„Ég man að ég var rosalega hissa á því
hvað það væm margir mættir prufurnar," seg-
ir Karl Bjami Guðmundsson þegar hann rifjar upp
daginn þegar harm mætti á Hótel Loftleiðir. Eins og
alþjóð veit sigraði Kalli Idol-stjömuleit veturinn
2003-2004, en það var eitthvað sem hann átti síst von
á. „Ég hugsaði: „Maður má vera góður ef maður kemst
niður í 200". Af því það var svo mikill haugur af liði
mættur þarna," segir Kalli. „Ég var soldið stressaður yfir því
hvað það væm margir þama. Ég vissi ekkert hvemig fólk var
að standa sig. Ég heyrði fólk vera að æfa sig baksviðs. Sumt var
flott, annað ekki. Liðið kom þama út með grátstafina í kverkunum
eftir dómnefiidina og ég fór reglulega inn á klósettið til að riija upp
tóninn minn því það vom allir syngjandi í kringum mig."
Kalli segir að hann hafi ekki verið búinn að æfa sig mikið þegar
hann mætti á Hótel Loftleiðir. „Ekki fyrir fyrstu áheym-
arpmfumar, það var bara svona „lets do it.“ Svo fór
maður að átta sig á því að maður gæti gert eitthvað og
þá fór ég að æfa mig meira," segir Kalli. „Mér datt
það ekki til hugar að ég ætti eftir að ná svona
langt. Ég var að vona að ég kæmist eitthvað
áfram á þessari fyrstu pmfu, einhver myndi
taka eftir mér þá og fannst það bara nóg,"
segir Kalli sem fékk mun meira en hann hafði
óskað sér út úr Idol -keppninni.
Var skjálfandi
á beinunum
„Það var þvílíkt stress í gangi og ég var
skjálfandi á beinunum," segirÁrdís Olöf Vík-
ingsdóttir um sínar fyrstu áheyrnarpmfur. Ár-
dís tók þátt í Idol-stjörnuleit veturinn 2003-
2004. „Biðin var verst. Að bíða svona lengi það
magnaði allt stressið upp. Maður hefði ekki
þurft að vera svona stressaður en stemningin
og andrúmsloftið var einhvern veginn þannig."
Ardís Ólöf segir að stressið hafi mnnið af
henni þegar hún kom inn í dómaraherbergið.
„Ég var ekkert stressuð þegar ég var komin inn
og byrjuð að syngja."
Vissirðu að þú ættir eftir að komast svona
langt?
„Ég hafði vonir um að komast eitthvað
áfram, en maður vissi ekkert hvað maður væri
að fara út í. Svo þegar maður var kominn í
Smáralind þá var þetta öðruvísi. Þá var maður
föstudag eftir föstudag og mér fannst eins og ég
væri að taka þátt í einhverri sýningu frekar en
keppni. Svo þegar maður var syngja og var að
bíða eftir úrslitum kosninganna þá fann maður
náttúmlega fyrir keppninni," segir Ardís.
Þú mælirmeð þvi að taka þátt?
„Algerlega, þetta er rosalega mikið tækifæri
fyrir unga söngvara að koma sér á framfæri."
Aldrei stressuð
„Nei, ég er aldrei stressuð," segir
Valgerður Friðriksdóttir sem tók
þátt í Idol-stjörnuleit veturinn 2004-
2005. „Ég náttúrulega tók þátt í Eyj-
um og biðin var ekki það mikil þar."
Varstu þá bara ekkert stressuð?
„Maður fékk svona smá fiðring."
Valgerður gerði sér engar vonir
um að komast eins langt og hún
komst. „Nei, þegar ég fór í Austurbæ
tók ég með mér eitt sett af fötum af
því að ég hélt ég myndi detta út
þyrfti ekkert að vera á sunnudegin-
um. Var búin að panta mér fyrra flug
heim og allt. Svo þegar ég komst
áfram lenti ég í tómum vandræð-
um," segir Valgerður.
Varstu ekkert hrædd við dóm-
nefndina?
„Nei ég var ekkert hrædd við
dómnefhdina, þau em bara venju-
legt fólk. Ég fékk einmitt komment
frá þeim fyrir öryggi. Ég hef komið
fram á leiksviði nokkrum sinnum og
mér fannst þau þrjú ekkert vera neitt
rosaleg," segir Valgerður.
Þú hveturfólk tilþess að fara?
„Já ekki spurning. Ef þú heldur að
þú kunnir ekki neitt þá er bara fínt
að fara hvort sem er og kanna sína
stöðu. Ég fylgdi einmitt vini mínum
á Loftleiði um helgina. Hjálpaði
honum að velja föt og svona og
hann komst áfram," segir Valgerður.
‘ ffe 1
yy \
Fann á sér að hún
myndi komast áfram
„Þetta var geðveik tilfinning," segir Lísebet
Hauksdóttir um sínar fyrstu áheyrnarpmfur, en
þær fóm fram á Akureyri. „Alveg í fyrstu pmf-
unni þá ætlaði ég mér að komast áfram og fann
einhvern veginn á mér að það ætti eftir að ger-
ast," segir Lísebet. „Ég spurði einmitt Kalla
Bjarna hvort ég mætti ekki syngja fyrir hann og
bera hæfileika mína undir hann. Hann gaf
grænt ljós á þetta."
Lísebet setti stefnuna á topp 32 og það gekk
eftir. „Þegar ég komst ekki áfram í topp 32
dreymdi mig að ég ætti eftir að komast áfram í
dómaravalið."
Fannst þérþað vera þess virði að taka þátt í
Idol-stjörnuleit?
„Mér fannst það tvímælalaust. Enda segi ég
öllum sem ég veit að kunna að syngja að láta
vaða. Ég er einmitt búin að vera að þjálfa þrjá
krakka sem ég þekki fyrir prufurnar á fimmtu-
daginn," segir Lísebet, en þá mun dómnefnd-
in gera sér ferð til Akureyrar og finna sér
kræsilega norðanmenn.
En varstu aldrei stressuð?
„Það var ekki fyrr en í topp tíu sem maður
varð almennilega stressaður í raun og veru,"
segir Lísebet.