Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 Fréttir DV Pompei norð- ursins fær styrk íslandsbanki verður einn bakhjarl verkefnisins Pompei norðursins. Verk- e&iið snýst um að grafa upp gosminjar ffá gosinu í Heimaey árið 1973. Vonir eru bundnar við að þetta muni auka fjölbreytni í ferðaþjónustu og afþreyingu í bænum. íslandsbanki mun veita þrjár milljónir í verk- efnið næstu þrjú árin. Sexíbúðirásjö milljónir íbúar á höfuðborgar- svæðinu hafa ekki farið var- hluta af hækkandi húsnæð- isverði undanfarin misseri. Það er þó ekki ails staðar sem þessi hækkun á sér stað því bæjarráð Bolungarvíkur hefur nú samþykkt að selja sex íbúðir í eigu bæjarins á aðeins sjö milljónir. Sölu- verð íbúðanna er aðeins rúmiega fimmtán prósent af brunabótamati þeirra. íbúð- imar eru í fjölbýlishúsi í Bol- ungarvík og hafa lengi staðið ónýttar og hafa látið mikið á sjá. Gísli Marteinn eða Stefán Jón? Sigrfður Sóiveigardóttir hundaræktandi „Stefán Jón hefur ekkert gert fyrir hundafólk og eftir fræga kommentið um vígahundana veit ég að þeir sem eiga hunda munu ekki kjósa hann. Stefán grófsína pólitisku gröf hratt með því kommenti. Við vitum hins vegar ekki enn hvar Gísli Marteinn stendur í hundamálunum en ég veit að hundafólk mun senda honum fyrirspurnir. Við erum iang- þreytt á að ekkert sé gert fyrir okkur.“ Hann segir / Hún segir „Maður er náttúrlega búinn að sjá þessa menn i fréttum. Ég held að Gísli Marteinn sé bara ágætur og Stefán Jón llka. Það veitir náttúrlega ekki afþví að stokka upp. Leyfa yngri mönnum að stíga á svið og þá eru bæði Gísli Marteinn og Stefán ágætis kostur. Ég get nú ekki sagthvorum ég myndi veita atkvæði mitt. Hef ekki stutt R-listann og sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum. “ Héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga fangelsi fyrir smáhnupl þrátt fyrir að vera á þeirri skoðun að hann gengi ekki heill til skógar. Mál mannsins, sem á við geðræn vandamál að stríða, fékk flýtimeðferð enda var honum ekki útvegaður verjandi. Framkvæmdastjóri Geð- hjálpar spyr hvers vegna ekki hafi verið tekið tillit til aðstæðna mannsins. §! | Guðjón St. Mart- einsson Dæmdi mann með geðræn vandamál í 45 daga fangelsi fyrir 7000 króna hnupl. „Ég held að það sé öllum ljóst að þessi maður gengur ekki heill til skógar," sagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í gær þegar hann var nýbúinn að dæma mann á fimmtugsaldri til 45 daga fangelsisvistar fyrir að hnupla vörum að andvirði um 7.000 króna. Ástæða ummæla Guðjóns dóm- ara í réttarsalnum var sú að honum virtist sem sakborningurinn ætti við geðræn vandamál að stríða. Sakborningurinn var þó án verj- anda í réttarsalnum og því enginn viðstaddur til að gæta hagsmuna hans þrátt fyrir að dómarinn hafi komið auga á andlega vanhæfni sakborningsins til að tjá sig um sak- arefnið. Málið var því afgreitt hratt og örugglega og maðurinn dæmdur til afar þungrar refsingar, miðað við alvarleika glæpsins sem hann framdi. 