Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Sport jyv m lk Á að gefa auka- stig fyrir mörk Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, segir aö lið eigi skii- ið að fá aukastig fyrir að vinna leiki með ákveðnum miklum mun. „Þú verður að hvetja lið tii aö sækja áfram þrátt fyrir að vera yfir í leiknum,1' sagði Wenger um til- lögu sína sem hann ' ætlar að ræða á komandi fundi með hagsmunaaðilum S ’’ ensku úrvalsdeild- arinnar. Mikil um- • t ræða hefur verið í Englandi undan- farið um að deildin sé orðin leiðinleg, að hluta til vegna yfirburða Chelsea og vegna of margra vamarsinnaðra liða. „Eitt af því sem gæti virkað er að gefa aukastig ef lið vinna með þriggja marka mun, til dæmis 3-0 eða 5-2. Það er erfitt að koma svona reglum í gang en aðalmarkmiðið verður áfram að vinna leikinn." Óvissa um Gilberto Ekki er víst að Brasilíumaður- inn Gilberto Silva verði klár í slag- inn á miövikudaginn Ser Arsenal keppir við Ajax í Hollandi. Gil- berto meiddist á > ökklaímarka- k lausumjafn- \ teflisleik gegn \ West Ham | um helgina. J, Arsene Wenger, knatt- spymu- stjóri Arsenal, var ekki vongóður um ’ kappann um helg- ina. „Þetta lítur ekki vel út. Og meö öll þau rneiðsli sem hrjá leikmenn okkar nú höfum við hreinlega ekki efni á að missa hann. Dennis Berg- kamp verður sennilega ekki held- ur með vegna meiðsla oglítvu því út fyrir að Quincy Owusu-Abeyie verði með Jose Antonio Beyes í sókninni á miðvikudaginn.“ Ferguson gagnrynfr hátt miðaverð Sir Alex Eerguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur gagnrýnt nokkur Lundúnar- félög fyrir að hækka miðaverð á leiki óeðlilega mikið. Þar á hann fyrst og fremst við Chelsea sem fýrir núverandi leiktið hækkaði verðskrá sína umtalsvert. En Ferguson gagnr\;nir það líka að miðaverð sé mismunandi eftir því hver andstæðingurinn er. „Sum félag hækka miðaverðið eftir því við hverja liöið er að spila. Ég skil ekki af hverju þeim hefur verið leyft að komast upp með þetta svo lengi sem raun ber vitni," sagði Ferguson og kallaði á við- brögö sam- nifi m keppnisyfir- 4fNPk> valdaí 'Tjp > Englandi vegnaþessa. w Frá smábænum Vadsö lengst í norðurhéruðum Noregs kemur leikmaður sem reyndist vera hetja helgarinnar. Morgan Gamst Pedersen heitir hann og skoraði bæði mörk Blackburn í 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Hann kom til Englands í fyrra frá Tromsö þar sem hann meðal annarra lék með Tryggva Guð- mundssyni þegar hann var á mála hjá félaginu. „Þrátt fyrir ungan aldur var hann með bullandi sjálfstraust og var ekkert að láta sér eldri og reynd- ari menn vaða yfir sig." Norðmaðurinn Morgan Gamst Pedersen sló all rækilega í gegn í enska boltanum um helgina en hann skoraði bæði mörk Blackburn í 2-1 sigri á Manchester United. Leikurinn fór þar að auki fram á heimavelli United þar sem núverandi knatt- spyrnustjóri Blackburn, Mark Hughes, vann marga sigra sem leikmaður Manchester United. Honum hefur sjálfsagt verið það ljúft að vinna þarna einn annan sigur og getur hann þakkað mörkum Pedersen fyrir. Morten Gamst Pedersen kemur frá Vadsö í Noregi sem er einn nyrsti bær landsins, enda við Barentshaf. Hann liggur aðeins steinsnar frá landamærunum við Rússland og Finnland. Þar lék hann með smálið- inu Norild áður en hann var fenginn yfir í Tromsö árið 1999. Þá var FH- ingurinn og landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson leikmaður Tromsö og kynntust þeir þar vel enda ekki ólfldr leikmenn, báðir mjög svo sókndjarfir vinstri kant- menn. „Ég spilaði þó ekki mikið með honum þar sem hann var oftast á bekknum þegar hann kom inn í lið- ið,“ sagði Tryggvi. „Þegar ég fór tók hann svo stöðuna mína innan liðs- ins enda erum við báðir örvfættir og er hann sérstaklega með baneitrað- an vinstri fót." Pedersen er leikmaður sem getur bæði nýst á miðjunni og í sókn. Bestur er hann sem hálfgerður aukaframherji sem nýtist þegar liðið sækir en er svo fljótur aftur í vörn. Mark Hughes hefur einmitt horft til þeirra eiginleika í Pedersen og valið hann í liðið fram yfir Ástralann Brett Emerton, eins og hann gerði gegn Manchester United um helgina. „Það var