Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 Sálin DV Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú getur sent þeim bréfá kaerisali@dv.is Er mikil fjölskyldumanneskja Ég fer mjög mikið ræktina og finnst voða gott að fá útrás þar," segir Ingunn Sigurpáls- dóttir sem hlaut annað sætið í keppninni Ungfrú ísland nú fyrr á árinu. Ingunn segist vera mikil fjölskyldukona og henni líði einna best í faðmi vina og ættingja. „Mér finnst gott að vera með fjölskyldunni minn og finnst gott að láta mér líða vel með þeim." Erfitt að pissa á almenningssalernum lón Bjarni Jónsson er í forsvari fyrir sjálfshjálparhóp fólks með félagsfælni hér á landi ásamt Jóni Gunnari Hann- essyni lækni. Báðir hafa þeir glímt við þau vandamál sem þessi sjúkdómur veldur. Þeir segja að oft geri fólk sér ekki grein fyrir því hve alvarlegar af- leiðingar hann hefur, en tíðni sjálfs- morða og alkohólisma er mun hærra meðal þessa hóps en almennt gerist. Fálagsfælni bp alvarlegur sjúkdómur Sælveríð þið! Ég hef lengi átt í erfiðleikum með að pissa á almenningssalernum og var að velta fyrir mér hvort að þetta sé þekkt vandamál, hvað veldur þessu og hvort þetta veldur fólki miklum erf- iðleikum í lífinu? kveðja, einn meö feimiia blööru. Sællvertu Að eiga í erfiðleikum með að pissa á almenningssalernum eða „feiminn þvagblaðra" (shy bladder, bashful bladder, paruresis) eins og það hefur verið nefnt, er frekar þekkt vandamál. Hinsvegar er það kannski ekki vandamál sem mikið er talað um. Þetta vandamál er venjulega flokkað sem félagslegur kvíði eða félagsfælni. Fólk sem er með svokallaða „feimna þvag- blöðru" þjáist oft af félagslegum kvíða við aðrar aðstæður en þó alls ekki alltaf. Truflandi í daglegu lífi Það sem einkennir einstaklinga sem þjást af þessu er að þeir eiga í erfiðleikum með að pissa í félags- legum aðstæðum eins og á al- menningssalernum. Það er reyndar mjög mismunandi hversu mikið blaðran er „feimin", og þá hversu mikið þetta vandamál truflar ein- staklinginn í daglegu lífi. Sumir eiga aðeins í erfiðleikum með að pissa þar sem þeir geta ekki lokað að sér, aðrir geta alls ekki pissað á almenningsklósetti og enn aðrir geta aðeins pissað heima hjá sér. í verstu tilfellum upplifir einstak- lingurinn að hann geti aðeins piss- að heima hjá sér þegar hann er al- gjörlega einn og með lokað og læst inn á klósett. Ef við reynum að átta okkur á því hvað það er sem hefur áhrif á hvort einstaklingur með „feimna þvagblöðru" getur pissað eða ekki eru nokkur atriði sem mik- ilvægt er að skoða. Það fyrsta er hvort eitthvað fólk er nálægt við- komandi og ef svo er hverjir það eru og hversu marga er um að ræða. Fjarlægðin sem fólk er frá einstaklingnum er mikil- vægur áhrifaþáttur á það hvort fólk getur pissað eða ekki. Hljóð geta líka haft áhrif, þar sem sumum finnst erfitt að pissa ef það er mikill skarkali meðan aðrir eiga auðveldara með að pissa í skarkala. Það virðist líka sem mismunandi tilfinningasveifl- ur hafi áhrif á hvort fólk geti pissað, en þar er kvíði lang algengasti áhrifaþátturinn. Þar af leiðandi skiptir miklu máli fyrir einstakling- inn að ná að slaka nægjanlega á til að geta pissað. Ástæður vandans En hvers vegna á fólk í erfiðleik- um með að pissa? Hjá mörgum er ekki hægt að finna neina sérstaka skýringu á meðan aðrir geta rifjað upp gamla minningu eins og að hafa verið niðurlægðir á meðan þeir voru að pissa þegar þeir voru á barnsaldri. En áður en við fullyrðum að fólk sem á í erfiðleikum með að pissa sé með „feimna þvagblöðru" er mikil- vægt að útiloka fyrst önnur líkam- leg vandamál með blöðruna. „Feimin þvagblaðra" er eingöngu sálfræðilegt vandamál sem tengist því, að í ákveðnum félagslegum að- stæðum