Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 39
BV Síðast en ekki sist
MIÐVIKUDAGUR 3 1. ÁGÚST2005 39
Kalt úti Gottað
vera inni, já.
Sigurjón Kjartansson J
ur við að vinna inni
vegna þess að oft er
Hann vill ekki að sér 1
Ástæðan fyrir því að við íslend-
ingar höfum lengi verið samansafn
innipúka, og nennum ekki líkam-
legri útivinnu og látum erlent vinnu-
afl sjá um hana fyrir okkur, er ein-
föld. Það er kalt úti. Þetta finn ég sér-
staklega núna þegar það er komið
haust. Skólarnir byrjaðir, myrkur á
kvöldin, rigning. Þá er gott að vera
með innivinnu.
Sigurjón
Kjartansson
skrifar í DV mánudaga,
þriðjudaga,
miövikudaga og
fimmtudaga.
Gott að sofa inni
en vont að sofa úti.
Eftir að ég fullorðnaðist hafði ég
nægilegt vit til að finna mér starfs-
vettvang sem gæti að mestu verið
innanhúss. Þetta er ekki lfkamleg
vinna og ef ég er mjög syfjaður get ég
lagt mig. Ég hef líka möguleika á því
að mæta of seint og gera allt með
rassgatinu. En einhverra hluta
vegna hef ég látið það vera. Kannski
vegna þess að ég er svo þakklátur
fyrir að hafa þægilega innivinnu og
er drifinn áfram af þeirri hugsun, að
ef ég stend mig ekki í innivinnunni
þá er það bara skurðgröfturinn í
nepjunni sem bíður.
Þegar ég var yngri vann ég úti. Lét
mig hafa það að gera við girðingar,
vinna í móttöku frystihúss, grafa
upp gamlan kirkjugarð. Allt voru
þetta störf sem ég var settur í undir
þeim formerkjum að maður þyrfti
að gera meira en gott þykir. Þeir sem
muna eftir mér ffá þessum tíma geta
eflaust allir vitnað um leti mína. Ein-
hvem tímann hitti vinur minn gaml-
an samstarfsmann frá þessum árum
og hann lýsti mér þannig að ég væri
eini maðurinn sem hann vissi um
sem hefði þróað þá list að geta sofið
liggjandi fram á skófluskaft.
Gaman að leika
inni Kalt að vinna úti.
C4 4* * ,,
” Allhvasst
Það er augljóst að
gróðurhúsaáhrifin hafa ekki
náð að valda þeim skaða
sem við (slendingar
vonuðum. Fyrir mörgum er
dagurinn í dag slðasti
eiginlegi sumardagurinn.
Hann verður eins
og megnið af
sumrinu: Lítt
aðlaðandi.
é ó,
* Strekkingur
: Nokkur’ Gola
vindur
Cbi
A 0 é ▼
' Gola
>| QGola
I »-
13
Nokkur
vindur
Cbf
11 *4
1 Mnkknr
** Nokkur
vindur
£3
8
12
Cbf
9éé /
‘ Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
**
Nokkur vindur
Kaupmannahöfn 20°C París 33°C Alicante 27°C
Ósló 15°C aerun 30°C Milano 27°C
Stokkhólmur I9°C Frankfurt 30°C New York 30°C
Helsinki 17°C Madrld 36°C San Francisco 20°C
London 30°C Barceiona 28°C Orlando/Florida 32°C
es/
**
8fcb £2» _
13 (?~\
1«^ <£b
11'
Hæg breytileg átt
,y. • '.jCá.
■WHHi
Andri Ólafsson
• Skítamórall spilaði á Sjallanum
um helgina. Áður en sveitiri kom á
sviðið fóru þeir
Gunni Óla, Hebbi og
Hanni Bakk á fund
ungra kvikmynda-
gerðarmanna á Kaffi
Amor og lögðu á ráð-
in um gerð heimild-
armyndar um Móral-
inn. Þeir sem ætla að taka að sér
verkið eru víst þeir sömu og eru nú
að leggja lokahönd á
umtalaða heimildar-
mynd um þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum.
Segja kunnugir að
kvikmyndagerða-
mennimir hafi eld-
fimt efrii undir
höndunum. Þar á meðal hinn fræga 1
löðrung sem Ámi Johnsen veitti
Hreimi eftir brekkusönginn...
• Með hinum mestu ólíkindum er
hversu fréttamat hinna fréttatengdu
sjónvarpskjafta-
þátta, Kastljóssins
og íslands í dag, er
líkt. Þannig vom
Gísli Marteinn Bald-
ursson og Stefán Jón
Hafetein á báðum
stöðvum að kvöldi
mánudags. í gær varð svo ekki þver-
fótað fyrir borgar-
stjórnarframbjóð-
endum á Talstöð-
inni en Gísli
Marteinn var mætt-
ur strax í bítið, Vil-
hjálmur Þ. Vil-
hjálmsson var gestur
Ingva Hrafns Jónssonar á Hrafna-
þingi og Stefán Jón Hafetein var
mættur í síðdegisþáttinn Allt og
sumt...
• Krakkamir sem komust inn í leik-
listarskólann í vor em nú komnir á
fullt í námi sínu. Þegar leiklistar-
nemarnir ungu vom
búnir að fá stunda-
skrána í hendurnar
var þeim stefnt á
fund næringarráð-
gjafa. Ráðgjafinn
sagði nemendunum
að borða hollt og
benti þeim meðal ann-
ars á að bamamatur væri prýðis-
fæða því í honum væri mikið af
vítamínum. Ljóst er að leiklistar-
skólinn hefur lengi framleitt ein
helstu kyntákn þjóðarinnar en hina
nýju nemendur óraði ekki fyrir
hversu mikla áherslu stjóm skólans ■*
leggur á að það séu fallegir og
spengilegir kroppar sem útskrifast
úr skólanum að loknu námi...
• DV heyrir það nú frá helstu
stuðningsmönnum og ráðgjöfum
össurar Skarphéð-
inssonar að þeir séu
nánast búnir að af-
skrifa framboð Öss-
urar til borgarstjóra.
Össursjálfur hefur
verið iðinn við að
gefa slíku undir fótinn á bloggsíðu
sinni þar sem hann hefur farið
hamfömm undanfarnar vikur og
potað í mann og annan. Á síðunni
segir hann til dæmis að Dr. Ámý,
kona hans, hafi sett ofan í við sig
fyrir að vera helst tfl stríðinn við
Gísla Martein Baldursson. Sjálfur
hefur Össur gaman að því að máta
sig við borgarstjórastólinn og segir
á síðunni sinni og vísar tfl VUhjálms
Þ. Vilhjálmssonar og Gísla: „Ég þori
ekki að segja hvorn þeirra ég vfldi
takast á við ef dr. Árný myndi leyfa
mér það.“...