Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005
Lífið DV
Breski grínistinn Eddie Izzard,
sem skemmti íslendingum á
Broadway síðasta vetur, hefur
verið ráðinn til þess að leika ill-
menni í nýrri kvikmynd með
Umu Thurman. Thurman mun
leika ofurhetju sem notar krafta
sína til þess að pína fyrrverandi
kærastann sinn. Fyrrverandi
kærastinn er leikinn af Owen Wil-
son. í kvikmyndinni leikur einnig
Anna Faris sem gerði garðinn
frægan í Scary Movie. Kvikmynd-
in heitir Super Ex,
Algjör hasshaus
Söngvarinn Art Garfunkel er
þekktastur fyrir verk sín með Paul
Simon er mikið fyrir kannabis-
efni. í fyrra játaði hann eign á
kannabisefnum fyrir rétti og var
sektaður í samræmi við það. Gar-
funkel sem er orðinn 63 ára og
býr í New York hefur aftur komist
í kast við lögin vegna kannabis.
Nú var hann stöðvaður af lögregl-
unni fyrir að virða ekki stöðv-
- unarskyldu. Þegar lögregluþjónn-
inn nálgaðist bíl Garfunkel fann
hann sterka lykt af kannabis og
eftir leit í bílnum fannst jóna í
öskubakkanum.
Skiptirséraf mál-
um Brad og
Jennifer
Gwyneth Paltrow er farin að
skipta sér af málum Brads Pitt og
Jennifer Aniston. Gwyneth og
Brad voru trúlofuð áður en Brad
kvæntist Jennifer Aniston. Hún
segir þau nú fá á baukinn fyrir að
hafa sagt í fjölmiðlum
hve hamingjusöm
þau voru í upp-
hafi hjóna-
_ __ bandsins/'Ég
lærði mína lex-
íu 24 ára göm-
*'~ ul," segir
Gwyneth roggin.
Skilnaður Jennifer
\Sí: og Brads er ný
genginn í gegn og
eru þau að sögn
slúðurblaða
bæði komin á
\ fast á ný.
V
Kvikmyndin Strákarnir okkar verður frumsýnd á morgun. Myndin íjallar um fær-
an fótboltamann sem gengur til liðs við áhugamannalið samkynhneigðra eftir að
hann kemur sjálfur út úr skápnum. Kvikmyndin er eftir Róbert Douglas og Jón
Atla Jónasson.
„í raun og veru er lítill munur, fyr-
ir mér er leiktexti bara leiktexti," segir
Jón Atli Jónasson um muninn á því að
skrifa fyrir leikhús eða hvíta tjaldið.
Strákamir okkar er fyrsta kvikmyndin
sem Jón Atli skrifar handrit að, en
hann hefur skrifað mikið fyrir leikhús
og vann meðal annars Grímuverð-
launin sem leikskáld ársins árið 2004
fyrir leikritið Brim.
Jón Atli er 33 ára gamall og búsett-
ur í Reykjavík. Hann stundaði nám í
MH og þar kynntist hann Róberti
Douglas sem var í myndbandafélag-
inu ásamt Degi Kára Péturssyni. Jón
Atli segir það hafa verið ánægjulegt að
skrifa handritið og að samstarf hans
og Róberts hafi gengið mjög vel.
Hann fæst mikið við íslenskan sam-
tíma í leikverkum sínum og að sögn
Jóns þá fjallar kvikmyndin á
skemmtilegan hátt um það sama.
Lék togarasjómann í Maður
eins og ég
Jón Atli skrifaði ekki aðeins hand-
rit kvikmyndarinnar heldur vann
hann líka sem aðstoðarleikstjóri í
■
kvikmyndinni ásamt því að leika hlut-
verk í henni.
