Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 10
J 0 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Egill er fyndinn og almennileg- urgaursem er vinur vina sinna. Hann er fijótfær sóði sem skeytirlítið um tilfinningar annarra. „Kostir Gills eru þeir að hann ermeð eindæmum þolinmóður og mjög sterkur I mannlegum samskiptum. Þá er hann massaðurog ágætis bllstjóri. Gallar hans eru þeir að honum er fyrst og fremst annt um sjáifan sig og varðar lltið um tilfinningar annarra. Honum þykirgaman að niðurlægja menn fyrir framan hóp affólki en er sjálfur mjög hörundssár." Hjörvar Hafliðason íþróttafréttamaður. „Ég býmeð kvikindinu oghann er algjör sóði. Annars erhann fyndinn gæi, hugmyndarlkur og vinur vina sinna. Gallar Egils eru fljótfærni og hann gerir hluti án þess að hugsa út I afleið- ingarnar. Þá skeytir hann litið um álit annarra. Egill er mjög sjálf- miðaður og gerir sér mat úr því að niðurtægja aðra. Hann tætur það sem aðrir segja ekki hafa áhrifá sig.“ Jóhann Ótaíur Schröder (Parti-Hanz)út- varpsmaður. „Kostir Egils er að hann er afgóðri fjölskyldu kominn en mér finnst synd hvernig hefur farið fyrir honum. Liðið á kall- arnir.is finnst mér lika sorglegur félagsskapur sem elur á kvenfyrir- litningu. Egiil talar niður til kvenna og það er hallærislegt að fara I Ijós og VlP-raðir. Egill er sönnun þess hvað þarfótrúlega lltið tilað verða frægur á Islandi." Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður X- ins. Egill Einarsson, beturþekktur sem Gillzeneggerinn,erfæddur 13.mai 1980. Hann er einkaþjáfari og stundar íþróttafræði I akademlunni I Keflavík. Þekktastur er hann fyrir að gera makeover á Villa WRX. Viljajarðgöng um Oshlíð Á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi skoraði Bima Lár- usdóttir formaður bæjarráðs ísafjarðarbæjar á sam- gönguyfirvöld að kanna tii hlítar möguieika á gerð jarð- gangna milli Bolungarvíkur og Isafjarðar. Tillagan kem- ur í kjölfar þess mikla hætmástands sem hefur skapast af veginum um Ós- hfíð en gijóthrun hefur þar færst mikið í aukana að undanfömu. Ástandið hefur haft í för með sér að fólk þorir ekki að fara veginn sem er eina samgönguleið Bolvíkinga landleiðina. Hópur krakka á aldrinum tólf til íjórtán ára hittist á reglulegum fundum til við ræðna um hápólitísk málefni. _________ Ungrót Tiðirfundir og eldheitar umræður. í kjallara í miðbæ Reykjavíkur hittist hópur ungs fólks á aldrin- um 12 til 14 ára á reglulegum fundum. Ekki til að skiptast á kjaftasögum, límmiðum eða tölvuleikjum heldur til að ræða það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Utanríkismál, umhverfismál og mannréttindamál. Þessum hópi er ekkert óvið- komandi. Þau ræða pólitík af miklum ákafa og af málflutningi þeirra má dæma að þau eru vel upplýst um stöðu mála og þau eru engan veginn sátt við ráðandi kynslóð. Þegar blaðamaður DV hafði spurnir af Ungrót, félagi ungar rót- tæklinga, leitaðist hann eftir að fá að sitja fund hjá þeim til að kynnast starfseminni. Eftir að það hafði verið samþykk't var komið á fundi níu ein- stakfinga, kjarna hópsins. Ég mæti á fundinn seinnipart dags og tek mér sæti umkringdur krökkum sem bera með sér að hafa sterkar skoðanir á lífinu. Ég fer að hugsa um það sem ég og mínir vinir voru að gera á þeirra aldri. Það var ekkert í lfkingu við þetta. Ekkert kjaftæði Þau vilja vita hvers vegna ég hafi áhuga á starfi félagsins og hvort þau geti treyst mér. Ég fæ að heyra að ef ég ætli að skrifa eitthvert kjaftæði geti ég afveg eins sleppt þessu. Ég segi þeim að ég hafi aldrei haft afspurn af hópi róttæklinga á barna- skólaaldri og þar sem óvíst sé að Kjallari I miðbænum Fundarstaður Ungrótar. slíkur hópur hafi nokkum tímann verið til, hljóti það að vera frétt- næmt. Þau samþykkja það og biðja mig í framhaldinu um að afbaka ekki það sem þau segja auk þess sem þau vilja ekki koma fram undir nafni né láta bendla sig við eitthvað sem ekki var gert í nafni hópsins. Fundur er settur Þau eru fljót að komast á flug og það er margt sem brennur á þeim. Ungrót Róttækir krakkar með ákveðnar skoðanir. Yngri kynslóðin Er ósátt við ráöandi kynslóð og vill ekki taka við landinu eins og hún hyggst skila því. Mikil kurteisi er viðhöfð á fundinum og fundargestir rétta upp hönd áður en þau taka til máls og enginn gríp- ur fram í fyrir öðmm. Þau em í meginatriðum sammála en þegar upp kemur ágreiningur hefur hver og einn rétt á sínum skoðunum. Virkjun og stríð Þau em mjög ósátt við fram- göngu íslenska ríkisins í umhverfis- málum. Einhverjir hafa komið að Kárahnjúkum og finnst sárt að sjá á eftir landinu fara undir vatn. Þau tala af mikilli tilfinningu um til- gangsleysi stríðsins í frak og nefna margt máli sínu til rökstuðnings. Það er augljóst að þau hafa kynnt sér málin vel og segja að fáfræði sé okk- ar helsti óvinur. Hugarfarsbreyting og fræðsla Ég spyr ekki mikið, heldur sit og hlusta á þetta unga fólk tala um stjórnmál af innlifun og áhuga. Þau em sár frekar en reið en bera mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Þau vilja koma boðskap sínum áleiðis með friðsamlegu m mótmæl- um og uppákomum sem stuðla að Fáfræði Er okkar helsti óvinur. hugarfarsbreytingu og fræðslu. Ég kveð þetta kraftmikla fólk fullur af innblæstri og hlaðinn prentuðum upplýsingum, meðal annars um styrktartónleika Ungrótar næstkom- andi föstudag í Kaffi Hljómalind á Laugavegi. svavar@dv.is ATLASCFRELSI / More Minutes 't More Countries / Less Price 500 kr. 't More Minutes / More Countries / Less Price 1000 kr. ÓDÝRARA að hringja til útlanda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.