Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 Útivist & ferðalög DV Margar borgir hafa haft sterk áhrif „Það eru margar borgir sem ég hefhrifist af. Mér þótti mjög áhrifaríkt að koma til Prag, borgin er einfaldlega eins og úr einhverju ævintýri. Ég gleymi því svo aldrei þegar ég kom til Flórens sem ungur námsmaður. Þar er er ótrúleg fegurð og i raun listaverk við hvert hús," segir Valdimar Flygenring leikari og nefnir hann að sérstaklega hafí veitingarhúsin í Flórens heillað; hrátt andrúmsloft, þjónarnir sem brúkuðu kjaft og Ijúffengur maturinn stendur upp úr íminningu hans. Valdimar getur þó ekki látið hjá líða að nefna komu sína til borgarinnar Managua i Níkaragúa, en þangað kom hannrétt eftir að miklir jarðskjálftar höfðu riðið yfír. Mjög áhrifaríkt hafí verið að ganga um rústirnar.„París hefursvo lengi átt mikið í mér en þar var ég i nokkra mánuði. Það er nú kannski bara bóndinn i mér sem heillast af borginni, en mér hefur oft fundist hún eins og þéttbýlasta sveit i heimi. Það verður svo gaman að fara til Tyrklands og kynnast þvi sem þar er,"segir hann að lokum, því eins og sjórnvarpsáhorfendur vita er von á nýjum þætti undirstjórn Valdimars, en þeir verða teknir upp við strendur landsins. dppáhalds borgin míh Njóttu haustsins Þaö er tilvalið aö njóta þessarar fögru árstlöar I skála. Skotist í skála á haustdögum Skálar Ferðafélags fslands standa nú öllum opnir eftirþví sem fram kemur á heimasíðu fé- lagsins. Það er þvi sannarlega spenn- andi að bregða sér i einn skála á haust- dögum og líta liti þess- arar fallegu árstlðar augum. Alls eru sæluhús Ferðafélagins 34 að tölu og eru þeir staðsettir víðsvegar um landið. Þau getur almenning- ur nýtt sér að vild svo lengi sem gengið er vel um, en aðild að fé- laginu er ekki skilyrði fyrir notk- uninni. Því er tilvalið fyrir ferða- fólk að renna i Landmannalaug- ar, Þórsmörk, Hvanngil, Alfta- vatn, Nýjadal eða Þverbrekkna- múla og eiga góðar stundir í góðra vina hópi í skálum. Það berþó að athuga að panta þarf gistingu fyrirfram á skrifstofu fé- lagsins. I/ ' Hressileg vltmínsprauta Löngumþótti tlmabært aö gera viö skálann á Tindfjöll- um. Tindfjallaskáli lagfærður Á heimasíðu íslenska alpa- klúbbsins er glaðst yfirþvi að Ferðafélag íslands hafi veitt 300 þúsund króna styrk til viðgerða á Tindfjallaskála íslenska alpa- klúbbsins. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og er þetta talið „hin hressilegasta vítamín- sprauta" fyrir skálann. Stefnt er að því að sinna mest aðkallandi verkefnum, skipta um glugga, laga stromprörið, endurnýja dýnurnar og taka fyrir leka svo eitthvað sé nefnt og telur Alpa- klúbburinn að vart þurfi að taka fram mikilvægi þessara við- gerða. Skálagestir vetrarins geta því leyft sér að hlakka til nota- legra vetrardaga á Tindfjöllum eftir viðgerðirnar enda fátt betra en að koma inn i góðan skála eftir erfiða ferð um fjöll og firn- indi. Fáir ef nokkrir hafa jafn mikla þekkingu á veiðum og víðáttum hálendisins og Hákon Aðalsteinsson skóræktarbóndi á Austurlandi. Hann segir hrein- dýraveiðar skemmtilegar enda sé fyllsta öryggis og heiðarleika fyrir bráðinni ávallt gætt. Hákon Aðalsteinssi Skógarbóndi og leiösögumaður hreindýraveiðimanna. Béúur wiMmiur bsr virðlngii Itrir ðýriiw srn ðmn lellir „Góður veiðimaður þarf að vera í góðu jafnvægi og hann þarf að bera virðingu fyrir dýrinu sem hann er að veiða. Það