Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 29
DV Fréttir MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 29 !S a 2 3 0) i. 3: o €•5 <3 <U S oc Maöur Djassar Magga Eiríks upp Helgi er þessa dagana að gefa út sfna fyrstu djössuðu plötu. „Ég fékk að fara í lagasafnið hjá Magnúsi Eiríkssyni og valdi mér 12 lög þaðan. Það er óhætt að segja að Maggi er besti texta- og lagahöf- undur þjóðarinnar, að minnsta kosti af sinni kynslóð. Það var mjög gaman að vinna þessa plötu þar sem maður þurfti að koma dáldið aftan að lögunum því þau eru svo þekkt fyrir. Ég vildi leggja áherslu á að textinn kæmist vel til skiia því að Maggi er brillíant textahöfund- ur ofan á að vera snilldar lagahöf- undur," segir Helgi. Á plötunni nýtur hann krafta nokkurra helstu djasstónlistarmanna landsins og játar Helgi að hún sé svolítið djössuð fyrir vikið. „Magnús á svakalegan íjölda laga sem hafa gerjast með þjóðinni lengi. Reyndu aftur og Ég er á leið- inni eru meðal þeirra og þess vegna er mjög erfitt að ætía sér að toppa þá útfærslu á lögunum en ég vona að fólk taki þessu vel," segir Helgi og bætir við að hann ætíi að halda nokkra tónleika úti á landi og enda í Óperunni þann 26. október. Annars hefur Helgi verið mikið á vappi í Evrópu undanfarið. „Ég hef aðallega verið í Belgíu og Þýska- landi að setja upp leikrit og sýning- ar, eins og til dæmis Sellófan sem er íslenskt leikrit eftir Björk Jakobs- dóttur. Það hefur verið alveg svakalega skemmtilegt og gefandi. Það er líka stórkostlegt að sjá hvað íslensk menning er að gera mikið erlendis, svona eins og Sigur Rós og fullt af öðrum hljómsveitum sem fólk heyrir ekki dagsdaglega um. Menn- ingin hérna einkennist af „Það er alveg jafn- mikil útrás í íslenskri menningu og íslensk- um bisness." miklum sköpunarkrafti og því er fólk að taka eftir erlendis. Menn hafa meiri trú á því sem þeir eru að gera og þora að sýna öðrum þjóð- um. Þá átta þeir sig á að þeir standa jafnfætís öðrum. Það er alveg jafnmikil útrás í ■ íslenskri menningu og íslenskum bisness," segir Helgi að lokum. Björnsson hefur sungið sig mn i sal þjóðarinnar með isveitum eins og Grafík og Síðan skein sól. Hann lék einmg ira fótboltaliðs í myndinni Strákarnir okkar sem nu er synd mvndahúsunurn. Helgi er að gefa út plötu með logum West Side Story frumsýnt West Side Story, einn frægasti söngleikur allra tíma, var frum- sýndur á þessum degi árið 1957 í Winter Garden-leikhúsinu á Broadway. Allt frá því verkið var fyrst sýnt hefur það verið eitt af meistaraverkum Broadway-söng- leikjanna og langvinsælasta tón- smíð höfundarins, Leonards Bern- steins. Hugmyndin að baki West Side Story var að endurgera hina klassísku sögu um Rómeó og Júlíu en í þetta sinn á götum New York- borgar samtímans. Hinum stríð- andi aðalsættum Verónuborgar var breytt í illskeytt gengi ungra götustráka, Þoturnar og Hákarl- ana, sem börðust um völdin eftir myrkur og gerðu allt til að koma í veg fyrir hinar forboðnu ástir Tonys, sem var af pólskum ættum og Maríu, sem var frá Púertó Ríkó. Verkið endar svo á því að Tony er stunginn til bana þegar hann reyn- ir að bjarga vini sínum í átökum ldíkanna tveggja. Þrátt fyrir að í dag sé litið á West Side Story sem klassískt verk fékk söngleikurinn mjög misjafna dóma eftir frumsýninguna og West Side Story Frá upprunalegu upp- færslu verksins á Broadway áriö 1957. hlaut aðeins tvenn verðlaun á Tony-verðlaunaafhendingunni. Þrátt fyrir það var verkið sýnt 732 sinnum og árið 1961 var gerð kvik- mynd eftir verkinu. Kvikmyndin í dag árið 1915 var