Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 Menning DV Bob Dylan Myndin er frá lokum þess timabils sem mest er fjallaö um I mynd Scorceses. Dylan á BBC íkvöld Heimildarmynd Martins Scorcese verður frumsýnd á PBS í Bandaríkjunum í kvöld og einnig á BBC 2 í hinni virtu röð Arena. Síðari hluti hennar verður sýndur vestanhafs ann- áð kvöld en ekki fyrr en á laug- ardag í Bretlandi. Mynd Scorceses sem er nær fjórar klukkustundir að lengd er þegar komin ut á DVD vest- anhafs og tónlistin sem flutt er í brotum í henni er þegar kom- in út á Bootleg series 7: No direction home eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þessi útgáfa, mynd og tón- list hefur þegar valdið auknum áhuga á þessum virta lista- manni. Hafa blöð víða um lönd síðustu vikur tekið verk Dylans til endurmats og hlaðið hann lofi og lagt ríka áherlsu á það sögulega samhengi sem hann hefur starfað í. Er þá einkum dreginn fram ádeifu- kveðaskapur hans frá ýmsum tímum sem heimfæra má upp á samtíma okkar. Þeir sem hafa aðgang að BBC 2 geta horft á fyrri hluta myndarinnar í kvöld og á laug- ardag. Þeir sem ekki njóta * þeirrar þjónustu sem nú er að- eins fáanleg á breiðbandi eða um gervihnattamóttöku verða að láta sé nægja að panta verk- ið á diski. Tónlistin sem notuð er í verkinu er fáanleg í heild sinni hjá Skífunni. Dylan verður á ferðinni í Evrópu í haust og mun spila noklaa konserta í London og einnig í Danmörku, bæði í Höfn ogÁrósum. Þar er upp- selt en víða um England mun vera hægt að fá miða á hljóm- leika hans að þessu sinni. Þeir sem verða afveg úti í þessu tónaflóði geta nálgast hringi- tóna með lagstúfum hans á vef > kappans: BobDylan.com. Diddú söng tvo konserta meö Sinfóníunni í síö- ustu viku og gagnrýn- andi okkar var hrifinn Sigrún Hjálmtýsdóttir á þrjátíu ára starfsafmæli um þessar mundir og hélt tónleika með Sinfóníuhljóm- sveitinni fyrir fullu húsi á fimmtu- dagskvöldið. Þeir hófust á aríu úr óperunni The Soldier eftir Arne sem Sigrún söng með þó nokkrum glæsi- brag en samt var eins og hún væri ekki alveg komin í ham. Virtúósahasar En Sigrún færðist mjög í auka í hinni frægu aríu Casta Diva. Það besta var hve hún var látlaus í þeim virtúósahasar sem þar er boðið upp á en lfka skýr, nákvæm og örugg. Forleikinn að Normu eftir Bellini skorti hins vegar þann ljóma sem verður að vera. Og slavneski dans- inn hans Dvoráks hljómaði fremur daufur. í Söngnum til mánans úr óperunni Rusalka eftir Dvorák heyrðist því miður illa til söngkon- unnar fram í salinn, en hún stóð á þeim hefðbundna stað, rétt hjá hljómsveitarstjóranum, þar sem söngvarar eru venjulega á sinfóníu- tónleikum. En þó leyndi sér ekki alúð og tilfinning Diddúar fyrir þess- ari undurfögru músik. Forleikurinn að Don Giovanni var laglega leikinn en var fremur sviplítill. Aríu næturdrottningarinn- ar úr Töfr aflautunni söng Sigrún aft- ur á móti af miklum glæsibrag. Hún var skörp eins og eitrað hnífsblað en jafnfram dramatísk og glitrandi. Kynjar hússins í hinni óborganlegu aríu upp- trekktu brúðunnar Ólympíu úr óperunni Æfintýri Hoffmanns eftir Offenbach fór Sigrún hreinlega á kostum og ekki spillti sú gamansemi sem kom fram í því að þegar trekkja þurfti upp vesalings dúkkuna hljóp fyrst til einn hljóðfæraleikari úr hljómsveitinni en síðar sjálfur hljómsveitarstjórinn og strekktu hana upp með bravúr. í arí- unni færði Sigrún sig til vinstri á sviðinu og komu þá kynjar salarins vel í mikiu betur í henni en þegar hún stóð á hin- um hefð- bundna söngstað. Og þá heyrðist svo sannar- lega glæsi- leikinn í rödd- inni og sjald- gæf innlifun Sigrúnar og túlk- unargleði. Hljóm sveitin var líka al- veg prýðileg. Og ekki var hún síðri í forleiknum að Birt- ingi eftir Bemstein sem er afbragðsstykki fyrir hljómsveit og hún lék af mikium krafti, ijöri, snerpu og einbeitingu. Söngur Sigrúnar í aríunni Glitter