er líf sem menn eru að taka og lífinu eiga menn að bera virð- ingu fyrir," segir Hákon Aðalsteins- son, skógræktarbóndi á Austurlandi alvarlega. Hann hefur lengi leiðbeint hreindýraveiðimönnum í leit að bráð um heiðar Austurlands enda hafa fáir jafn mikla þekkingu veiðum og hálendi hér á landi. Nauðsynlegt að grisja stofn- inn Oft hefur verið sagt að veiðar séu villimannslegar og stangist á við dýravernd en því svarar Hákon þannig til að nauðsynlegt sé að grisja úr stofninum til að dýrunum líði vel. Ef stofninn verði of stór leiti þau til byggða eða finnist dauð af hungri. Honum þykir þó leitt að rjúpnaveiði- bannið hafi ekki staðið lengur en hann segir rjúpum hafa fækkað mik- ið auk þess sem hann viðurkennir að Fagur hópur á fjöllum Hákon segir hreindýraveöar nauösyntegar fyrir stofninn. honum þyki þær einfaldlega of fal- legar til að geta skotið þær. „Ég ólst upp við veiðar frá því ég var bam og oft veiddum við íjúpu yfir vetrartímann, en ég hef ekki orði svangur lengi og hef ekki skotið á gæs og rjúpu í langan tíma, og önd hef ég aldrei geta skotið. Mér finnst þær bara of fallegar," segir Hákon hrein- skilnislega. Hvorki hrifinn af virkjunum né mótmælendum Hreindýraveiðamar standa nú sem hæst og em margir tilbúnir til að leggja mikið fé undir og leggja á sig mikið erfiði til að veiða sér villibráð til matar. Hákon segir að honum sjálfum, sem og öðmm sem starfa við að leiðbeina veiðimönnunum þyki þetta heldur hversdagslegt, en hálendið sé alltaf jafnfallegt og þvf nýtur hann ávallt að fara þar um. Þótt hann sé yfirlýstur andstæðingur virkjunarinnar á Kárahnjúkum gefur hann lítið uppi um mótmælin sem nú hafa verið í fréttum. „Ég spyr nú bara hvar vom þessir menn fyTÍr fjórum ámm? Við höfum ekkert við þá að gera í dag. Fyrst það á annað borð er byrjað á þessum ffamkvæmdum vonar maður bara að þær gangi vel fyrir sig þótt ég verði aldrei sáttur við þær," segir Hákon og glöggt má greina hryggð í málrómi hans. Hann segir að verst þyki hon- um að ekki hafi mátt kanna mögu- leikanna á því að reisa gufuvirkjun, í líkingu við þær sem hafa verið reistar og er verið að reisa víða um Suður- land. Hann telur slíkar virkjanir að- einshafakostaðbrotafþví sem virkj - unin á Kárahnjúkum komi til með að kosta auk þess sem þær séu mun umhverfisvænni. „Það er mikið og fallegt land lagt undir og undarlegt hvort ekki hafi verið möguleiki á því að kanna hvort hægt væri að virkja háhitasvæðin hér í kring. Hreindýraveiðar heiðarlegar og öruggar Hann segir veiðar á hreindýmm heiðarlega veiðimennsku enda sé þess ávallt gætt að dýrin séu felld en gangi ekki særð um heiðar en það geti fólk aldrei verið visst um þegar skotið er með haglabyssu á fuglahóp. „Við leiðsögumennimir emm vel þjálfaðir og því engin hætta á því að einhver vandamál komi upp,“ segir hann sannfærandi. Ástæðumar fyrir auknum vin- sældum þessara veiða segir Hákon vera þá að fólki finnist mikil spenna fólgin í því að fella þessi stóm dýr. Menn leggi mikið á sig við þessar veiðar og þetta eigi ekkert skylt með þeim veiðum sem tíðkast sumstaðar eriendis þar sem menn láta reka dýr- in til sín. „Það er mál að eiga við hreindýr og mikið erfiði sem oft fylg- ir. Menn koma oft rennblautir, drullugir og örmagna af veiðum, en alltaf glaðir ef þeim hefur tekist vel við veiðina," segir Hákon kíminn. karen@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.