Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV sfiMjn Margdæmdur síbrota- og kynferðisbrotamaður, Trausti Finnbogason, var í síðustu viku dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misþyrma manni með trékylfu. Með honum var átján ára piltur sem átti sáralítinn þátt í árásinni en þarf engu að síður að greiða allar skaðabæturnar sem fórnarlambi Trausta voru dæmdar. Fíkniefnasali tekinn Þrjú grömm af am- fetamíni í neytendaumbúð- um fundust á manni í Reykjanesbæ um kvöld- matarleytið á föstudag auk þess sem hann var með töluvert af peningum á sér sem lögreglan í Keflavík taldi vera afrakstur flkni- efnasölu. í framhaldinu var gerð húsleit á heimili mannsins þar sem fundust sjötíu grömm af am- fetamíni, mikið magn af of- skynjunarsveppum og tölu- vert magn af sígarettum sem talið er að sé smygl ofan af Vellinum. Eftir skýrslutöku var maðurinn frjáls ferða sinna. Fáirvilduí rútuferð Afskaplega lítill áhugi virðist vera í Vogum og Hafnarfirði vegna komandi sameiningarkosninga sveit- arfélaganna tveggja. Fyrir- hugað var að fara með íbúa í sveitarfélögunum tveimur í rútuferð til að kynna sam- eininguna. Áhugi íbúa var hins vegar svo skelfilega lít- ill að rútuferðinni var frestað. Aðeins fjórir höfðu skráð sig í ferðina í Vogum og tveir í Hafnarfirði. Hvort þetta gefi einhver fyrirheit um þátttöku í sameiningar- kosningunum þann átt- unda október næstkom- andi er hins vegar óvíst. ■ Ferðavefur um Austurland Opnaður hefur verið nýr vefur um ferðaþjónustu á Austurlandi á slóðinni www.east.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um hvað- eina sem lýtur að ferða- mennsku á svæðinu s.s. við- burðaskrá, lýsingar á stöð- um og ljósmyndir, lista yfir þjónustuaðfia og gagnvirt kort. Þá er einnig stutt kynningarmynd um nokkr- ar af helstu perlum lands- hlutans. Veftirinn verður uppfærður reglulega og er kostaður af Ferðamálasam- tökum Austurlands. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra opnaði vefinn form- lega í síðustu viku. 18 ára boriM' hundruö Iwsunda skaðahætur ofbektisimwns Trausti Finnbogason Ofbeldishrotti og kynferð- isafbrotamaður lætur ung- lingspilt sitja f súpunni. Skjólstæðingi mínum þykir þetta mjög ósanngjarnt og við erum að hugsa um að áfrýja þessu „Já, þetta eru heldur ójöfn skipti," segir Magnús Brynleifsson lögmaður átján ára drengs sem situr uppi með hundruð þús- unda skaðbótaskuld ofbeldis- og kynferðisafbrotamannsins Trausta Finnbogasonar. Trausti Finnbogason var í síðustu viku dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hrottafengna árás á mann sem hann hugðist ræna. í för með Trausta var átján ára piltur, Jón Öm Guð- laugsson. Jón var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga hlutdeiJd að árásinni sem átti sér stað í mars í fyrra. Hlutur Jóns í árásinni er þó sára- JítUI. Hann stóð skammt frá þegar Trausti lét trékylfu sfna dynja á höfði mannsins sem Trausti hugðist ræna af fjörutíu þúsund krónum og smá- ræði af eiturlyfjum. Hann grátbað manninn að láta Trausta fá það sem hann vUdi svo barsmíðarnar myndu hætta. Þær hættu þó ekki fýrr en að nágranni varð árásarinnar var og stökkti þeim Trausta og Jóni Emi á flótta. Fómarlambið lýsti því fyrir dómi að hann hafi haldið að árásin væri „sín síðasta stund". Margdæmdur kynferðisaf- brotamaður í dómsorði Péturs Guðgeirssonar segir að árásin hafi verið fruntaleg og hættuleg. „Þá ber einnig að líta tíl þess að hann (Trausti) dró með sér í verkið óhamaðan tmgling," bætir Pétur dómari við um barsmíðar Trausta en Jón Öm var aðeins sautján ára þegar árásin átti sér stað. Óhamaði unglingurinn, Jón Öm Guðlaugsson, hafði aldrei gerst sekur um refsiverð brot