Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Síðast en ekki síst DV Extra áhrif af Extra-tyggjói Extra-tyggjó er gott á bragðið, gott fyrir tennurnar og ódýrt. En það vita það ekki margir að Extra-tyggjó getur líka haft sömu áhrif og laxer- olía. Þetta er engin vitleysa enda stendur þetta skýrt á pakkanum sjálfum, reyndar á sænsku en mein- ingin skilst. „Överdriven konsum- tion kan ha laxerandi effekt." Þrátt fyrir að þessi varnaðarorð standi á pakkanum eru ekki margir sem vita af þessu, enda lfldega fæstir sem leggja það í vana sinn að lesa utan á tyggjópakka. DV barst til eyrna að ein óheppin brúður hafi kynnst þessum leiðinlegu fylgikvill- um of mikillar tyggjóneyslu á sjálffi Ha? brúðkaupsnóttinni ekki alls fyrir löngu. Brúðurin var búin að háma í sig tyggjó alfan daginn bæði til að losna við smá stress en svo auðvitað lflca til að vera ekki andfúl þegar kæmi að kossinum upp við altarið. Ekki vildi hins vegar betur en svo að öll þessi tyggjóneysla varð til þess að brúðurin sat á klósettinu á brúð- kaupsnóttina í stað þess að liggja uppi í rúmi með eiginmanni sínum og fullkomna hjónabandið. Laxerandi Ofmikil neysla afExtra getur haft laxerandi áhrifeins og ein brúður kynnt- ist á brúðkaupsnóttinni. Hvað veist þú um Kate Moss 1. Hvaða ár er Kate Mos? fædd? 2. Hvað heitir dóttir hem. ar? 3. Hvaða villingur hefur verið kærasti Moss að und- anförnu? 4. Hvaða frægi leikari var kærasti hennar til skamms tíma? 5. Hvert var fyrsta fyrir- sætustarf hennar? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Iris er rosalega dugleg,“ segir Emil- ia Ásgeirs- dóttir móðir írisar Evu Bach- mann. „Ég get ekki annað en verið ánægð með írisi og hún hefur alltaf verið dugleg og vinnusöm. Ég hef varla séð hana slðan hún opnaði veitingastaðinn og þetta er búið að vera mikil vinna hjá henni. íris er töff týpa, beinskeitt og segir sína mein- ingu umbúðalaust. Hún varalltaf Ijúf, góð og viðráðanleg en hefur alltaffarið slnu fram. Ég held að íris eigi bjarta framtíð íþessum geira sem og öðru sem hún tekur sér fyrir hendur." írís Eva Bachmann er fædd 13.júli 1974. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum i Breiðhoiti og bætti síðan við sig tölvunámi. Iris rekur nú veitingastaðinn Hamragrill í Kópavogi við góðan orðstír. Frábærthjá Willum ÞórÞórssyni, þjálfara Valsmanna í fótboltanum en hann varð á laugardaginn fyrsti þjálf- arinn I sögunni til aö vinna bikarinn og allar fjórar deildirnar. Það gerði hann með fjórum mismundandi lið- um; Þrótti, Haukum, KR og Val. Svön 1. Hún er fædd árið 1974.2. Hún heitir Lila Grace. 3. Það er Pete Doherty, sögnvari hljómsveitarinnar Babys- hambles. 4. Það var Johnny Depp. 5. Hún birtist á forsíðu breska blaðsinsThe Face. Ný plata frá Úlpu á leiðinni Sterkar líkur a heimsfrœgö „Það er að koma út plata,“ segir Magnús Leifur Sveinsson söngvari hljómsveitarinnar Úlpu hress í bragði. Strákarnir halda til London í næstu viku og þá verður platan að fullu kláruð í masteringu. Platan verður gefin út af 12 tónum í októ- ber en nákvæm dagsetning er ekki enn komin á hreint. Úlpa gaf síðast út geisladisk árið 2001 og gáfu þeir einnig út smáskífu í vor. Fljótlega