strax augljóst að hann var mikið efhi,“ sagði Tryggvi um Pedersen þegar sá norski kom fyrst til Tromsö einungis átján ára gamall. „Og þrátt fyrir ungan ald- ur var hann með bullandi sjálfstraust og var ekkert að láta sér eldri og reyndari menn vaða yfir sig. Hann hefur alltaf verið með góðan skotfót og gefið góðar sendingar. Síðan hefur hann bara bætt sig." Pedersen spil- aði með Tromsö til ársins 2004 þar til hann var seldur til Blackbum en Manchester United, Tottenham og Newcastle höfðu öll mikinn áhuga á piltinum. Hann hafði þá þegar stimplað sig inn í norska landsliðið þar sem hann sló strax gegn með marki í sínum fýrsta leik. „Hann er nú orðinn bæði fasta- maður í landsliðinu og sýnist á öllu að hann sé orðinn fastamaður í Blackburn líka,“ sagði Tryggvi. „Það hefúr verið gaman að fylgjast með honum í enska boltanum og verður vonandi áfram.“ Tromsö er það knattspymulið í norsku úrvalsdeildinni sem er stað- sett nyrst af öllum. Bærinn liggur til að mynda mun norðaríegar en nyrsti tangi íslands og því vel innan norðurheimskautsbaugsins. Tryggvi, sem lék með liðinu árin 1998 til 2000, segir að liðið njóti góðs af því að vera langsterkasta liðið í þessum hluta Noregs. „Forráða- menn liðsins hafa lagt mikla áherslu á að ná í unga og efnilega stráka úr öðmm liðum í hémðum Norður- Noregs. Þeir eiga í raun allt það landsvæði fyrir sig og það hefur reynst vel,“ sagði Tryggvi og er það vissulega einnig svo í tilfelli Pedersen. Morten Gamst Pedersen var vitanlega mjög sáttur í leikslok enda ekki margir aðkomumenn á Old Trafford sem skora bæði mörkin í sigurleik síns liðs á heimamönnum. „Ég var kominn með krampa í báða fæturna undir lok leiksins," sagði Peder- sen kátur í bragði. „En það var gott að ná sigri hér í dag og náðum við að þagga í gagnrýnendum okkar þó ekki væri nema í skamma stund. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við vörðumst vel og sköpuðum okk- ur góð tækifæri." eirikurst@dv.is Hetjan Morten Gamst Pedesen skoraöi bæði mörk Blackburn gegn Manchester United um helgina. Nordic Photos/Getty Möguleikar íslands að komast áfram á HM í Kína árið 2007 minnkuðu til muna Skelfilegt tap íslenska landsliðsins ííékklandi Eftir að hafa náð frábæmm ár- angri í Svíþjóð í síðasta mánuði tap- aði íslenska kvennaliðið í knatt- spymu fýrir Tékklandi um helgina, 1-0. Það var vitað mál að ef íslenska liðið ætti að eiga einhvem raunhæf- an möguleika á að komast áfram í úrslitakeppni heimsmeistaramóts- ins sem fer ffam í Kína eftir tvö ár mætti það helst ekki tapa stigi gegn Tékkum, hvað þá tapa leiknum. Leikurinn var þar að auki kveðju- leikur Erlu Hendriksdóttur sem hefði eflaust vilja ljúka sínum ferli með sigri. Það skal þó tekið fram að keppni í riðlinum er einungis rétt að hefjast en það er einnig ljóst að hvert stig er dýrmætt þar sem einungis það lið sem sigrar riðilinn kemst áfram. Ólflct keppninni hjá landsliðum karla gefur annað sætið í riðlinum enga möguleika á þátttöku í úrslita- keppninni. Svíþjóð vann um helgina 6-0 sigur á Hvít-Rússum á heima- velli, sem ísland vann 3-0 hér heima þann 21. ágúst. Svíar hafa því náð toppsætinu í riðlinum af íslending- um en bæði lið, ásamt Tékkum eru með fjögur stig - ísland eftir þrjá leiki en Svíar og Tékkar eftir tvo. Tékkar skoruðu sitt mark snemma í leiknum en þrátt fyrir að íslensku leikmennimir hafi fengið næg tækifæri til að skora í leiknum kom allt fyrir ekki. „Þessi úrslit em mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar em sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafritefli. Við sáum aldrei til sólar f fýrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mörg færi. Við vom óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki en úr slflcum fær- um skorar hún í 99 af 100 skiptum," sagði Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari eftir leik. Næsti leikur íslands verður ytra gegn Hvít-Rússum þann Sjötta maí. eirikurst@dv.is „Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli." meiöslum sem héldu henni aö mestu frd keppni á Islandsmótinu i sumar. _________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.