Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Fimm hermenn
létust í þyrlu-
slysi í Kabúl
Bandarísk her-
þyrla fórst á dögun-
um í slysi í Kabúl
með þeim afleiðing-
um af fimm her-
menn létust. Ekki er
vitað um nákvæm
tildrög slyssins en
menn eru vissir um í
var skotið á þyrluna. Rann-
sókn er hafin á málinu og
búið er að fínkemba svæðið
þar sem þyrlan brotlenti.
Talið er að vél þyrlunnar
hafi verið biluð. Á undan-
fömum sex mánuðum hafa
fjórar herþyrlur hrapað í
Áfganistan og hafa 56
manns týnt lífinu í slysun-
um, flestir hermenn.
Gripinvið gerð
klámmyndar
Hjúkmnar-
kona og tveir
myndatöku-
menn voru
handtekin á
bjórhátið í
Miinchen þegar sást
til þeirra taka upp klám-
fengin atriði í parísar-
hjóli. Það vom ítalskir
ferðalangar sem komu
auga á þríeykið og kvört-
uðu þeir umsvifalaust til
lögreglu. Myndatöku-
mennimir reyndust vera
25 ára námsmaður og
þrítugur kennari. Konan aft-
ur á móti var aðeins 21 árs.
„Það sást til þeirra með upp-
tökutólin í höndunum. Allt í
einu klæddi stúlkan sig úr
fötunum og hóf að fitla við
sig með kynlífsleikfangi,"
sagði þýska lögreglan um
málið.
Heimtaði að
fá klippingu á
kærustuna
Pólskur mað
ur réðst inn á
hárgreiðslu-
stofu í bænum
Czestochowa
vopnaður
skammbyssu og
neyddi eiganda
stofunnar til að
lita hárið á kæmstunni
sinni. Maðurinn lét ekki þar
viðsitja, hannkomaftur
næsta dag og heimtaði að
eigandinn myndi vanda sig
betur við að Úta hárið á
henni og bæta í það hár-
lengingum. Lögreglan hefur
ekki ennþá haft hendur f
hári mannsins.
Eyðileggingin er mikil en þó ekki eins mikil og á horfðist Uppbyggingarstarfá
þeim stöðum þar sem skemmdir urðu miklar er þegar hafíð.
nema um sex milljörðum Banda-
ríkjadollara en í New Orleans er
fastlega búist við að eignatjón nemi
60 milljörðum. Björgunarsveitir
hafa þegar hafist handa við upp-
byggingarstarf, en yfirvöld hafa
sagt fólki að snúa ekki strax aftur til
heimila sinna, því hættan er ekki
liðin hjá.
Port Arthur lenti illa í því
Óttast var að fellibylurinn
myndi rústa eldsneytishreinsunar-
stöðvar í grennd við borgirnar
Houston og Galveston. Þær sluppu
þó að mestu en tilkynnt var um
mikinn skaða í Port Arthur í Texas,
en þar er Valero Energy Corp-
hreinsunarstöðin staðsett. Tals-
menn fyrirtækisins segja að stöðin
verði komin aftur á fullt eftir fjórar
til sex vikur. í Port Arthur búa um
58 þúsund manns og enn liggur
vatn yfir stórum hluta bæjarins.
„Þetta er versti stormur sem ég
hef séð í þau 25 ár sem ég hef starf-
að hjá borginni," sagði John
Tomplait bæjarstarfsmaður. „Það
er í lagi með húsið mitt, en fjöldi
fólks hefur misst heimili sín," sagði
hann ennfremur.
dori@dv.is
Fellibylurinn Rita reyndist hættuminni en gert hafði verið ráð
fyrir. Bylurinn gekk yfir Texas og Louisiana um helgina og lagði
orkustöðvar og rafmagnslínur víða í rúst. í gær var hafist
handa við að hreinsa brak og annað af vegum og unnið var
hart að því að endurreisa rafmagnslínur vítt og breitt um bæði
fylkin.
Rita mældist í upphafi á 193
kílómetra hraða á klukkustund en
nú er vindhraðinn kominn niður í
32 kílómetra á klukkustund. Um
þrjár milljónir íbúa flúðu af svæð-
inu af ótta við eyðileggingarmátt
Óttaslegin ung stúlka Um þrjár milljónir
Ibúa flúðu heimilisln vegna fellibylsins.
fellibylsins, en veðurfræðingar
spáðu því að Rita yrði jafn öflugur
bylur og Katrina sem reið yfir New
Orleans fyrr í mánuðinum með
hörmulegum afleiðingum.
