Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Dóp í Jórufelli Karlmaður á fertugsaldri, Helgi Þór Kristínarson, mætti tii þingfestingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna brota á fíkniefna- löggjöfinni. Þann 19. októ- ber árið 2004 höfðu lög- reglumenn afskipti af Helga Þór í Jórufelli 2 í Breiðholti og var hann með rúm 6 grömm af amfetamíni og rúmlega eitt gramm af hassi í fórum sínum. Við afskipti lögreglu framvísaði hann þó hluta fíkniefnanna en hluti fannst við leit á honum. Lögreglustjórinn í Reykjavík krefst upptöku á efnunum og að Helgi verði dæmdur til hegningarauka vegna annars brots. Með dóp á fimmtuqs- aldri Karlmaður á fimmtugs- aldri, Sigurður Grettir Er- lendsson, sætir nú ákæru fyrir ffkniefnalagabrot en honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni tæp 20 grömm af amfetamíni, tíu grömm af kókaíni og lít- ilræði af hassi. Lögreglu- menn fundu efnin við leit á ákærða að kvöldi þriðju- dagsins 24. febrúar árið 2004, í Laufengi í Grafar- vogi. Mál Sigurðar var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag, en hann mætti ekki og máiinu var frestað. Þess er krafist að Sigurður verði dæmdur til refsingar og hann sæti upptöku á efnunum. Bjartyfir Raufarhöfn Menningarhátíð Raufar- hafnarbúa, Bjart er yfir Raufarhöfh, hefst á morgun þegar kveikt verður á bjart- sýniskyndlum Raufarhafn- ar. Hátíðin mun standa fram á föstudag. Meðal dagskrárliða er svokallað Jónasarkvöld, en þá munu nemendur grunnskólans heiðra Jónas Friðrik Guðnason skáld sem býr á staðnum og er hvað kunn- astur fyrir að semja texta þeirra Ríó Tríós-manna. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 og er því haldin í þriðja skiptið. Eigandi Kínversku nuddstofunnar í Kópavogi Lína Jia er ákærð af Sýslumanninum í Kópavogi fyrir skjalafals. Henni er gefið að sök að hafa tvívegis falsað undir- skrift starfsmanns síns, Xing Haiou. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsmenn Línu kæra hana. / Akærö fyrir að falsa unöir- skrifl á skuggasamningum DV hefur undanfarin tvö ár sagt frá viðskiptum starfsmanna Línu Jia á Kínversku nuddstofunni í Kópavogi. Hún hefur flutt inn nuddara til starfa á stofunni og hafa lögmenn ASÍ sagt að samningar, líkt og þeir sem Lína gerir við starfsmenn sína, séu á skjön við evrópsk lög og velsæmi. Nú sætir hún ákæru fyrir að hafa falsað undirskrift starfsmanns síns á slíkum samningi. mmMU Bömberi tkUrusl FRJALSI Lína er ákærð fyrir að hafa falsað undirskrift á starfsmannasamning- um fyrrverandi starfsmanns, Xing Haiou. Hann hefur áður höfðað mál gegn Línu vegna vangoldinna launa. Sýslumaðurinn í Kópavogi fer með málið, sem flokkast undir skjalafals. Tveir samningar falsaðir í ákæru segir að Lína hafi falsað undirskrift Xings á ráðningarsamn- ingi 11. febrúar árið 2002 annars vegar og 7. maí árið 2003 hins vegar. Eftir fölsunina framvísaði hún samningunum til Útíendingaeftir- litsins og Útlendingastofnunar vegna umsóknar Xings um tíma- bundið atvinnuieyfi. DV hefur und- anfarin tvö ár birt fréttir af starfs- mönnum Línu, þar sem þeir segja farir sínar ekki sléttar. Vangoldin laun Xing Haiou höfðaði einkamál á hendur Línu vegna vangoldinna launa. Það var í mars á þessu ári. „Hann Xiang er bara lygari," sagði Lína þá um Xiang. Ekki hefur náðst í Xiang, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lína svaraði blaðamanni á nudd- stofunni í gær og vísaði þá á dóttur sína, sökum skorts á