eftir útgáfu fyrstu plötunnar fóru þeir að vinna í nýju plötunni og að sögn Magnúsar hefur margt svip- legt komið uppá síðan. „Ætli mest djúsí sagan sé ekki þegar harði diskurinn hrundi og ekkert back- up var til," segir Magnús en þá var mjög mikið búið af plötunni. „Við sendum svo diskinn til fyrirtækis í Englandi sem sækir svona glataðar upplýsingar, sér meðal annars um svona mál fyrir NASA." En strákun- um var gert að skilja að ekkert væri víst um hvort hægt væri að bjarga plötunni úr skemmda harða diskn- um. Fyrirtækið náði þó að bjarga öllu úr disknum og gátu þeir því haldið áfram með plötuna rólegir. Allir grunnar á plötunni voru teknir upp í Thule-upptökuverinu en söngur var tekinn upp í þeirra eig- in upptökuveri sem þeir kalla Hanndatt. Magnús segir að hljóm- sveitin ætli nú að fara að hella sér í mikla spilamennsku en fyrst ætli þeir að hvíla sig eftir stuttan Evr óputúr sem þeir voru að koma úr. „Við spiluðum Danmörku, Austurríki og Þýskalandi, það var mjög gaman, Spurður að því hvort að nýja platan veita þeim heimsfrægð segir Magnús: „Ég held að það alveg hægt að fullyrða það. Mjög sterkar lík- ur á heimsfrægð." dori@dv.is se Hljómsveitin Úlpa, Nýkomnirúr téttum Evróputúr. Gamla myndin Þegar hann Hannes fékk að kenna „Þetta er ábyggilega tekið fljót- lega eftir að ég var skipaður lektor við jafitvel enn meiri fögnuð en þeg- ar bókin mín um Laxness kom út," segir Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor við Háskóla íslands. Myndin er ffá árinu 1988 en þá hafði Hannes nýlega verið skipaður lektor við Háskólann og var sú ráðn- ing gríðarlega umdeild. „Samkenn- arnir mínir felldu niður námskeið hjá mér. En þá söfhuðu nemendur undirskriftum og hvöttu til þess að ég fengi að halda námskeiðið." Hannes segir félagsvísindadeild- ina mjög hafa verið með böggum hildar á þessum tíma. Að hann, hægri maðurinn, skyldi hafa vogað sér að sækja um. En það varð úr að Hannes Hólmsteinn Ræsthef- \ ur Ijómandi úr nemendum Hann■ esar en telstnú upplýsthvers kyns skúrkur hann sjálfur er. Hannes fékk að kenna og var þetta námskeið hið fyrsta sem Hannes hélt. Og bauð hann nemendum sín- um til veislu af því tilefni. „Ég bjó þá við Ægisíðu 60 í kvistíbúð. Og þar var veislan haldin. Á myndinni sjást meðal annars Jón Kristinn Snæ- hólm, Ásdís Bragadóttir og fleira gott fólk. Já, það hefur ræst vel úr þessum nem- endum mínum. Ljómandi vel. Hins vegar hef- ur komist upp um það hvers- konar skúrkur ég er. Það telst upplýst." Krossgátan Lárétt: 1 kona,4 efst,7 fet, 8 kveikur, 10 kvabb, 12 loga, 13 fatnaður, 14 anga, 15 klók, 16 lappi, 18 barnav(sa,21 múlinn, 22 þekkt, 23 tep. Lóðrétt: 1 gyðja, 2 reykja,3 hræðsluna,4 tilviljunin, 5 þjálfa,6 veðrátta, 9 fen, 11 fjölda, 16 brotleg, 17 nisti, 19 þjóta,20 handlegg. Lausn á krossgátu ■uue oz 'EQae 61 'uaur i l '>|as 91 'jnuun 11 'ep|a>| 6 '6)19 'ejæ g 'uiBuipuaq y 'uu|>|>|sj>|s £'eso z 'sjp t :uaJ691 ujneu £z 'uun>| zz 'Qiuua iz 'e\æf> s t 'jiues 91 'uæ>| S l 'euj|! y t '>|!U £ l 'P|ð 3 L '6neu 01 'jb>|s 8 jðJ>|s z 'isæp y 'spjp t :jjajei ALLIR LEIKIRNIR SEN, SKIPTA MÁLI í BEINNI Á SÝN bestd sætid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.