Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 34
Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20 400 kr. / bíó! Blldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu Svnd kl. 6 ISLEHSKT TAL Sýnd kl. 61 þrhridd W ‘FXOWJBH IPIMGESI' YARB Sýnd kl. SJO, 8 og 10:15 I Sýnd kl. 10:15. b.U4 www.laugarasbio.is Lífið eftir vinnu Tónleikar • Plötusnúður- inn Danni Deluxe stjórnar tónlistinni á Prikinu í kvöld. Danni spilar hip hop skotna danstónlist sem bræðir stelpurn- ar, rétt eins og hann sjálfur. íslandsvinirnir Harrison Ford og Calista Flockhart eru greini- lega gæðablóð inn við beinið. Fyrsta eiginkona Harrisons þjá- ist af MS og þau láta sér ekki nægja að borga allan kostnað að veikindum hennar, heldur sinna henni bæði á sjúkrabeðnum. Calista hjálpar fyrstu eiginkonu Harrisons i veikindunum • Alexandra Chemyshova sópran og Gróa Hreinsdóttir píanó- og orgelleikari, halda tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju klukkan 20. Tón- leikarnir eru hluti af dagskrá Ljósanætur 2005. Hilmar Jónsson rithöfúndur verður kynnir auk þess sem hann les eigin ljóð milli söngatriða. Ókeypis inn. • Tónlistarmaðurinn og plötuút- gefandinn Kasra Mowlavi treður upp á fastakvöldi Breakbeat.is á Pravda klukkan 21. Upphitun verður í höndum fastasnúðanna Kalla og Gunna Ewok. Myndlist • Ólöf Nordal opnar sýningu á ljósmyndaverkum í i8 klukkan 17. Galleríið er opið miðvikudaga til föstudaga frá 11-17, laugar- daga frá 13 til 17 og eftir samkomu- lagi. Calista Flockhart hjálpar til við að h'ta eftir fyrrum eiginkonu Harrisons Ford sem er dauðvona. Leikkonan, sem frægust er fyrir hlutverk sitt í Ally McBeal, hefur verið á föstu með Harrison í þijú ár. Hún hefur nú sýnt af sér mikla umhyggju og fómfýsi og hjálpar til við að sinna og h'ta efdr Mary Marquadt, sem er með MS-sjúk- dóminn á háu stigi. Eins og kunnugt er vom þau Harri- son og Calista stödd hér á landi fyrir skemmstu og snæddu meðal annars kvöldverð áAustur-Indíafélaginu. Mary er 61 árs og giftist stórleikar- anum Harrison Ford árið 1964. „Harrison hefur verið sannur vinur og alveg frábær við mig. Cahsta hefur líka verið alveg yndisleg," segir Mary. Harrison og Mary vom gift í 15 ár og þau eignuðust tvö böm saman. Harrison keypti hús handa fyrr- verandi eiginkonu sinni og borgaði sömuieiðis fyrir endurbætur á því svo það hentaði henni sem best vegna veikindanna. Auk þess borgar Harri- son alla reikninga Mary vegna veik- indanna og hefur ráðið ráðskonu til að sjá um heimilið. „Harrison hefur alger- lega staðið með mér í gegnum erfiðustu tímana, og biður ekki um neitt í staðinn. Ég mun alltafelska hann fyrir það hvað hann hefur gert." Mary greindist með hrömunar- sjúkdóminn fyrir fimm ámm og á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð Harrisons: „Harrison hefúr algerlega staðið með mér í gegnum erBðustu ú'mana, og biður ekki um neitt í stað- inn. Ég mun alltaf elska hann fýrir það sem hann hefur gert.“ Harrison, sem kvæntíst annarri eiginkonunni, Mehssu Mathison árið 1983, viðurkenndi nýlega að hann sæi eftir því að hjónaband hans og Mary skuh ekki hafa gengið. Þau skildu skömmu eftir að Star Wars sló í gegn. Harrison og Calista Sjá algerlega um fyrstu eiginkonu Harrisons sem þjáist af MS-sjúkdóminum. Þau voru stödd hér á landi fyrir skömmu. „Það sem ég sé mest eftir er að fyrsta hjónabandið fór út um þúfur. Ég gerði mistök þegar ég var ungur sem ég vil helst ekki játa. Eg hef breyst síðan." Hilary Duffer prúð stúlka Hiiary Dufffinnst hallærislegt þegar ungstirnibyggja upp ímyndirsín- ar á djammi og kynþokka. Hún segirað tánings- poppstjörnur á borð við Jessicu Simpson og Britney Spears muni sjá eftir þvi að hafa sýnt svo mikið hold á yngri árum.