Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 33
Menning DV Á morgun opnar Ólöf Nordal sýningu á ljósmyndaverkum í gallerí i8 á Klapparstígnum. Þar dregur hún afbrigðileg dæmi úr ríki dýranna inn á ný en augljós merkingarsvið. Ólöf Nordal myndlistarkona A sýningu hennar eru sjaldséðir hvítir hrafnar og setjast að með eftirminnilegum hætti á net- himnu og I minninu. DV-Mynd Stefán Eitt verka Ólafar á sýningunni „Sem snöggvast er engu likara en maður sjái fuglana fíjúga, en frekari skoðun leiðir I Ijós að sérhver þessara hvitingja er lífvana, liggjandi á annarri hliðinni með samanbrotna vængi.,, Ólöf Nordal hefur á síðustu árum sótt efnivið í myndlist sína í íslenska menningararfleifð, þjóð- sögur og sagnir sem eru sprottnar úr íslenskri náttúru og dýraríki. Áberandi er könnun hennar á af- brigðum og frávikum frá hinu eðli- lega í náttúrunni, en sú nálgun hennar á síðan beint erindi við samtfmann og spyr m.a. spurninga um inngrip mannsins í hið náttúru- lega. Á sýningunni íslenskt dýrasafn birtast ljósmyndir af uppstoppuð- um dýrum sem eru, eða hafa verið, í íslenskum náttúrugripasöfnum og flokkast undir náttúrufrávik, og sem listamaðurinn hefur tekið og sett aftur út í náttúruna. Hvítir hrafnar, tvíhöfða lömb og skoffín eru allt hluti af höfundarverki Ólafar. Fugl á klöpp Göngumenn við Skerjafjörð kannast við Geirfugl hennar sem stendur þar á fjöruklöppum skammt vestan Nauthólsvíkur. Sá minnisgripur er í stórum hlutföll- um, eins konar risavaxin minning um hvernig okkur hefur farist við nágranna okkar, fuglana. Síðasta geirfuglinum stútuðu menn 1844. í skrifi um myndlistarmanninn í tilefni sýningarinnar segir Eva Heisler: „Árið 1996 hélt hún sýn- ingu í Nýlistasafninu á gifsafsteyp- um af dýrum sem lýst er í íslensk- um þjóðsögum og stillti þeim upp eins og nýklassískum mannamynd- um. í innsetningu frá 2005 sem hún nefndi Hanaegg sýndi listakonan myndbandsverk af fljótandi fóstur- laga formum með fullþroska brjóst; sköruðust þar myndrænar frásagn- araðferðir nútíma læknavísinda og klámiðnaðarins." Hvítir fuglar „Myndröðin íslenskt dýrasafn samanstendur af stórum ljósmynd- um af dýrum sem eru eða hafa verið í íslenskum náttúrugripasöfnum. Tíu þessara ljósmynda sýna hvít- ingja sem fundist hafa í íslenska fuglastofninum. Þar á meðal eru hvítur hrafn, hrossagaukur, kría, þröstur og lundi. Fuglarnir svífa í lausu lofti á miðri mynd og snúa lit- lausir goggar þeirra til vinstri og bleikir fætur þeirra til hægri. Bak- grunnur myndanna er himinninn yfir Reykjavík, þakinn skýjabólstr- um. Sem snöggvast er engu líkara en maður sjái fuglana fljúga, en frekari skoðun leiðir í ljós að sérhver þessara hvítingja er lífvana, liggj- andi á annarri hliðinni með saman- brotna vængi. Við þekkjum alla þessa fugla á goggunum, flangan gogginn á hrossagauknum, snubb- óttan gogginn á lundanum, en hvíti liturinn gerir þá yflrnáttúrulega að sjá. Samanskroppnir búkar fugl- anna stangast á við ólgandi himin- inn, þar sem hvítleika fjarveru og náttúrulegs fráviks er telft gegn hvítleika sem sprottinn er af nátt- úrulegri virkni og nærveru..." Svona er skoffín í sjón „...Ljósmyndaröðin Islenskt dýra- safn geymir einnig mynd af upp- stoppuðu dýri sem talið er vera Með góðfúslegu leyfi listamannsins og gallerí i8 skoffín, afkvæmi hunds og refs. Þetta dýr var meðal nokkurra undarlegra hvolpa sem komu undan tik, stuttu eftir að hún hvarf af bæ í afskekktum dal á Norðurlandi. Dýrið var mann- elskt en sýndi einnig af sér hegðun sem minnti á ref, til að mynda átti það til að glefsa í snoppur á kindum. Einnig þótti óvenjulegt að dýrið gelti ekki og var náttúrulaust. En vegna allra sögusagnanna um dularfullan uppruna og sérkennilega hegðun dýrsins var fagmaður á staðnum fenginn til að stoppa það upp eftir að því var lógað“ Karlmaðurtil áts Ólöf Nordal sem er fædd 1961 stundaði nám við M.H.Í., í Hollandi, við Cranbrook Academy of Art og Yale University School of Art. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og er- lendis. Þetta er önnur sýninga Ólafar í i8, en á þeirri fyrri, Corpus dulcis 1998, sýndi Ólöf afsteypu af karlmannslíkama úr súkkulaði sem gestir gátu gætt sér á og vakti sú sýning mikla athygli. Torfærukeppni fjarstýrðra bíla verður haldin 4. september á athafnasvæði Gæðamoldar í Gufunesi. Keppt verður í Monster Truck, Stadium og Buggy flokkum. Skráning er á heimasíðu Smábílaklúbbs íslands www.sbki.is. _____„__. .. 'úmsrumúsio Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is GRUNNNÁMí M YNDBANDAVINNSLU - stafræn klippning og eftirvinnsla . AOa GIGTARFELAG ÍSLANDS Leikfimi hjá Gigtarfélagi íslands Haustönn hefst 5. september Cóð alhliða leikfimi. Hentar fólki með gigt og önnur stoðkerfisvandamál. Einnig þeim sem eru að hefja þjálfun og vilja fara rólega af stað og fá góða leiðsögn við þjálfun. Bakleikfimi karla. Hressileg liðkandi og styrkjandi þjálfun fyrir karlmenn. Sérhæft fyrir einstaklinga með gigt og þá sem þurfa að fara varlega. Orka og slökun - nýr hópur. Endurnærandi og rólegir tímar sem henta vel þeim sem vilja byggja upp orku og minnka streitu og/eða spennu. Vatnsleikfimi I Sjálfsbjargarlaug. Hátúni 12. Skráning á skrifstofu G.f. NÝTT - Bætt heilsa með hreyfingu og þyngdarstjórnun. Hugað er að góðri næringu, hreyfingu, hvíld, þyngdarstjórnun og öðru sem stuðlar að góðri líðan og heilsu til framtíðar. Hefst mánudaginn 19. september. Fagfólk með sérmenntun og langa reynslu sér um alla þjálfun. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu G.I., Ármúla 5, sími 5303600 Ert þú einn afþeim sem átt stafræna upptökuvél og langar til að læra að vinna efnið oggera það sem sölumaðurinn sagði að hægt væri að gera? Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. Nemendur verða að hafa góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt er að nemendur eigi eða hafi aðgang að stafrænni tökuvél. Kennt er á Premiere klippiforritið frá Adobe sem er eitt visælasta forritið á markaðnum í dag. ■ Kvöldnámskeið Mán. & mið. 18-22 og laugard. frá 13 -17 Byrjar 3. og lýkur 14. sept. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA . ntv.is = 544 4500 OG Á NTV.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.