kemur sálrænt ástand í veg fyrir að fólk geti pissað. Fólki getur verið mikið mál að pissa í mjög langan tíma eins og 16-20 tíma en nær ekki að pissa fyrr en það kemst í nægjanlegt næði. Þessir sömu ein- staklingar eiga síðan í engum vand- ræðum með að pissa í afslöppuð- um aðstæðum þar sem ekkert fólk er nálægt. Ef erfiðleikarnir eru við allar aðstæður er mjög líklega um líklamlegt vandamál að ræða. Fólk ranglega dæmt fyrir vandamálið í Bandaríkjunum hefur borið á mörgum málum þar sem fólk hefur verið ranglega „dæmt" fyrir þetta vandamál. Algengt er orðið á vinnustöðum, fangelsum og við aðrar aðstæður að fólk þarf að gefa þvagsýni til að útiloka neyslu. Fólk með feimna þvagblöðru getur átt í miklum erfiðleikum með að gefa þvagsýni viðrþessar aðstæður og hefur sem dæmi misst vinnu vegna erfiðleika við að gefa þvagsýni. Þar sem erfitt hefur verið að greina á milli þess hverjir séu með feimna þvagblöðru og hverjir séu með „slæma samvisku" og vilja því ekki pissa, hafa oft verið hvatt til þess að staðir sem krefjast lyfjaprófana breyti um aðferðir og noti frekar aðrar prófanir (munnvatn, hársýni, blóðprufúr, o.s.frv.) Vandinn unninn Það getur verið mismunandi, eins og áður sagði, hversu mikið feimin þvagblaðra truflar fólk og hvort fólk þurfi að yfirvinna vand- ann. Sú aðferð sem hefur reynst best við þessum vanda er byggð á hugrænni atferlismeðferð þar sem einstaklingurinn tekst smám sam- an á við „erfiðari" og „erfiðari" að- stæður við að pissa og yfirvinnur þannig vandann á mjög skömmum tíma. Gangiþérvel kveöja Bjöm Haröarson sálfræðingur og Eygió Guömundsdóttir sálfræömgur „Þetta er fötlun, hæfileikar fólks með þennan sjúkdóm ná ekki að njóta sín ef ekkert er að gert," segir Jón Bjarni Jónsson, sem hefur glímt við félagsfælni frá því hann man fyrst eftir sér. Hann leitaði sér þó ekki að- stoðar fyrr en hann sá þátt með Sirrý þar sem íjallað var um þennan vanda sem svo miklu fleiri eiga við að etja heldur en fólk gerir sér grein fýrir. Jón segist nú vera í bata og hefúr harrn meðal annars tekið að sér að vera í forsvari fyrir sjálfshjálparhóp á veg- um Geðhjálpar ásamt Jóni Gunnari Hannessyni lækni sem einnig hefur átt við sama vanda að stríða. Margir gefast alveg upp Sjúkdómseinkennin lýsa sér oft- ast þannig að fólk fyllist miklum ótta þegar það er statt meðal íjölda fólks. Algengt er að einstaklingi með félags- fælni þyki óþægilegt að fara í fjöl- skylduboð, verslanir eða í skólastofu þó misjafht sé hversu víðtæk áhrif þetta hafi á líf fólks. Þeir sem verst eru haldnir eiga til dæmis erfitt með nær alla umgengni við fólk. „Það hjálpar mikið að hitta fólk sem stendur í sömu sporum og getur talað um vandamálið, en það eru margir sem eiga of erfitt með að koma þessa fundi. Ég þekki líka dæmi um að þetta hafi orðið fólki oft erfitt, það hefur þá hreinlega gefist upp og látið sig hverfa alveg," segir Jón Bjami og glöggt má greina hryggð í rödd hans. Sjálfur segist hann þó hafa verið heppinn þar sem hann eignaðist konu sem sýndi vanda hans mikinn skilning. „Hún hjálpaði mér mikið og þó við séum skilin í dag erum við miklir vinir," segir Jón Bjami glað- lega, en eitt af þeim vandamálum sem oft fylgir fælninni eru erfiðleikar við kynnast fólki. Börnin glíma við mikinn vanda Jón Bjarni segir félagsfælni mjög vangreinda og fremur lítið rannsak- All levels of classes. IMew courses will start in September. __ „ . mmmmm Innritun fer fram á Grensásvegi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is ........M' Kennt á öllum stigum. Ný námskeið hefjast í september. I Unglingsárin eru oft einmanaleg Einkum þeim sem gllma við geðræna kvilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.