Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Bílar XXV Benz á 300 km hraða Daimler Crysler kynnti nýverið nýjan, öflugan Mercedes Benz sem aðeins verður framleiddur í 100 •" •••kSK• ' eintökum. Bíllinn kallast Cabriolet og er með 5,5 lítra vél sem skilar hvorki meira né minna en 582 hestöfl- um. Bíllinn kemst hæglega upp í 300 kílómetra hraða á klukkustund sem ••,, . , » jiýðir að á honum , -Stfc, væri hægt að fara frá I t . ,..-■ Reykjavík til Akureyr- ^ .... ar á nimri klukku- stund á góðum degi. Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum DV Spupt og svarao Gamall en góður Hónnun Mitsubishi Outlander hef- ur heppnast vel Þeirsem kunna að meta skemmtilega bila grípa ekki í tómt með Outlander. Þeir sem fá„kikk" útúr því að keyra skemmtilegan bíl munu kunna aö meta 200 ha OutlanderTurbo, og ekki spillir aö verðið er hagstætt. “OB 369 SPURNING: Ég á Daihatsu Charade,árgerð 1989, sem er í góðu standi og lítið ryðgað- ur miðað við aldur. Bíllinn þarf eðli- lega svolítið viðhald enda kominn til ára sinna. Ég hef þegar skipt um fjöðrunargorma hægra megin, bæði að framan og aftan, og fékk til þess lánaða gormaþvingu. Nú er komið að því að skipta vinstra megin.Við- gerð sem þessi ætti ekki að taka nema eina kvöldstund með réttum verkfærum en ég hef ekki lengur að- gang að klemmunni. Hvað er til ráða? Ég vil helst ekki kaupa notaða dempara með gormi þv( búast má við því að sá gormur brotni fljótlega því þetta er víst veikur hlekkur í þessum bílum. Er hægt að leigja klemmu sem þessa einhvers staðar? Fyrir skömmu tók ég einnig eftir því að öxul- hosa vinstra megin að framan var rifin og því tilvalið að skipta um hana þegar ég skipti um gorm. Hvernig er það gert og hvað ber að varast? GORM AKLEMMUR FÁST (VERKFÆRALAGERNUM Svona gormaklemmur hafa fengist hjá Verkfæralagernum í Skeifunni og kosta innan við 1/3 af því sem þær kosta annars staðar. Þegar þú tekur gormaturninn af losarðu balansstöngina,stýrisendann, bremsudæluna og spindilkúluna frá, losar upp á öxulrónni á nöfinni og átt að geta dreg- ið hjólnöfina af. Sé öxullinn fastur (rillunum dúmparðu á hann með hamri og hefur stykki úr kopar á milli. Þá kemstu að til að þrífa liðinn, setja á hann feiti og nýja hosu. Dísil í stað steinolíu SPURNING: I einum þætti fjallaðir þú um og vaktir athygli á gríðarlega hækkun á verði steinolíu. Ég er einn þeirra sumarhúsaeigenda sem nota steinolíu- ofn til upphitunar enda mjög þægilegt, einfalt og gott upphitunartæki. Hjá innflytjanda olíuofna (ofn með hringlaga kveik) var mér sagt að ekki mætti nota annað eldsneyti á þá en steinolíu - sem einnig nefnist ofnaol- (a og nú fæst einungis á brúsum fyrir 164 kr. lítrinn. En erindið var að spyrja um annað mál en tengt: Ég nota Master-blásara til að hita upp vinnuaðstöðu og hef notað steinolfu á hann. Einhvern tímann reyndi ég að nota á hann dísilolíu en það gekk ekki, spíssinn stfflaðist og tækið varð ónothæft. Þar sem litaða olían er dísilolfa getur maður ekki bjargað sér með henni. Er hægt að nota eitthvað annað eldsneyti á Master-blásara en þessa nú rándýru steinolíu? NEYTENDASAMTÖKIN MÓTMÆLA EKKI HÆKKUN A STEINOLlU 159% hækkun á steinolíunni hjá ollufélögunum þremur sem öll hafa samtímis hætt að selja steinolíu frá dælu er staðreynd. Það er jafnframt staðreynd að svo virðist sem yfirvöld samkeppnismála hafi hvorki at- hugasemdir við hækkunina né aðferðina (samráðið) og frá Neytendasam- tökum heyrist ekkert frekar en frá samtökum sumarhúsaeigenda. Hins vegar er það misskilningur að ekki sé hægt að nota dfsilolíu,og nú litaða dísilolíu, á Master-blásara. Á alla Master-blásara af gerðinni B-100 og stærri má nota lituðu dísiloKuna og það á ekki að hafa (för með sér nein- ar truflanir - sé þess gætt að tæma alla steinolfu af geyminum fyrst - hella úr geyminum eftir að brennarinn hefur tæmt það sem hann fær um leiðsluna og hættir að ganga. Spíssinn stíflast einungis ef dfsilolían bland- ast saman við steinolfu. Það er þvf hægt að nota Master-blásara áfram þrátt fyrir þessa hækkun á steinoKunni. Skemmtilegasti ho Vélin í Cruisernum steindrepur á sér SPURNING: Bíllinn minn sem erToyota Land Cruiser,dísil og sjálfskiptur, af ár- gerð 2002. Hann er í fínu lagi effrá er talinn sá dyntur að vélin á það til að steindrepa á sér fyrirvaralaust en fer f gang eftir dálitla bið eins og hún þurfi að kólna eðajafna sig.Svo getur hann gengiðtruflunarlaust í nokkra daga en