íslenskukunn- áttu. Dóttir Línu kannaðist ekki við ákæruna. Reynt var að ná sambandi við Línu aftur, án árangurs. Skuggasamningar Línu Lína hefur fengið kínverska nuddara hingað til lands til að starfa á nuddstofu hennar í Kópavogi. Áður en hún flytur þá inn hefur hún haft þann hátt- inn á að gera samninga við þá, áður en þeir koma til landsins. Lögmaður ASI kallaði þá á sínum tíma skugga- samninga. DV hefur haft slíka samninga undir höndum og í þeim kom fram að árslaun Kínverjanna séu rúmar 1,2 milljónir. Þó þurfa Kínverjarnir að reiða af hendi 600 þúsund krónur fýrir að koma hing- að til lands og fá að vinna í Kópa- vogi. Kínverjarnir flýja DV hefur eins og áður segir fjall að um mál Línu og nuddstof- unnar. Fréttir hafa ver- ið fluttar af þremur starfsmanna hennar, sem flúðu vinnustaðinn vegna samnings- ins. Lína virðist hafa tröliatak á starfsmönnun- um. Fyrr- verandi starfs- maður hennar komst í fréttirnar í lok árs 2003. Þá hafði dótt- ir Línu auglýst eftir Kín- verjanum Pang í smáauglýs- ingum Fréttablaðs- ins. Pang hafði flúið starfið á nuddstofunni ásamt tveimur öðrum nuddur- um. gudmundur@dv.is Lína Jia Ákærð af Sýslumann- inum í Kópavogi fyrir skjalafals. Maðurinn, hvers nafn hún er sökuö um að hafa falsað, höfð- aði einkamál á hendur henni vegna vangoldinna launa. Telur Sjálfstæðisflokkinn hafa misnotað aðstöðu sína Sjálfstæðismenn í Sjónvarpinu í tilefni umræðunnar um fjöl- miðlalög ætlar Sigurjón Þórðarson alþingismaður að leggja fram fyrir- spurn á Alþingi á næstunni. Henni hyggst hann beina til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en fyrir- spurnin er svohijóðandi: „Hversu margir og hvaða starfsmenn hafa verið ráðnir án auglýsingar til Ríkis- útvarpsins - sjónvarps til að sjá um dagskrárgerð og fréttatengt efni síð- ustu 10 árin?" Sigurjón hyggst fara fram á að „Nú liggur á að byggja skóla ÍVallarhverfi íHafnarfirði,"segir Hallur Helgason, kvik- myndagerðarmaður með meiru. Hann hefur boðið sig fram iprófkjöri sjálfstæðismanna sem haldið verður 19. nóvember. Stefnir ótrauður á 4. sætið og er þegar kominn i kosninga- ham:„Svo liggur á að öll þjóðin staldri aðeins viö, hugsi sig um, slaki á ílífsgæða- kapphlaupinu. Hugi að því að verja tima með börnum sínum, fjölskyldu og vinpm. Og elska náungann." sundurgreint verði í hvaða þætti fólk hefur verið ráðið. Alþingismaðurinn segir sjálfstæðismenn þykj- ast hafa áhyggjur af því að þeir sém hafi yfir fjölmiðlum að ráða neyti aflsmunar til að hafa áhríf á skoðana- myndun í þjóðfélaginu. „Það er því sjálfsagt að skoða hvernig sjálfstæðis- menn hafa notað afl sitt til Sigurjón Þórðar- son Ætlar að skoða það hvernig sjálf- stæðismenn hafa neyttaflsmunartil að hafa áhrifá skoðanamyndun i þjóðfélaginu. þess að ráða starfsfólk á Ríkisútvarp- ið á síðustu 10 árum,“ segir Sigurjón á heimasíðu sinni. Hvað liggur á? Vill banna reykingar Ríkisstjórnin samþykkti í gær- morgun að leggja drög að frum- varpi um reykingavarnir fyrir þingflokka stjórnarflokkanna, en það var Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sem hafði for- göngu um málið. í frumvarpinu felst að reykingar yrðu með öllu bannaðar á veitingahúsum eftir 2007. Jón gerði tilraun til að leggja frumvarpið fyrir á síðasta þingi en fékk ekki stuðning til þess innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar kom fram þing- mannafrumvarp um máiið en það var fellt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.