Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Dóp í Jórufelli Karlmaður á fertugsaldri, Helgi Þór Kristínarson, mætti tii þingfestingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna brota á fíkniefna- löggjöfinni. Þann 19. októ- ber árið 2004 höfðu lög- reglumenn afskipti af Helga Þór í Jórufelli 2 í Breiðholti og var hann með rúm 6 grömm af amfetamíni og rúmlega eitt gramm af hassi í fórum sínum. Við afskipti lögreglu framvísaði hann þó hluta fíkniefnanna en hluti fannst við leit á honum. Lögreglustjórinn í Reykjavík krefst upptöku á efnunum og að Helgi verði dæmdur til hegningarauka vegna annars brots. Með dóp á fimmtuqs- aldri Karlmaður á fimmtugs- aldri, Sigurður Grettir Er- lendsson, sætir nú ákæru fyrir ffkniefnalagabrot en honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni tæp 20 grömm af amfetamíni, tíu grömm af kókaíni og lít- ilræði af hassi. Lögreglu- menn fundu efnin við leit á ákærða að kvöldi þriðju- dagsins 24. febrúar árið 2004, í Laufengi í Grafar- vogi. Mál Sigurðar var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag, en hann mætti ekki og máiinu var frestað. Þess er krafist að Sigurður verði dæmdur til refsingar og hann sæti upptöku á efnunum. Bjartyfir Raufarhöfn Menningarhátíð Raufar- hafnarbúa, Bjart er yfir Raufarhöfh, hefst á morgun þegar kveikt verður á bjart- sýniskyndlum Raufarhafn- ar. Hátíðin mun standa fram á föstudag. Meðal dagskrárliða er svokallað Jónasarkvöld, en þá munu nemendur grunnskólans heiðra Jónas Friðrik Guðnason skáld sem býr á staðnum og er hvað kunn- astur fyrir að semja texta þeirra Ríó Tríós-manna. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 og er því haldin í þriðja skiptið. Eigandi Kínversku nuddstofunnar í Kópavogi Lína Jia er ákærð af Sýslumanninum í Kópavogi fyrir skjalafals. Henni er gefið að sök að hafa tvívegis falsað undir- skrift starfsmanns síns, Xing Haiou. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsmenn Línu kæra hana. / Akærö fyrir að falsa unöir- skrifl á skuggasamningum DV hefur undanfarin tvö ár sagt frá viðskiptum starfsmanna Línu Jia á Kínversku nuddstofunni í Kópavogi. Hún hefur flutt inn nuddara til starfa á stofunni og hafa lögmenn ASÍ sagt að samningar, líkt og þeir sem Lína gerir við starfsmenn sína, séu á skjön við evrópsk lög og velsæmi. Nú sætir hún ákæru fyrir að hafa falsað undirskrift starfsmanns síns á slíkum samningi. mmMU Bömberi tkUrusl FRJALSI Lína er ákærð fyrir að hafa falsað undirskrift á starfsmannasamning- um fyrrverandi starfsmanns, Xing Haiou. Hann hefur áður höfðað mál gegn Línu vegna vangoldinna launa. Sýslumaðurinn í Kópavogi fer með málið, sem flokkast undir skjalafals. Tveir samningar falsaðir í ákæru segir að Lína hafi falsað undirskrift Xings á ráðningarsamn- ingi 11. febrúar árið 2002 annars vegar og 7. maí árið 2003 hins vegar. Eftir fölsunina framvísaði hún samningunum til Útíendingaeftir- litsins og Útlendingastofnunar vegna umsóknar Xings um tíma- bundið atvinnuieyfi. DV hefur und- anfarin tvö ár birt fréttir af starfs- mönnum Línu, þar sem þeir segja farir sínar ekki sléttar. Vangoldin laun Xing Haiou höfðaði einkamál á hendur Línu vegna vangoldinna launa. Það var í mars á þessu ári. „Hann Xiang er bara lygari," sagði Lína þá um Xiang. Ekki hefur náðst í Xiang, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lína svaraði blaðamanni á nudd- stofunni í gær og vísaði þá á dóttur sína, sökum skorts á