Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Blaðsíða 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST2005 21 Terry verður ekki með John Terry, fyrirliði Chelsea, getur ekki leiikið með Englending- um gegn Wales í undankeppni HM um helgina, vegna hné- meiðsla sem hann varð fyrir í leík Chelsea og Tottenham um helg- ina. Fleiri stjörnur í enska liðinu eru tæpar vegna meiðsla, því David Beckham, Steven Gerrard og Shaun Wright-Phillips eru einnig mjög tæpir vegna meiðsla. Talið er að það verði annað hvort Jamie Carragher eða Matthew Upson sem muni taka stöðu Terrys við hlið Rio Ferdinand í hjarta ensku vamarinnar, því Sol Campell er sem kunnugt er enn meiddur. Þeir Beckham og Gerr- ard æfðu ekki með enska liðinu í gær vegna meiðslanna og því er talið að annað hvort Michael Carrick eða Owen Hargreaves talci stöðu þeirra á *®Sk\ laugardag ef þeir verða ekki klárir Miklar sviptingar hafa verið hjá Fylki í upphafi vikunnar og er Guðni Rúnar Helgason hættur hjá félaginu til áramóta. Hann gæti hins vegar snúið aftur því að þá verður þjálfarinn Þorlákur Árnason farinn frá félaginu. Guðni Rúnar for í íýlu og Þorlákur ætlar að hætta Guðni Rúnar Helgason, leikmaður Fylkis til síðustu tveggja ára, er hættur hjá félaginu eftir að trúnaðarbrestur kom upp á milli hans og Þorláks Árnasonar, þjálfara liðsins. Eftir fundahöld með stjórn félagsins var ákveðið að Guðni Rúnar myndi hætta hjá fé- laginu fram að áramótum, en þá rennur samningur Þorláks út og mun hann ekki verða endurnýjaður. „Þorlákur mun hætta eftir tíma- bilið að eigin ósk,“ sagði Ásgeir Ás- geirsson, formaður meistaraflokks- ráðs Fylkis við DV í gær og staðfesti þar með að nýr maður yrði í brúnni hjá Fylki á næstu leiktíð og að undir stjórn hans væri mögulegt að Guðni Rúnar snéri aftur, en hann er mgs- bund- inn fé- lag- inu út m næsta t ár. Ás- geir vildi ekkert segja um Guðni Rúnar Helgason Fékk ekki að vera fyrirliði ogfórífylu. í hverju trúnaðarbresturinn fælist en samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV mun hann snúast um þá ákvörðun Þorláks að gera Helga Vai Damelsson að fyrirliða liðsins í leik þess gegn Grindavík í Landsbanka- deildinni þann 14. ágúst sl. Samkvæmt sömu heimildum hafði Þorlákur ákveðið á fundi með leikmönnum fyrir tímabilið að þrír leikmenn yrðu fyrirliðar liðsins í sumar - þeir Valur Fannar Gíslason, Finnur Kolbeinsson og síðan Guðni Rúnar Helgason. í leiknum gegn Grindavík var Valur Fannar í banni og Finnur meiddur og hefði Guðni Rúnar því að öllu eðlilegu átt að bera fyrirliðabandið í þeim leik. En þess í stað ákvað Þorlákur að gera Helga Val að fyrirliða. Þetta mun Guðni Rúnar ekki hafa sætt sig við og skömmu eftir leikinn bar hann málið upp við stjórn félagsins. Ásgeir vildi ekkert tjá sig um hver framvinda mála hefði verið en staðfesti að stjórnin hefði átt fund með Þorláki og Guðna Rúnari fyrir tveimur vikum þar sem „ákveðið mál sem kom upp hefði verið rætt," eins og Ásgeir orðaði það. Það var síðan á sunnudaginn sem að Guðni Rúnar og stjórn fé- lagsins hittust og ákváðu að hann myndi taka sér frí það sem eftir væri ársins. Þetta tilkynnti Þorlákur leik- mönnum liðsins á æfingu í fyrradag og bætti því þá við að Guðni Rúnar kæmi hugsanlega aftur eftir tímabil-' ið því þá yrði hann sjálfur ekki við stjórnvölinn. Ekki náðist í Guðna Rúnar í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. vignir@dv.is Þorlákur Árnason Hefur fengið nóg og ætlar að hætta eftir sumarið. Ekki í fýrsta skipti hjá ÍGuðna Rúnari Þegar Guðni Rúnar Helgason fór til Fyikis vorið 2004 hafði hann farið í verkfall hjá þáverandi liði sínuVal. Þrátt fyrir að vera samningsbundinn hætti Guöni Rúnar einfaldlega að mæta á æfingar hjá íélaginu og munaði litlu að knattspymudeild Vals hefði höfðaö mál gegn leikmann- inum fyrir samningsbrot. Vals- menn kvörtuðu mildð undan Guðna þann tíma sem hann var hjá félaginu og sagði Börkur Edvardsson, formaður knatt- spymudeildarinnar, í samtali við DV þann 5. mars sl. að eilífir samskiptaörðugleikar hefðu verið við Guðna Rúnar þann tíma sem hann var hjá félaginu. Tekur Ólafurvið? Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna í Landsbanka- deildinni, er sterklega orðaður sem arftaki Þorláks hjá Fylki, en litlu mátti muna að hann tæki við liðinu fyrir tímabilið í ár. Aðspurður um hvort forráðamenn Fylkis hefðu rætt við sig á síðustu dögum vildi Ólafur ekkert segja, en samningur hans við ÍA rennur út eftir næsta sumar. „í augnablikinu er ég að einbeita mér að því að klára tímabilið með ÍA,“ sagði Ólafur í samtali við DV. ^' //Í/Ááj > ), i/ ) / Frír tími með einkaþiálfara fyrir alía nýja korthafa Þú einfaldlega kaupir kort eða gerist heilsufélagi og færð frían tíma með einkaþjálfara sem setur upp æfingaáætlun sem sniðin er að þínum þörfum. Sprengitilbod af árskortum: til 15. september aðeins 29.900 kr. Skólatilboð: 3 mánuðir á aðeins 12.900 kr Ódýr leið að betri heilsu: Gakktu í Heilsufélaga og þú greiðir aðeins 2.990 kr. á mánuði vaxtalaust með VISA eða MASTERCARD. Haustnámskeiðin að byrja Hin sívinsælu Body & Mind og Rope Yoga námskeið fyrir konur byrja 7. og 8. september. Skráning stendur yfir í síma 565-0760 og á technosport@technosport.is. Skráðu þig strax í dag og taktu skrefið að betri heilsu. Farðu vel með þig í vetur og veldu einkaþjálfun Skoðið fleiri tilboð á www.technosport. is HEILSURÆKT Bæjarhrauni 2 • Þriðju hæð • Hafnarfirði Sími: 565 0760 • www.technosport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.