minnis- varði um Kristján kon- ung níunda afhjúpaður við Stjórnarráðið. Með hægri hendi réttir hann fram skjal sem á að tákna stórnarskrána frá 1874. sló í gegn og hlaut tíu Óskarsverð- laun, þar á meðal verðlaun sem besta myndin. Á lista bandarískra kvikmyndajöfra er myndin jafn- framt sett í þriðja sætið yfir róman- tískustu kvikmyndir allra tíma, á eftir Casablanca og Á hverfandi hveli. Ur bloggheimum Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Stórir draumar „Ritstifla er eitthvað sem allir hafa fundið fyrirsem reynt hafa að skrifa eitthvað að ráði... Þetta hefur hrjáð mig í nokkurn tíma... að minnsta kosti síðan ég ákvað að gerast rithöfund- ur og gefa út skáldsögu! Frá fyrsta orði hefur ritstiflan hrjáð mig! Slæmt mál þegar maður er með stóra drauma og metsölubækumar hrannast upp I huganum... ég hefreynt að brjóta þessa stlflu með ýmsum ráðum... en ekkert dugað... ennþáí" Tryggvi Rafnsson - blog.central.is/trygger. „Einmitt þegar maður hélt að nú væri Baugsmálið orðið þurrmjólkað kemur á daginn að einhver hefur komistyfir tölvupóstJónínu Ben eins og hann leggur sig og afhent Frétta- blaðinu. Fljótt á litið hefurJónína sennilega gertþað sjálf, enda varla öðrum til að dreifa sem hafa aðgang að pósthólfinu hennar. I Ijósi viötals hennar við Blaðið á dögunum er það reyndar lltt skiljanlegt." Oísli Asgeirsson -malbein.net. Efnafræði er kinverska „Ég var sko I erfíöasta prófí sem ég bara farið I held.. I einhverju efnafræöi og lotu- kerfi og eikkað... ég allavega skildi ekkert... ég lærði fyrir þetta I gær en hefði alveg eins geta slepptþvL.þetta varbara algjör kinverska fyrir mér... þegar ég leit á spumingamar sá ég bara - ksodfgnsna? ?- Já bara eikkað rugll! og ég held það sé meira en helmingur- inn afbekknum sammála mér..." Kolbrún Björg Ómarsdóttir - blog.central.is/browny Skrítið fólk Ég er búin að komast að þvi aðþað býr ótrúlega mikið afskritnu fólki i Reykjavik og allt þetta fólk ferðast með strætó. Þarsem að ég ferðast líka með strætó þá hlýt ég nú lika að vera pinu skrítin, hehe.en það getur veriö mjög gaman að sitja og hlusta á hvað hinir eru að tala um. Það styttir allavegana timann sem strætóferðin tekur. En ég held að ég sé bara alveg búin að taka strætó í sátt aftur eftir margra ára hléá strætónotk- un. Það besta er að maður þarfekkert að vera vaknaður þegar maður fer afstað eins og þegarmaðurþarfað keyra sjálfur. Versta er samt hvað manni getur orðið kalt við að blða eftirþessum annars fina einkabil';) Rikey Huld Magnúsdóttir - rikeyhuld.blogspot.com muiii jr O Sofandahattur heilbrigðis- kerfisins Guöjón Finnsson hiingdi: Það er með ólíkindum hvað það er erfitt að ná í heilbrigðisstarfs- menn í þessu landi. Nú er búið að ausa peningum í svokallað hátækni- sjúkrahús og ég spyr mig, hvað höf- um við að gera við þessa tækni ef ekki er hægt að svara fólki í síma? Ég lenti sjálfur í veikindum í sumar og beið eftir rannsóknarniðurstöðum. Lesendur Ég var að vonum dálítið stressaður og hringdi þegar tíminn var kominn. í fyrsta lagi var mér bent á símatíma hjá blessuðum lækninum sem náði yfir heilan hálftíma á viku. Þetta gekk ekki í fyrsta skipti og reyndi ég aftur viku síðar. Þá var mér sagt að læknirinn væri erlendis og ekki væntanlegur fýrr en viku síðar. Það Á Landspítalanum fær fólk laun fyrir að vera ekki við og svara ekki spurningum. var enginn sem gat lesið úr niður- stöðunum fýrir mig og ég varð því að bíða í viku í viðbót. Hvers vegna er ekki hægt að fá niðurstöður með þægilegra móti? Hjúkrunarfræð- ingar eða ritarar