þá kemur þetta aftur, jafnvel nokkrum sinnum sama daginn. Ég er úti á landi og á verkstæðinu hérna finna þeir ekki neitt. Hvað gæti verið að? GÆTIVERIO BILUN f RAFLEIÐSLUKERFI Það er nánast gjörsamlega ómögulegt að vita hvað veldur svona bilun án þess að hafa sérstök tæki til bilanagreiningar - bilunin getur verið af ýmsum toga og jafnvel eitthvað sérstaklega tengt þessari ákveðnu teg- und, gerð eða jafnvel árgerð og framleiðslunúmeri bfls. Það hafa myndast sprungur f sfuhöldurum á Land Cruiser dfsil þannig að falskt loft hefur komist inn á eldsneytiskerfið og getur valdið gangtruflunum. Annað sem gæti valdið þessu er bilun í rafleiðslukerfi („lúmi"). En þetta er dæmigert verkefni fyrir fagmenn hjá þjónustu- eða umboðsverkstæði Toyota en þar hafa starfsmenn m.a.aðgang að upplýsingum um svona bilanir. leoemm.com Iitsubishi Motor Corporation (MMC) stóð frammi fyrir gjaldþroti árið 1998 og ákvað að taka því þegar stærsti lánardrottinn þeirra bauðst til að fjármagna úrslitatilraun. í framhaldi hafa stjómendur, sem bám ábyrgð á vömþróun og markaðsmál- um, verið látnir axla sín skinn því rót vandans var sú að saia Mitsubishi-bíla hafði minnkað verulega. Við tók endur- skipulagning þar sem velt var við hverj- um steini - átaksverkefnið fór að skila árangri upp úr miðju ári 2003. Samstarf við Daimler-Chrysler Nýtt fyrirtæki var stofnað um ffam- leiðslu fólksbfla og aðskilið framfeiðslu á fjórhjóladrifsbflum. Frá áramótum 2003/2004 hafa um 50 nýjar gerðir MMC-bfla komið á markaðinn, þar af 14 í Evrópu og 12 í Bandaríkjunum. Á meðal þess sem rennt hefur styrkari stoðum undir MMC er samstaif við Daimler-Chrysler (D-C) á sviði bfla- ffamleiðslu og markaðsmála. Fyrir tveimur árum var því spáð að D-C myndi kaupa ráðandi hlut í MMC á svipaðan hátt og Renault gerði í Nissan. En vegna gæða- og markaðstæknilegra vandamála hjá D-C sjálfu varð ekki af því. Engu að síður hefur MMC tekist að snúa vöm í sókn, ekki síst vegna reynslu af því að hafa verið árum saman á toppnum í alþjóðlegum rall- aksturs- og þolkeppnum. Nægir að minna á margfaldan sigur MMC Pajero í Paris-Dakar-rallinu ár eftir ár. Keppinautar orðnir gamlir „Crossover-vehicle" nefnist bíll sem brúar bilið á milli jeppa af fullri stærð og fólksbíls og hefur verið neftidur borgaijeppi; rúmbetri en fólksbfll og ömggari vegna aldrifsins. Borgaijepp- inn er ekki með eiginleika torfæmbfls heldur-uppfyllir hann þarfir nútíma- fjölskyldu fyrir daglegt farar- og flum- ingstæki með meira innanrými og ör- yggi í akstri. Söluhæsm bflar af þessari gerð hérlendis hafa verið Toyota RAV4 og Honda CRV en þeir eiga það sameig- inlegt að vera gömul hönnun á útleið við hlið MMC Outlander sem er ný hönnun. Flestir borgarjeppar em með sjálf- virkt aldrif, þ.e. drif á framhjólum þar til annað hjólið spólar en þá tengist fjór- hjóladrifið á sjálfvirkan hátt. MMC Outlander sker sig úr að því leyti að harrn er alltaf í fj órhj óladrifi (sítengt aldrif) en aflinu miðlað á sjálfvirkan hátt á milli ffam- og afturhjóla til að tryggja hámarksveggrip við mismun- andi aðstæður. Kostir og galiar afldrifskerfanna Bæði kerfin hafa sína kosti og ókosti: Sjálfvirka aldrifið, eins og í Honda CRV, sparar eldsneyti (meðal- eyðsla um 10 lítrar) en þótt við- bragðsflýtir sjálfvirku tengingarinnar hafi verið aukinn frá og með árgerð 2005 í CRV veitir hún ekki sambæri- legt veggrip og sítengt afdrif. Honda CRV er lipur bíll og auðveldur í akstri en aksturseiginleikar hans og öryggi í akstri standast ekki samanburð við MMC Outlander. Nú skyldi maður halda að tiltölulega mikil eigin þyngd og sítengt aldrif með aflmiðlun, eins og í MMC Outlander, jyki eldsneytis- notkun bfls, einkum og sér í lagi í þéttbýli. Þvf kom á óvart hve bein- skipti Outlanderinn reyndist spar- neytinn í 235 km reynsluakstri þar sem inngjafir vom ekki sparaðar en mæld eyðslan í reynsluakstrinum var innan við 10 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri og er sjálfsagt tals- vert minni í venjulegum akstri. Sjálf- skipti Outlanderinn reyndist eyða meiru, eða rúmum 12 lítrum í borg- arakstri. Aldrifsbúnaður MMC Out- lander gerir bílinn skemmtilegri í akstri - að mínu mati skemmtilegasta borgarjeppann hvort sem ekið er í þéttbýli eða dreifbýli. Vindviðnámsstuðull Outlander er 0,43 og er lægri ef ekki lægstur hjá þess- ari gerð bfla. Vind- og veghljóð áber- andi lítið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.