„Ég hef áður leikið smá hlutverk í
Rambó 7, sem sýnt er í Þjóðleikhús-
inu og svo lék ég togarasjómann sem
seldi fæðubótarefni í kvikmyndinni
Maður eins og ég," segir Jón Atli stolt-
ur af leiklistarferli sínum. Aðstoðar-
leikstjórastarfið fór vel í Jón, en hann
starfar líka sem aðstoðarleikstjóri í
leikritinu Woyzeck, sem er verið að
setja upp í Vesturporti um þessar
mundir.
„öskrað á mig á öllum stöð-
um"
Gerð myndarinnar gekk vel segir
Jón Atli. „Það er alltaf h'tið kraftaverk
þegar íslensk kvikmynd er gerð," seg-
ir Jón og bætir því við að Strákamir
okkar hafi verið frekar flókin viðfangs.
„Hún gerist að miklu leyti í rigningu
og svo er mikið af leikurum."
Myndin er tekin upp á filmu en
kvikmyndir Róberts Douglas hafa
hingað til verið teknar upp á stafræn-
an máta. Tökur kvikmyndarinnar
gengu slysalaust fyrir sig, en Jóni Atla
er sérstaklega minnisstæður einn
dagurinn. „Við vorum að fara á milli
þriggja eða fjögurra tökustaða einn
daginn og það var öskrað á mig á
hverjum einasta stað, annaðhvort af
húsráðendum eða nágrönnum. Það
fannst mér nokkuð fyndið."
Pönk bíó
„Þetta er pönk bíómynd. Hún hef-
ur hráan en ferskan eiginleika, ekkert
kjaftæði," segir Jón Atli ennfremur.
Efiiistök hennar eru sönn segir Jón
Atli og gæti hún jafnvel nýst baráttu
samkynhneigðra á fslandi. „Þetta er
samt engin fræðslumynd um baráttu
þeirra, ekki að neinu leyti."
Strákamir okkar er grátbroslegt
tjölskyldudrama. Kvikmyndin verður
frumsýnd á morgun og almennar
sýningar heijast á föstudag. Merkilegt
er að benda á að Strákamir okkar er
fyrsta íslenska íþróttamyndin. Þegar
blaðamaður spyr svo Jón af hverju
það sé ekki búið að gera handbolta-
mynd þá svarar hann um hæl, „Við
gemm það næst, lesbíska handbolta-
mynd." halldorh@dv.is
Jón Atli Jónasson Að-
stoðarleikstjóri, handrits
höfundur og leikari í
Strákunum okkar.
Kanye West gengur allt í haginn
Gáfaðasti maðurinn í
tónlistarbransanum
Rapparinn og taktsmiðurinn
Kanye West er það heitasta í dag.
Rapparinn er að gefa út sína aðra
skífu og kemur hún út í Bandaríkj-
unum í dag. Platan heitir Late Reg-
istration og hefur Kanye hvatt aUa
aðdáendur til þess að drífa sig út í
búð og kaupa hana. Kanye segir að
hann fái ekki aur í vasann fyrr en
platan seljist í 2,6 milljónum ein-
taka. Það er vegna þess hve miklu
var eytt í gerð hennar. Kanye fékk til
liðs við sig virtar strengjasveitir til
þess að spila í lögum og var honum
það víst dýrkeypt. Á plötunni er
einnig að finna lag þar sem notast er
við Ujóðbút úr lagi með Ray
Charles. Kanye brá á það ráð að fá til
sín leikarann Jamie Foxx til þess að
syngja í laginu, en Jamie vann ósk-
arsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem
Ray Charles. Kanye ætti þó ekki að
Kanye West Þarfað selja
2,6 milljónir eintaka til þess
að græða.
vera í miklum vandræðum með að
selja 2,6 milljón plötur því nú þegar
hefur platan selst í 1,7 milljónum
eintaka í forsölu. Allt gengur annars
í haginn hjá Kanye og nú nýverið
komst hann á forsíðu Time-tíma-
ritsins og er hann eini rapparinn
sem hefur afrekað slíkt. í viðtali við
hann í Time var hann kallaður „Gáf-
aðasti maðurinn í tónlistarbrans-
anum".