áður. Hann hefur síðan árásin átti sér stað snúið við blaðinu hvað þá eiturlyijaneyslu varðar sem hann var í á þessum tíma. Eiturlyfjaneyslu sem leiddi tíl þess að hann komst í kynni við hinn marg- dæmda glæpamann Trausta Finn- bogason. í samtali við DV sagði Jón Öm Brynjólfsson ekkert hafa þekkt Trausta fýrir kvöldið örlagaríka í fyrra og ekkert hitt hann aftur fýrr en málið var dómtekið í héraðsdómi. Trausti hefur enda setið á Litla-Hrauni und- anfarið en hann fékk í febrúar þriggja og hálfs árs dóm fyrir alvarlegt kyn- ferðisbrot. Ósanngjarnt Þessi stuttu kynni Jóns Amar af Trausta kostuðu Jón um eina mUljón króna en auk þess að þurfa að greiða veijanda sínum 250 þúsund í málsvamarlaun situr hann uppi með aUan hlutann af um 740 þúsund króna skaðabótum og sakarkostnaði sem dæmdur er í málinu. Ofbeldismaður- frm Trausti Finnbogason þarf ekki að greiða krónu. Ástæðan - Trausti er marggjaldþrota, eignalaus og situr í fangelsi. Engu skiptir þó að niður- staða dómsins sé að frumkvæðið að árásinni komi frá honum og engu skiptir þó að hvert eitt og einasta högg sem fómarlambinu var greitt hafi ver- ið af hendi Trausta Finnbogasonar. „Skjólstæðingi mínum þykir þetta mjög ósanngjamt en dómurinn talar sínu máli. Við erum hins vegar að hugsa um að áfrýja þessu," segir Magnús Brynleifsson lögmaður Jóns Arnar Guðlaugssonar. andri@dv.is Stofníjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar Flestir búnir að selja stofnfé sitt wéJwSmmfrx „Peningagræðgin varð siðferðinu yfirsterkari og lítið þýðir að fela sig á bak við heimildarákvæði í lögum," ritar Guðni Gíslason ritstjóri Fjarð- arpóstsins í harðorðum leiðara í síð- asta tölublaði. Tilefnið er vitaskuld stofnféð í Sparisjóði Hafnarfjarðar en fullyrt er að nú hafi flestir selt sinn hlut fýrir um fimmtfu milljónir króna. Þeirra á meðal Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Guðni bendir á, eftir að hafa lesið bókina „Sparisjóður Hafnarfjarðar í hundrað ár“, að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem sjálfseignarstofnun. Og skýrt komi fram í lögum að Hvað liggur á? ábyrgðarmenn áttu aðeins rétt til endurgjalds fyrir útlagðan kosmað en gátu ekki notið ágóða af vara- sjóði. „Hvergi er að finna frásögn um að sjóðnum hafi verið breytt í eign stofnfjáraðila né heldur er fjallað um stofnfjáraðilana sem nú hafa yfirgefið skútuna og hagnast um tugi milljóna króna. Þessir menn hljóta að horfa stoltir framan í með- borgara sína, fólkið sem hefur gert Sparisjóðinn að því sem hann er í dag án þess að fá krónu fyrir." „Nú hefég bara andrými til að hugsa aðeins minn gang,"segir Magnús Gunnars- son, oddviti Sjdlfstæðisflokksins íHafnarfirði sem hefur ákveðið að hætta ípólitlk. „Nú ieiði ég flokkinn fram á vor og legg mig fram eins og sannur og góður sjálfstæðismaður að koma Samfylkingunni frá völdum.Annars hefég verið ípólitík frá 1994 og það verður gott að breyta aðeins tii" Sigurbergur i Fjaröarkaupum og Gissur lögga Mæta á fund stofnfjár eigerHJáí Gissur er bæjarfulltrui Sjálf- stæðisflokksins og kom ihópinn á sin um tíma sem slikur. Jeppabifreið festist í snjó Um helgina var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á Hvolsvelli vegna þriggja ungra kvenna sem lagt höfðu af stað á óbreyttri jeppabifreið frá Reykjavfk og stefnan tekin á Landmannalaug- ar og síðan austur Fjallabaksleið nyrðri. Talsvert vetrarríki var á Fjallabaksleið þegar þetta var. Björgunarsveit Landsbjargar fóru úr Skaftártungu og frá Hellu áleiðis inn á Fjallabaksleið nyrðri. Konurnar fundust heilar á húfi á laugardagskvöld en þær voru þá á gangi skammt austan Landmannalauga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.