Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 39
0V Síöast en ekki síst MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 39 Vinir Á gleði- stundvinarsíns. Útgefandinn Borgið okkur. Hugleikur Dagsson kom eins og stormsveipur inn á jóla- bókamarkaðinn íyrir þremur árum síðan með útgáfu á sinni fyrstu teiknimyndasögu, Elskið okkur. Með bókinni skapaði hann sér nafn sem einhver flottasti teiknimyndahöfundur landsins auk þess sem hann skapaði sér ágætís jólavinnu við ljósritun og sölu bókanna, vinnu sem hann hélt í næstu tvö ár á eftir með útgáfu bókanna Drepið okkur og Ríðið Okkur. Öflugt dreiflkerfi Hugleiks skilaði bókunum inn á borð JPV-bókaútgáfunnar sem pakkaði þeim saman í heildarsafn Hullabókanna; Forðist oldcur, sem kom út á laugardaginn með viðhöfn í Borgar- g'f “ leikhúsinu. Staðsetning KiÉiMÍMkiMliiUlitU útgáfuhófsins var engin tilviljun því í Borgarleikhúsinu standa yfir æfingar á leikrití byggt á Hullabókunum sem frumsýnt verður 29. september. í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var fríður hópur mætt- ur til að skála fyrir sigurgöngu Hugleiks. Fjölskylda, vinir og aðdáendur virtu fyrir sér hvort annað og sýnishorn af næstu bók Hugleiks, Bjargið okkur, sem hangir upp á vegg í anddyr- inu. Það var hlegið upphátt því fólki finnst teiknimyndasög- ur Hugleiks fyndnar og það var þagað og hugsað því sögurnar fá fólk til að skammast sín fyrir brenglað gildismat, brenglað siðferði og hættulegan siðferðislegan doða. Bjargið okkur Forsmekkur næstu Hullabókar. Stjarnan Gripin með grípinn. aun Regn, regn, regn, regn, islenskt regn, ekta íslenskt regn. Það sem er þó gott við rigninguna er að hún bolar kuldanum i burtu i biti að minnsta kosti. Það verður því regn í staðinn fyrir fönn, nema á Norðurlandi þar sem þeir nyrðra gætu orðið eins og beljur á svelli. Alicante Miianó New York San Francisco Oriando/Fiórida Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki London Paris Berlin Frankfurt Madrid Barcelona Óskar Hrafn Þorvaldsson • Það fer ekki á mflli mála að Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráð- herra kann vel að meta hamborgarana á Hamborgarabúllu Tómasar. Hún var stödd þar á föstudaginn ásamt börnum sínum tveimur og sporð- renndi einum borgara á slíkum hraða að öðrum gestum staðarins varð um og ó. Á leiðinni út hélt hún langa ræðu um hversu ljúffengir hamborgararnir væru og ljóst að Tómas Tómasson hefur fengið öfl- ugan talsmann hvar menntamála- ráðherra er... • IdolkynnarnirSigmarVflhjálms- son og Jóhannes Ásbjömsson, betur þekktir sem Simmi og Jói, vom veislustjórar á árs- hátíð Og Vodafone á laugardaginn. Þeir félagar þóttu fara á kostum eins og venjulega en há- punktinum náðu þeir þegar nýr forstjóri fýrirtæksins, Ámi Pétur Jónsson, var kynntur til leiks. Þeir hrósuðu forráða- mönnum fyrirtæks- ins fyrir að huga að jafnrétti þar sem Ámi Pétur væri algjör kelling... • Hlynur Aðils, meðlimur í hljóm- sveitinni Trabant, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að brotist var inn í vinnustofu hans í Fum- grund í Kópavogi og þaðan stolið tölvum og geymsludiskum með mikilvægum gögnum. Gögnin sem Hlynur missti í innbrotinu vom mikið til óútgefin tónlist sem hann hefur unnið að á eigin vegum og með með hljóm- sveitinni Trabant. Auk þess var á diskunum fjöldi ljósmynda af börn- um Hlyns og hefur hann heitið fundarlaunum... • Rithöfundurinn Steinar Bragi til- kynnti með promp og prakt í vor að hann væri hættur að skrifa þar sem hann vildi ekki daga upi sem vel metinn höf- undur sem hefði lif- að ömurlegu lífi nema á pappír. Eitt- hvað hefur Steinari Braga snúist hugur því samkvæmt Snæbimi Amgríms- syni, útgefanda hans hjá Bjarti, þá er hann með bók í smíðum. Bókin kemur ekki út fyrir þessi jól en Steinar Bragi er kominn inn á ritvöllinn á nýjan leik... • Alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson hefur undanfarið dval- ið í Stokkhólmi þar sem hann hefur sótt þing Norðurlandaráðs. Líklegt er að Sigurður Kári hafi notað tækifærið og heilsað upp á einn sinn besta vin, knattspyrnumann- inn Pétur Marteins- son, sem spilar með Hammarby í sænsku deildinni. Ekki er vitað hvort Sigurður Kári hafi farið á æfingu hjá liðinu líkt og hann gerði fyrr á þessu ári þegar hann var í heimsókn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.