Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 Fréttir DV ðlafur Hauhur Símonarson Kostir & Gallar Ólafur er frjór og hugmynda- ríkur. Fluggreindur og fyndinn. Hann er einnig mjög glöggur á bíla. Hann heldur að engum þyki varið íþað sem hann gerir. Svo virkar hann stundum fýldur og skapvondur þótt hann sé það ekki. „Ólafur hefur mjög marga kosti. Bæði sem persóna og höfundur. Hann er frjór og fljótur að bregðast við þegar nýjar hugmyndir kvikna í ieikhúsinu. Hann fær líka endalausar hugmyndir sjálfur og vinnur vel úr þeim. Gerir góða tónlist og texta. Hann er llka þægilegur I samvinnu og frábær félagi. Við höfum þekkst iengi. Mér detta engir gallar I hug. Hann erbaraÓli." Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. „Ólafur er algjörlega fluggreindur maður. Fljótur að meta hlutina og átta sig á aðalatrið- unum íhverju máli. Á sinn alvarlega og ísmeygilega máta erhann síðan ótrúlega fyndinn. Þú finnur heldur ekki gleggri mann á bíla. Efeinhver ætlar að kaupa sér nýjan bíl er hann alltafkallaður til. Hann heyrir þá anda. Hans helsti galli er aðhann áttar sig ekki á því hvað þjóðinni þykir vænt um hann. Það vefst fyrir honum. Hann heldur að engum þyki varið íþað sem hann gerir." Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri. „Ólafur kann leikhús. Veit um hvað það fjallar. Hann hefur lika svo mikla reynslu. Mörg verk á bak við sig. Enda er hann einn affáum íslenskum höfundum sem hafa fengið að vinna eins og fagmenn. Ólafur hefurþann galla að virka stundum eins og fýldurog skap- vondur. Hann erþað þó ekki. Fólk áttar sig stundum ekki á því. Ég held að þetta sé afþvi að hann erfeiminn." Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og listrænn ráðgjafi Þjóðleikhússins. Ólafur Haukur Simonarson fæddist 4. ágúst 1947. Hann er eitt ástsælasta leikskáld þjóðarinnar og varla líður leikár án þess að nýtt verk eftir hann sé sett upp. ólafur skrif- aði verkið Halldór í Hollywood, sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næstunni. í DV fyrir helgi var sagt frá því að 120 börn bíði eftir plássi á frístundaheimili í Breiðholti. Hluta manneklunnar má rekja til lágra launa sem eru í boði fyrir þessi störf. Jón Mýrdal hefur starfað á frístundaheimili en hætti vegna lélegra launa. Jón segir að á meðan launin eru svona lág sé erfitt að ráða almennilegt fólk til starfa á frístundaheimilum. Jón Mýrdal starfaði á ffístundaheimilinu við Vesturbæjarskóla íyrir áramót í fyrra. Hann kunni starfinu vel en ekki laununum. Þá segir hann samkomulag milli kennara og starfsfólks ffístunda- heimilisins ekki hafa verið upp á marga fiska. „Það eina sem dug- ar til að halda í starfsfólkið er að hækka launin," segir Jón. Launin voru svo lág að það tók því ekki fyrir Jón að skipta skattkorti sínu og fékk hann því mjög lítið út- borgað sem starfmaður frístunda- heimilisins. 30 þúsund útborguð fyrir vinnu á frístundaheimili „Ég starfaði sem kokkur hálfan daginn og var með allt skattkortið mitt þar vegna þess að það borgaði sig ekki fyrir mig að skipta því,‘‘ seg- ir Jón. Þetta er skýringin á því að út- borguð laun Jóns voru ekki hærri en 30 þúsund á mánuði fyrir starf á frí- stundaheimili. „Mér líkaði mjög vel í vinnunni," segir Jón og bætir því við að hann hafi eingöngu hætt út af laununum. Til samanburðar má geta þess að Jón fékk 200 þúsund krónur fyrir starf sitt sem kokkur sem hann sinnti fjóra tíma á dag. Reyndi að ýta laununum upp „Ég græddi ekkert á þessu fjár- hagslega," segir Jón en bætir því við að hann hafi gert tilraun til að fá hærri laun. „Það voru gerðar ein- hverjar bjánalegar tilraunir til að hælcka launin með því að halda fundi einu sinni í viku þar sem boð- ið var upp á kók og kex,“ segir Jón. Hann segir fundina greinilega hafa verið haldna til málamiðlunar og að sínu mati ekki verið nauðsynlegur liður í vinnunni. „Það segir sig sjálft að ef launin