hljóta að geta lesið úr niðurstöðum sem þessum. Þá kannast ég við mann sem bíð- ur eftir að komast í hjartaþræðingu. Hann er sæmilega hress en getur ekki unnið fyrr en eftir aðgerðina. Á þeirri deild getur enginn gefið upp- lýsingar um hvemig staðan á biðÚst- anum er nema læknirinn sjálfur. Þeir fara sem sagt með biðlistann með sér í sumarfrí, blessaðir. Þá eru mótttökurnar á skipti- borði Landspítalans ekki upp á marga fiska. Fólkið sem þar situr virðist líta á sig sem sjálfskipaða varðhunda læknanna og er ekki mjög hjálplegt um hvar þá sé að finna og á hvaða tíma. Ég held að það þurfi að samskiptavæða starfs- fólkið á Landspítalanum jafnhliða því að hátæknivæða spítalann. Alltof feitir krakkar GuönýafSeltjamamesi skrifar. Ég Ienti í því um helgina að fara út í sjoppu. Á undan mér í biðröð- inni var lítill feitur strákur, hann hef- ur verið á að giska átta ára og nánast hnöttóttur af spiki. Hann keyptí sér bland í poka fyrir fleiri hundruð krónur og síðan tvær pulsur með öllu. Strákurinn var þarna einn og hafði sennilega fengiö pening hjá foreldrum sínum til að kaupa sér sælgæti. Það var í umræðu í sjón- varpinu um daginn að ungir krakkar væru komnir með hryggskekkju af hangsi og aðgerðaleysi og ég bíð ekki í hvernig komandi kynslóð kemur til með að verða til heils- unnar ef svo fer fram sem horfir. Gaui litíi og fleiri íþróttaforkólfar maka krókinn á því að taka misfeit börn á námskeið á sama tíma og kralckarnir mæta ekki í íþrótta- og sundtíma í skólanum sem er skylda. Þar eru þau meira og minna með vottorð upp á vasann út af hinu og þessu en svo er blætt í endalausar líkamsræktarstöðvar og námskeið fyrir börn utan skóla- tíma. Mataræðið er svo annar hlut- ur en í hraða og tímaleysi nútíma- þjóðfélags virðist lítið á boðstólum fýrir blessuð börnin annað en skyndifæði og eitthvað sem er fljót- legt og fitandi. Ég skora á foreldra að byrja á byrjuninni, láta börnin mæta í Hér sjást afleiðingar ofáts og hreyfinga- leysis. íþróttir og sund og sýna gott for- dæmi með því að fara með börnun- um í gönguferðir um helgar og elda hollan og góðan mat handa þeim. Með þessu er komið í veg fyrir yfir- vigt sem getur leitt til andlegrar og líkamlegrar vanlíðunar hjá börnun- um. Að ekki sé talað um sjúkdóma sem geta verið afleiðingar offitu. Ingveldur Sigurðardóttir Vill aukna ábyrgð borgara. Þroskaþjálfinn segir Hluthafarí Samkeppnis Ég rak augun í það í blöð- unum að hluthafi í einu af stóru fjár- festinga- félögun- um sé starfandi í Sam- keppnis- ráði. Þá þykir eng- uni undarlegt þó að hann verði vil- hollur sínu fyrir- tæki í svona störf- um. Við erum alltaf að finna meira og meira fyrir smæð okkar þar sem flestir þekkjast og eiga hver hjá öðrum hlut í fyrirtækjum. Eftir því sem þjóðin verður betur stæð fjárhagslega hlýtur þetta að fara versnandi. Það verður að fara að leita að fólki í svona störf utan fjármála- eða útrásargeirans. Það er til nóg af vel menntuðu og góðu fólki sem er ekki frægt en heiðarlegir og góðir borgarar. Hvernig væri að leita að góðu fólki úti í samfélaginu sem fær góða umfjöllun frá sínum vinnuveit- endum? Ég bara veit að það hlyti að koma eitthvað annað út, held- ur en eilífar pólitískar og vina- ráðningar sem skapa óhjákvæmi- lega sérstöðu. Það er kominn tími til að allir sem hafa eitt hálfri æv- inni í nám fái að spreyta sig á ábyrgum verkefnum. Breytingar af þessu tagi eru löngu tímabærar. Heiðarlegt fólk Ingveldur vill fólk utan fjármála- og útrásargeirans I ábyrgðarstöður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.