and be gay var eins og þegar hún er best. Röddin var af- burða flott, hvert smá- atriði orðs og tóna var vandlega yfirvegað og þessi ótrúlegi sjarmi sem Sigrún hef- ur til að bera, sambland af mann- þekkingu, lífsgleði og músikgáfu, fyllti hvem krók og kima í saln- Sinfóníutónleikar Einsöngur: Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Efnisskrá: Forleikir eftir Bellini, Mozart og Bernstein; slavnesk- ur dans op. 72, nr. 8 eftir Dvor- ák; ariur eftir Arne, Bellini, Dvorák, Mozart, Offenbach, Bernstein og Verdi. Stjórnandi: Kurt Kopecky. Háskólabió 22. september. Tónlist Okkar stjörnur Tvær Verdi-aríur, Caro nome úr Rigoletto og É strano úr La traviata, slógu auðvitað dýpri tón og Sigrún söng þær af raddlegum yfirburðum og afar næmri og fallegri túlkun og hljómsveitin fylgdi henni vel eftir. í seinni aríunni birtust á sviðinu Gunnar Guðbjörnsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, báðir með rauða rós í hendi og sungu saman línu Alfredós. Þessi stund snerti náttúrlega eitthvað í íslenskum áheyrendum sem engir nema þeir fá skilið til fullnustu. Þetta em nú einu sinni okkar söngstjörnur sem við erum ekkert smáræðis stolt af. Það má alveg játa það með viðeigandi tilfinninga- semi. Sigrúnu var vel fagnað og söng hún tvö aukalög. Fyrst aríuna O mio babbino caro úr Gianni Schicchi eftir Puccini, hvers tvíræða ljóð- ræna var nú eitthvað fyrir Sig- rúnu til að gera sér mat úr, og Morgen eftir Strauss. í því frá- bæra sönglagi sýndi Sigrún á sér allt aðra hlið en í ópemtóniist- inni. En hún á sér nú svo margar hliðar að seint munu þær verða upptaldar. Siguröur Þór Guðjónsson Misskilningur á misskilning ofan í laufléttri gamansápu Fyrsti þáttur af Kallakaffi, lauf- léttri gamansápu eftir handriti Guðmundar Ólafssonar lofar góðu. Rósa Guðný Þórsdóttir og Valde- mar Örn Flygering leika hjón sem reka saman kaffihús en taka upp á því að skilja þann sama dag og létt geggjuð þáttagerðarkona sem stjórnar einhveijum Hjóna- bandssæluþætti kemur til þeirra. í , upphafi var skellt inn nokkrum hláturgusum í hláturvélum en þegar þeim effektum sleppti varð þátturinn miklu fyndnari af sjálf- um sér. Björk Jakobs- dóttir í hlutverki hinnar flissandi þáttagerðar- konu var skemmtilega pirrandi og ekki laust við að týpan eigi sér fyr- irmyndir í íslensku sjón- varpi, bæði eina og tvær, jafnt kvenkyns sem karl- __ kyns. Unglingsstúlka sem hætt er í skóla, dóttir hjón- anna Silja, starfar hjá þeim á kaffihúsinu. Lovísa Gunnarsdóttir fer með það hlutverk og kemur bæði pirring og undirliggjandi stríðni vel til skila. Hálfbróðir eiginkonunnar sem er strætóbflstjóri lætur vagninn bíða út í það óendanlega til þess að geta fengið að vera , með í þessum fá- fengilega sjónvarpsþætti sem verið er að taka upp á kaffihúsinu. Hvert orð, hver hreyfing, hver hugmynd sem vaknar verður að misskiln- ingi. Laddi fer með Fyndið gengi Gagnrýnandi DV var hæstánægð með Kallakaffi. Kallakaffi Nýr islenskur gamanþáttur sem frumsýndur var á RÚV í gær. ★★★★☆ Sjónvar hlutverk strætóbflstjóramágsins og það var ljúft að fá að sjá hann aftur í hlutverki sem klæðir hann svo vel og kitlar hláturtaugarnar. Hanna María Karlsdóttir var frá- bær í hlutverki hins faglega lög- fræðings sem glopraði skilnaðar- pappírum þeirra í tætarann. Hilmar Oddson leikstýrir og Maríanna Friðjóns- dóttir framleiðir þessa þætti sem við fáum að sjá næstu sunnudags- kvöld. Það er kominn tími á íslenska sápu. Spumingin er nátt- urulega alltaf, hversu íslensk er sápa af þessu tagi? Var ekki svolítill Staupasteinn í heildaryfirbragðinu? Nú, hvað sem öðru líður þá er sápa þessi skemmti- leg og verður vafalítið til þess að böm hermi nú eftir einhverju fyndnu og skemmtilegu í stað endalausra amerískra vellna. Góð byrjun og löngu tímabær. Elísabet Brekkan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.