Einn lést
Ekki er hægt að rekja nein
dauðsföll beint til Ritu. Maður sem
búsettur var í Humphreys County í
Mississippi-fylki lét lífið en það var
vegna hvirfilbyls sem fylgdi Ritu.
Rúta sem flutti eldri borgara af
hættusvæðinu varð eldi að bráð á
miðri leið og létust 24 í því hörmu-
lega slysi. Fjöldi fólks slasaðist og
þurfti að leita sér læknishjálpar, en
kraftaverk þykir að ekki hafi fleiri
orðið bylnum að bráð.
Tíu sinnum minna eignatjón
en í New Orleans
Eins og áður hefur komið fram
óttuðust sérfræðingar að Rita
myndi skilja eftir sig jafnmikla
eyðileggingu og Katrina en svo
reyndist ekki. Tryggingarfélög bú-
ast við að eignatjón eftir Ritu muni
Fellibylurinn Rita gekk yfir Texas og Louisiana um helgma. Næstum þrjár
milljónir íbúa yfirgáfu heimaslóöir sínar af ótta við fellibylinn. Sérfræöing
ar höfðu spáð því að Rita yrði jafnöflug og Katrina. Svo fór þá ekki. Einn
maður lést vegna bylsins og eignatjón nemur sex milljörðum Bandaríkja-
dollara.
Mikil flóð Eftir Ritu eru flóð mikil
. J / smábæjum í Texas og Louisiana.
r‘TíA DV-myndir Getty Images
Farsími stöðv-
aði byssukúlu
Breski skartgripasalinn
Darren Prior var heppinn að
vera með farsímann á sér.
Framið var rán í versluninni
sem hann vinnur í og
Darren elti ræn-
ingjann út úr búð-
inni. Ræninginn
snéri sér við og
skaut þremur
skotum að
Darren. Fyrstu
tvö skotin geig-
uðu en það þriðja
stefndi beint á hjartað.
Darren slapp þó ómeiddur
því hann var með farsímann
í bijóstvasanum og lenti
skotið í honum. „Hefði sím-
inn ekki verið þama hefði
skotið endað á hættulegum
stað, við teljum að ræning-
inn hafi ætlað að drepa Dar-
ren,“ segir talsmaður bresku
lögreglunnar um málið.
Brimbrettamenn í Ástralíu verjast
hákörlum með kjafti og klóm
Slá til hákarlanna
Hákarlar hafa herjað á brim-
brettamenn í Ástralíu undanfarna
daga, en brimbrettamennimar hafa
sloppið með því að láta hart mæta
hörðu. Josh Berris, 26 ára brim-
brettakappi, var á bretti við Kanga-
roo-eyju við suðurströnd Ástralíu
þegar á hann réðst fimm metra
langur, hvítur hákari. Há-
karlinn hefur því verið svip-
aður þeim sem var í kvik-
myndinni Jaws að stærð.
Josh tókst að sleppa með því
að ýta hákarlinum frá sér en
slapp þó ekki alveg ómeidd-
ur og þurfti að fara á sjúkra-
hús vegna skurða á fófleggj-
unum. Á föstudag tókst 44
ára brettamanni að sleppa
ffá hákarli með því að kýla
hann ítrekað á trýnið.
Dick Cheney er heldur heilsulítill
Með slagæðargúlp í
báðum hnjám
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, á við mikil heilsuvandamál
að stríða. Hann hefur verið veill fyrir
hjarta og hefur oft þurft að dvelja á
sjúkrahúsi af því tilefni. Eins og er
liggur Cheney á sjúkrahúsi og jafii- f
ar sig eftir aðgerð á báðum hnjám. '
Cheney var með slagæðargúlpa í
aftanverðum hnjám, en
það gerist þegar blóð
safnast saman í æð
og myndar blöðru
sem getur á endan-
um sprungið ef
ekkert er að gert.
Ætlunin hafði
verið að gera að-
eins aðgerð á
hægra hné Cheneys en
læknamir ákváðu að skera upp bæði
hnén til að fýrirbyggja frekari vand-
ræði. Aðgerðin tók sex tíma og var
framkvæmd af einvala liði
lækna.
„Hann verður á spítala í tvo
daga í viðbót til að hægt sé að
fylgjast með batanum," segir
Steve Schmidt, ráðgjafi varafor-
setans. Cheney, sem er
orðinn 64 ára, mætir
svo aftur til vinnu
hann hefur
sig en í gær
var honum greint frá
afleiðingum fellibyls-
ins Ritu í Louisiana og
Texas.
dori@dv.is