Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBEFt 2005 Fréttir DV Deilu um bón- usvísaðfrá Félagsdómur hefur vísað frá kæru hjúkrunarfræðinga á hendur Landspítalanum fyrir að hafa greitt bónus til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem ekki létu af störfum í vinnudeilu á árinu 2004. Hjúkrunafræðingar vildu að Félagsdómur dæmdi spítalann brotlegan gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur með því greiða 13 hjúkrunarfræðing- um þakklætisvott að fjárgildi 13.900 krónur fyrir „trú- mennsku og ósérhlífni" í þeim „erfiðleikum sem steðjuðu að Miðstöð Heimahjúkrunar." Jöfurvantaði 211 milljónir Bílaumboðið Jöfur vant- aði 211 milljónir króna til að geta greitt skuldir sem hvíldu á fyrirtækinu við gjaldþrot þess árið 2000. Sigurmar K. Albertsson skiptastjóri samþykkti alls kröfur upp á 301 milljón króna sem gerðar voru á Jöfur. Eftir að skiptum á fyrirtækinu var endanlega lokið hafði náðst að greiða um 90 milljónir króna. Jöf- ur var um árabil rekið í Kópavogi og flutti meðal annars inn bíla af gerð- unum Skoda og Cherokee. Tilraunir á dýrum? Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður. „Ég vil helst ekki vita aftil- raunum á dýrum þó sva að slíkar tilraunir séu náttúru- lega stór þáttur I allri fram- þróun. Ég vil helst bara loka augunum og sannfæra mig um að þær eigi sér ekki stað. En það er líklega barnaskap- ur að halda að hjá þeim verði komist." Hann segir / Hún segir „Ég verð að viðurkenna að ég er harðlega ámóti tilraunum á dýrum. Mér finnst ógeðstegt að taka það sem er saklaust og prófa eitthvað á því. Spurn- ing hvaða önnur leið er í boði en mér finnst þessi leið við- bjóðsleg." Guðrún Heiður fsaksdóttir tónlistarkona. Ólafur Eggert Ólafsson vann á súlustað og bjó með strippara á sama tíma og hann tældi 15 ára stúlkur til samræðis og annarra kynferðismaka með peningagreiðsl- um. Eins og rándýr nýtti hann eitulyfjavandamál stúlknanna til að láta þær fram- kvæma ólýsanlega hluti að hans skipan. Héraðsdómur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi fyrir skömmu en Ólafur lætur sér ekki segjast og ætlar að áfrýja. Barnaklámsmaður níddist á barnapíum „Hann mun áfrýja," segir Herdís Hallmarsdóttir, verjandi Ólafs Eggerts Ólafssonar 37 ára, sem fyrir síðustu helgi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun sína á þremur stúlkum og fyrir að hafa í fórum sínum barnaklám. Ólafur tældi stúlkurnar til samræðis og annarra kynferðismaka með peningagreiðslum meðan þær voru að- eins 15 ára gamlar. Ekkert næst í Ólaf Eggert sjálfan til að fá viðbrögð hans við dómnum eða svara því til hvers vegna hann vilji áfrýja. Vinir hans sem rætt var við segja að það sé eins og hann hafi gufað upp. Ekkert hafi sést til hans í mánuð. Verjandi Ólafs, Her- dís Hallmarsdóttir, hefur hins vegar staðfest við blaðið að áfrýjun sé í undirbúningi. DV bar þessar fréttir undir fjöl- skyldu einnar stúlkunnar sem varð fyrir misnotkun Ólafs. Viðbrögðin þar á bæ voru fyrst og fremst reiði og sárindi enda mipll vilji til að málinu ljúki. Fjölskyldan hefur ver- ið í uppnámi allt síðan dómur féll. Mikill ótti er um að klámmyndirnar sem Ólafur tók af dóttur þeirra hafi farið víða. Að hann hafi selt þær til manna erlendis eins og hann ræddi um við stúlkurnar þegar hann hafði þær á valdi sínu. Engar vísbending- ar eru um að Ólafur hafi gert það en ómögulegt er hins vegar að útiloka það. Segir logið upp á sig Þeir kunningjar Ólafs sem hefur verið rætt við síðustu daga voru hvumsa þegar þeir heyrðu fréttirn- ar af dómi Ólafs Eggerts. Svo virðist sem Ólafur