45 dagar fyrir 7.000 krónur Manninum var gefið að sök að hafa hnuplað matvörum úr verslun Nóatúns og að hafa tekið eina áfengisflösku ófrjálsri hendi úr vín- búð. Hann gerði engar athuga- semdir við sakarefnin en virtist annars hugar og ekki skilja það sem fram fór í réttarsalnum. Fram kom í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að verðmæti þess sem maðurinn hnuplaði voru rúmar sjö þúsund krónur. Fyrir hnuplið var maðurinn dæmdur til að sitja 45 daga í fang- elsi. Enginn hluti refsingarinnar var skilorðsbundinn. Ekki manninum til góðs „Þetta sýnir þann vanda sem kerfið er í gagnvart geðsjúkum," segir Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags ís- lands, en maðurinn sem var dæmd- ur í gær er skjólstæðingur banda- lagsins. Undir þetta tekur Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir úrræði ekki vera til fyrir ósakhæfa einstaklinga og því velkist þeir um í kerfinu. „í þessum tilfellum er ekki greint á milli veikinda og brota," segir Sveinn og bætir við að hann eflst „Þetta sýnir þann vanda sem kerfið er í gagnvart geðsjúkum. um að 45 daga fangelsisvist sé manninum sem um ræðir til góðs. Ekki tekið tillit til veikinda Sveinn Magnússon bendir á að starfsfólk Litla-Hrauns sé ekki þjálf- að til að sinna geðsjúkum. Réttar- geðdeildin að Sogni eigi að sinna þeim hópi en hún sé hins veg- ar troðfull og því neyðist Litla-Hraun til að taka við geðsjúkum af- brotamönnum. Spurður um um- mæli Guðjóns St. Marteinssonar hér- aðsdómara þess efnis að sakborn- ingurinn gengi aug- ljóslega ekki heill til skógar réttindi þessa manns? Ef það er augljóst í augum dómarans að maðurinn gangi ekki heill til skógar hlýtur maður að spyrja af hverju sé þá ekki tekið tillit til þess?“ andri@dv.is svarar Sveinn: „Hvað með Sveinn Magn- ússon Furðar sig á ummælum dómarans. Arnþór Helga- son Segirkerfið eiga i vanda gagn vart geðsjúkum. íbúar í Seljahverfi mótmæla hugmyndum um byggingu íbúöablokkar Vilja ekki íbúðablokk íbúar í og við Kleifarsel í Breið- holti eru æfir vegna hugmyndar um byggingu íbúðablokkar við Kleifar- sel 18 í Seljahverfi. Á lóðinni, sem áður hýsti verslunarhúsnæði, er fyr- irhugað að reisa þriggja hæða blokk sem íbúar telja að passi engan veg- inn inn í núverandi íbúabyggð. „Þeir ætla að skutla hérna niður heilli blokk," segir Þórhallur Ottesen íbúi í Seljahverfi vegna fyrirhugaðrar byggingu íbúðablokkar við Kleifar- sel. „Það er alltaf verið að tala um að þétta byggð í Reykjavík en nú er þetta gengið of langt ef litlir blettir geta ekki fengið að vera óáreittir inni í miðri íbúabyggð," segir Þórhallur sem segir íbúa í nágrenninu vera miður sín yfir þessum fréttum. „Við tókum eftir því í sumar að þeir voru byrjaðir að mæla þarna á lóðinni og höfðum í kjölfarið sam- band við skipulagsstjóra til að fá upplýsingar um hvað væri í gangi. Þar fengum við þau svör að engar framkvæmdir væru fýrirhugaðar á lóðinni. Nú nokkrum vikum síðar kemur bréf þar sem talað er um að reisa hérna þriggja hæða íbúða- blokk," segir Þórhallur og bætir við að hann hafi fengið þær upplýsingar að Hverfisráð Breiðholts hafi mælt með tillögunum. „í Hverfisráði eru meðal annars Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Þeir hafa ekki talað við neina íbúa hér," segir Þórhallur. Hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar fengust þær upp- lýsingar að kynningarbréf hafi verið sent til íbúa á svæðinu þar sem tilllagan er kynnt í grófum dráttum og íbúum gefist nú kostur á að skila inn athugasemdum til 14. septem- ber. Málið væri á byrjunarreit og nú væri beðið eftir viðbrögðum fólks við framkvæmdunum. svavar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.