„Það er alveg fínt að gera það sem maður vill gera," segir hin prúða Hilary.„En það er al- veg fáránlegt að vera að klæða sig úr öllum fötunum og djamma á hverju kvöldi og halda svo að það sé tákn um þroska." SkautSuge sjálfan sig? Ódámurinn Suge Knight var skotinn um helgina eins og DV greindi frá gær. DV greindi einnig frá því að vangaveitur væru um að The Game hefði staðið að baki árásinni. Lög- reglan hefur lýst eftir manni i bleikri skyrtu. Nú eru komnar nýjar tilgátur varðandi skotárásina. Lögreglan tel- ur að Suge hafi fyrir slysni skotið sjálfan sig með byssu sem var í buxna- streng hans. Suge hefur haldið því fram að hettuklæddur maður hafi skotið sig, en lögreglan segir að Sugehafi snúið baki í árásarmann- i inn, efhann þá var J tilstaðar. Happens Secretly er þriðja plata Kippa Kanínus sem er listamanns- nafn Guðmundar Vignis Karlsson- ar. Hinar fýrri, í síðdegiskaffinu sí- gild hljómlist, sem hann handgerði og dreifði sjálfur og Huggun, sem kom út hjá Tilraunaeldhúsinu árið 2002 höfðu að geyma naumhyggju- lega raftónlist - ljúfar melódíur og ferska takta. Þær voru báðar mjög heilsteypt og flott verk, fullkomnar á sinn hátt. Á nýju plötunni er Kippi að þróa tónlistina áfram. Skröltandi raftakt- arnir og fínlegar melódíurnar eru enn á sínum stað, en nú syngur hann í nokkrum laganna og hefur Kippi Kaninus Happens Secretly Svarti/12 tónar ★★★. Ólík öllu öðru bætt við fleiri hljóðfærum: Orgel- um, strengjum og röddum. Þessar tilraunir eru góðra gjalda verðar, en útkoman úr þeim er svolítið mis- jöfri. Kirkjuorgelhljómurinn í laginu A Soft Living Thing gefur því mjög sérstaka stemningu og kór-bak- raddimar, sem oft eru á mörkum þess að heyrast, koma sums staðar skemmtilega út. Hinsvegar er ég ekki jafn sannfærður um söng Kippa sjálfs. Hann er of óafgerandi, eins og hann þori ekki alveg að láta í sér heyra. Gengur ekki alveg upp finnst mér. Þrátt fyrir það er þetta ágæt plata. Hún er ólík öllu öðru sem maður hefur heyrt á árinu og það er að sjálfsögðu jákvætt. Tiaustijúlíusson Langþráður draumur Benedikts Hermanns Hermannssonar er að rætast Benni heldur útgáfutónleika „Ég er búinn að vera allt oflengi að vinna íþessum diski,"segir Benedikt Hermann Hermannsson, forsprakki hljómsveitar- innar Benni Hemm Hemm. Sveitin sendir nú frá sérsína fyrstu breiðskífu og heldur tónleika afþví tilefni ÍTjarnarbiói á föstu- dagskvöidið. Breiðskífan samanstendur af 12 iögum, sem tekin voru upp í sund- lauginni á Álafossi, og KlinK og BanK.„Ég og konan mín höfum búið til útgáfufýrir- tæki sem heitir Smákökurnar; það gefur diskinn út,"segir Benedikt, en það eru 12 Tónar sem sjá um að dreifa disknum. Hljómsveit Benna Hemm Hemm erskip- uð 13 hljóðfæraleikurum, og erhver öðr- um færari. Allir munu þeir koma fram á útgáfutónleikunum, að aukimun Ragnar Benni Hemm Hemm-band Heldur útgáfutón- leika á föstudaginn. Kjartansson koma og taka lagið sem sér- stakur gestur. Það mun Stórsveit Nix Noltes sem hita upp fyrir Benna Hemm Hemm. Húsið opnar idukkan 21 og fer forsala aðgöngumiða fram í 12 Tónum við Skólavörðustíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.