Eggert hafi sagt fjöl- skyldu sinni og vinum að einhverj- ar stelpur úti í bæ væru að ljúga upp á hann sakir. Þær hefðu sagt við hann að þær væru átján ára gamlar og hann hafi látist blekkjast. Fyrir dómi kom þó hvergi fram í máli Ólafs að hann hafi ekki vitað að stúlkurnar sem hann hafði sam- ræði við væru fimmtán ára gamlar. Ólafur hafði ekki bara samræði við stúlkurnar, sem á þessum tíma áttu við veruleg fíkniefnavandamál að stríða. Hann borgaði þeim einnig fyrir að hafa samræði hver við aðra og lét þær notast við ýmiss konar kynlífshjálpartæki. Eins og rándýr Á því tímabili sem stúlkurnar voru á valdi Ólafs var hann starfs- maður súlustaðarins Club Clinton sem staðsettur var í Fischersundi. Hann bjó einnig með strippara sem vann með honum í kúbbnum. Stúlkunum sem hann misnotaði kynntist hann þegar þær voru að passa bam stripparans. Hann bjó einnig með stríppara sem vann með honum á klúbbn- < um. Stúlkunum sem hann misnotaði kynntist hann þegar þær voru að passa barn stripparans. Honum var fullkunnugt um ald- ur stúlknanna og það sem meira er, honum var einnig fullkunnugt um j þá erfiðleika sem þær gengu í gegnum á þessum tíma. Foreldrar I þeirra háðu á sama tímabili og tæl- ingar Ólafs áttu sér stað harðvítuga baráttu við að leysa dætur sínar úr vítahring eiturlyfjanotkunar. Eins og rándýr nýtti Ólafur sér þessa veikleika með því gefa stúlkunum peninga og eiturlyf til að fram- kvæma ólýsanlegar athafnir að hans skipan. Hæstiréttur mun taka áfrýjun Ólafs til skoðunar innan fáeinna vikna. andri@dv.is í>s/ííT,‘* Suludans Ólafur vann á Club Clinton og bjó með dansara þegar hann safnaði barna- klámi og níddist á barnapíunum. Ólafur Eggert Ólafsson Nýttisér eiturlyfjavanda 15 ára stúikna. Guðlaugur Laufdal svarar ásökunum Berglindar Sigurðardóttur Segist hafa verið plataður Trúbadorinn og guðsmaðurinn Guðlaugur Laufdal segist ekki vera sá glæpamaður sem Berglind Sigurðar- dóttir hélt ffarn að hann væri í DV í gær. Berglind seldi Guðlaugi hús sitt að Kambahrauni 45 í Hveragerði fyrr á þessu ári og hefur Guðlaugur ekki staðið skil á lokagreiðslunni þrátt fyrir að frestur til þess hafi mnnið út 1. ágúst. Berglind kallaði Guðlaug algjöran glæpamann í blaðinu í gær og sagði Guðlaugur í samtali við við DV í gær að þau ummæli væm ekki svara verð. „Ég get bara sagt að mér finnst þau hafa platað mig. Þau leyndu mig göll- um sem ég komst að síðar eins og til dæmis ónýtu þaki og þess vegna held ég eftir þessari lokagreiðslu upp á 1,7 milljónir þar til sátt næst um málið. Það er alvanalegt í fasteignaviðsldpt- um. Hún segir að ég sé glæpamaður. Kambahraun 45 Styrstendur um kaup Guðlaugs Laufdals á húsinu. Guðlaugur Lauf- dal Trúaði trúbar- dorinn segist hafa verið piataður í fast- eignaviðskiptum. Það er ekki rétt,‘‘ sagði Guðlaugur. Hann sagði jafriframt að það kostaði hann .1,5 milljónir að skipta um jám á þakinu auk þess sem þakið væri óeinangrað. „Það er alltaf skítakuldi í húsinu og það mun jL kosta mig milljón til viðbótar ¥, að einangra V þakið.“ Kynbundinn launamunur mestur hér Kynbundinn launamunur er meiri á íslandi en í ríkjum Evrópu- sambandsins. Þetta kom fram á málþingi Jafnréttisráðs um launa- jafnrétti sem haldið var í gær. Sam- kvæmt opinberum tölum hafa ís- lenskar konur sjötíu prósent af tímakaupi karla en meðaltal Evr- ópusambandsríkjanna er 84 pró- sent. Það er þó ljós í myrkrinu að samkvæmt nýrri rannsókn Lilju Mósesdóttur, prófessors við Við- skiptaháskólann á Bifröst, eru tölur um kynfundinn launamun hérlend- is ofmetnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.