íslenskukunn- áttu. Dóttir Línu kannaðist ekki við ákæruna. Reynt var að ná sambandi við Línu aftur, án árangurs. Skuggasamningar Línu Lína hefur fengið kínverska nuddara hingað til lands til að starfa á nuddstofu hennar í Kópavogi. Áður en hún flytur þá inn hefur hún haft þann hátt- inn á að gera samninga við þá, áður en þeir koma til landsins. Lögmaður ASI kallaði þá á sínum tíma skugga- samninga. DV hefur haft slíka samninga undir höndum og í þeim kom fram að árslaun Kínverjanna séu rúmar 1,2 milljónir. Þó þurfa Kínverjarnir að reiða af hendi 600 þúsund krónur fýrir að koma hing- að til lands og fá að vinna í Kópa- vogi. Kínverjarnir flýja DV hefur eins og áður segir fjall að um mál Línu og nuddstof- unnar. Fréttir hafa ver- ið fluttar af þremur starfsmanna hennar, sem flúðu vinnustaðinn vegna samnings- ins. Lína virðist hafa tröliatak á starfsmönnun- um. Fyrr- verandi starfs- maður hennar komst í fréttirnar í lok árs 2003. Þá hafði dótt- ir Línu auglýst eftir Kín- verjanum Pang í smáauglýs- ingum Fréttablaðs- ins. Pang hafði flúið starfið á nuddstofunni ásamt tveimur öðrum nuddur- um. gudmundur@dv.is Lína Jia Ákærð af Sýslumann- inum í Kópavogi fyrir skjalafals. Maðurinn, hvers nafn hún er sökuö um að hafa falsað, höfð- aði einkamál á hendur henni vegna vangoldinna launa. Telur Sjálfstæðisflokkinn hafa misnotað aðstöðu sína Sjálfstæðismenn í Sjónvarpinu í tilefni umræðunnar um fjöl- miðlalög ætlar Sigurjón Þórðarson alþingismaður að leggja fram fyrir- spurn á Alþingi á næstunni. Henni hyggst hann beina til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en fyrir- spurnin er svohijóðandi: „Hversu margir og hvaða starfsmenn hafa verið ráðnir án auglýsingar til Ríkis- útvarpsins - sjónvarps til að sjá um dagskrárgerð og fréttatengt efni síð- ustu 10 árin?" Sigurjón hyggst fara fram á að „Nú liggur á að byggja skóla ÍVallarhverfi íHafnarfirði,"segir Hallur Helgason, kvik- myndagerðarmaður með meiru. Hann hefur boðið sig fram iprófkjöri sjálfstæðismanna sem haldið verður 19. nóvember. Stefnir ótrauður á 4. sætið og er þegar kominn i kosninga- ham:„Svo liggur á að öll þjóðin staldri aðeins viö, hugsi sig um, slaki á ílífsgæða- kapphlaupinu. Hugi að því að verja tima með börnum sínum, fjölskyldu og vinpm. Og elska náungann." sundurgreint verði í hvaða þætti fólk hefur verið ráðið. Alþingismaðurinn segir sjálfstæðismenn þykj- ast hafa áhyggjur af því að þeir sém hafi yfir fjölmiðlum að ráða neyti aflsmunar til að hafa áhríf á skoðana- myndun í þjóðfélaginu. „Það er því sjálfsagt að skoða hvernig sjálfstæðis- menn hafa notað afl sitt til Sigurjón Þórðar- son Ætlar að skoða það hvernig sjálf- stæðismenn hafa neyttaflsmunartil að hafa áhrifá skoðanamyndun i þjóðfélaginu. þess að ráða starfsfólk á Ríkisútvarp- ið á síðustu 10 árum,“ segir Sigurjón á heimasíðu sinni. Hvað liggur á? Vill banna reykingar Ríkisstjórnin samþykkti í gær- morgun að leggja drög að frum- varpi um reykingavarnir fyrir þingflokka stjórnarflokkanna, en það var Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sem hafði for- göngu um málið. í frumvarpinu felst að reykingar yrðu með öllu bannaðar á veitingahúsum eftir 2007. Jón gerði tilraun til að leggja frumvarpið fyrir á síðasta þingi en fékk ekki stuðning til þess innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar kom fram þing- mannafrumvarp um máiið en það var fellt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.