eru lág velst vont starfsfólk til starfa," segir Jón. Hann segist ekki hafa þurft að skila sakavottorði þeg- ar hann sótti um starfið hjá frí- stundaheimilinu og bætir því við að hann telji starfið á svipuðu stigi og að smala saman körfum í Hag- kaupum. Ósamkomulag við kennara Jón segir gott fólk hafa starfað á frístundaheimilinu en að það hafi verið mikil útskipti á fólki. Jón bæt- ir því við að það hafi verið mikið af skólafólki, allt niður í 18 ára aldur. Þá segir hann fagfólk hctfa verið í minnihluta í vinnu á frístunda- heimilinu. Jón segir kennarana í Vesturbæj- arskóla ekki hafa borið mikla virð- ingu fyrir starfsfólki frístundaheim- ilisins. „Ég missti nær allt álit á kennurunum á meðan ég starfaði þarna og þeim virtist slétt sama þótt nemendur þeirra stæðu í slags- málum um leið og þeir komust úr þeirra umsjá," segir Jón. Hann starfar nú hjá Byggt og búið í Kringlunni og er sáttari við laun og vinnuaðstöðu en hann var sem starfsmaður frístundaheimilis við Vesturbæjarskóla. hugrun@dv.is P CP Fjölmörg börn biða eftir plássi á frístundaheimiii Erfiðlega hefur gengið að manna stöðurnar. Jon Mýrdal Hættiað starfa á frístundaheim- ili vegna lágra launa. Riúpnaveiði leyfð Rjúpnaunnendur geta nú tekið gleði sína á ný því Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti í gær fyr- irkomu- lag rjúpna- veiða fyr- ir haust- ið. Rjúpna- veiðar verða leyfðar á ný eftir tveggja ára bann en þó aðeins frá 15. október til 30. nóvember. Sölubann á rjúpum verður þó enn við lýði og því verður fólk að veiða sjálft í matinn eða treysta á gjaflr frá öflugum veiðimönnum í fjölskyld- unni. Stefnt er að því að ekki verði veiddar fleiri en 70 þúsund rjúpur en það er veiðiþol stofnsins að mati Náttúrufræðistofnunar. Hélt að brennisteinssýran væri áfengi Litháinn neitar sök Aðalmeðferð var í máli þrjátíu og sjö ára gamals Litháa, Thomas Oma- novas, í gær en hann var tekinn í Leifsstöð fyrir viku og reyndist vera brennisteinssýra í tveimur áfengis- flöskum sem hann hafði á sér. Oma- novas segist hafa haldið að áfengi væri í flöskunum. Ákæruvaldið heldur því fram að Litháinn sé þátttakandi í skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi og að brennisteinssýruna hafi átt að nota við amfetamínframleiðslu. Því neit- ar Litháinn alfarið. Omanovas hefur þrisvar sinnum komið hingað til lands en á hér hvorki vini né kunn- ingja. Hann segist hafa ætlað að koma til íslands til að hitta litháíska vinkonu sína sem hann hitti í Bret- landi en verið tekinn afsíðis af toll- vörðum um leið og þeir sáu að hann var frá Litháen. Þetta segir veijandi Omanovas benda til þess að að hon- um hafi verið mismunað á gmnd- velli þjóðemis. Dómur í málinu verður kveðinn upp á morgun. Sigurður Freyr er laus úr einangrun Sendur á sjúkrahús í gær Sigurður Freýr Kristmundsson, sem hefur játað að hafa myrt tvítug- an dreng í kjallaraíbúð á Hverfis- götu, er kominn í lausagæslu á Litla- Hrauni. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 22. nóvember í gær en hann hefur verið í fjölmiðlabanni og ekki fengið að hafa samskipti við neinn nema veijanda sinn, Svein Andra Sveinsson, síðan 20. ágúst. Sigurður Freyr var lagður inn á sjúkrahús í gær en samkvæmt heim- ildum DV mun hjúkmnarkona á Litla-Hrauni hafa haft áhyggjur af blóðþrýstingi hans og ákveðið að senda hann til Reykjavíkur til nánari athugunar. Sigurður missti því af aðalmeðferð sem var í gær í máli sem lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur höfðað gegn honum. Það mál tengist morðinu á Hverfisgötu þó ekki heldur er um skjalafals og um- ferðarlagabrot að ræða. Sigurður Freyr Kristmundsson Hjúkrun- arkona á Litla-Hrauni hafði áhyggjur af bióðþrýstingi hans. Drengurinn sem Sigurður Freyr myrti, Bragi Halldórsson, var jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju í gær. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.