Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005
Sport DV
Valsmenn að
klófesta
Pálma?
Svo virðist sem Pálmi
Rafn Pálmason sé á leið í
Val, eftir því sem heimildir
blaðsins herma. Pálmi hef-
ur einnig verið sterklega
orðaður við íslandsmeistara
FH en hann hefur ákveðið
að söðla um og ganga til
liðs við félag á höfuðborgar-
svæðinu en Pálmi hefur
leikið með KA síðastliðin
þrjú tímabil. Eins og fram
kom í DV Sporti í gær gaf
Pálmi KR-ingum afsvar en
flest virðist benda til að
hann muni klæðast rauðu
næsta sumar.
Soxvann
loksins
Chicago White
Sox varð í fyrri-
nótt bandarískur
meistari í hafna-
bolta en þetta er í
fyrsta sinn frá
1917 sem félagið
vinnur titilinn.
Liðið vann
Houston Astros í
íjórum viðureignum og tap-
aði liðið reyndar ekki átta
síðustu leikjunum í úrslita-
keppninni. Það er metjöfn-
un frá því í fyrra er Boston
Red Sox varð meistari. Er
þetta því í annað sinn sem
fornfrægt félag verður
meistari í fyrsta sinn í lang-
an tíma en Boston hafði
ekki unnið titil frá 1919 er
það fagnaði sigri í fyrra.
Keflavík
keppir í dag
Körfuboltalið Keflavíkur
keppir íÁskorendakeppni
Evrópu í dag þegar liðið
mætir BK Riga í
Lettlandi. Kefl-
víkingar mættu
finnska liðinu
Lappenranta á
miðvikudag og
töpuðu leiknum,
92-77. Það verður
því mikilvægt að
Keflvíkingar nái
góðum úrslitum í dag ef
liðið ætlar sér að komast
áfram upp úr sínum riðli.
Lappenranta og BK Riga
hafa þegar mæst í riðlinum
og báru Finnarnir sigur úr
býtum í þeim leik.
Lið ÍBV var eitt stærsta spurningarmerkið í uppphafi DHL-deildar kvenna. Stelp-
urnar hans Alfreðs Finnssonar þjálfara hafa komið skemmtilega á óvart og tróna
nú á toppi deildarinnar ásamt Stjörnunni. Aðalsmerki liðsins hefur verið góð vörn
og markvarsla.
Alfreð Finnsson, þjálfari IBV
Hér ásamt Evu Björk Hlöðvers-
dóttursem er einn aflykilleik-
mönnum liðsins og unnusta
Alfreðs.
Mesl s/emmdl deild í
la/emstleldd sem m mn enip
„Þetta hefur farið mjög vel af stað
og gengið vonum framar," sagði Al-
freð Finnsson, þjálfari ÍBV, spurður
um gengi liðsins það sem af er vetri.
Að öðrum liðum ólöstuðum hafa
Eyjastúlkur líklega farið í gegnum
erfiðustu leikjadagskrána. Liðið hef-
ur leikið við hin þrjú liðin í efstu fjór-
um sætunum. Gerði jafntefli við
Stjörnuna í Garðabæ, sigraði Val í
Laugardalshöll og vann Hauka í Eyj-
um á þriðjudag.
„Þegar við lögðum í mótið var
ekki lagt upp með að ná einhverju
sæti eða eitthvað slíkt. Okkur var
ekki spáð góðu gengi en ég vonaðist
til að það gengi vel á heimavelli og að
okkur tækist að ná í einhver stig á
útivelli gegn þessum betri liðum.
Það er ekki mikill getumunur á
liðinu í ár og í fyrra, hins vegar tel ég
okkur vera með betra lið. Jákvæðari
einstaklingar og betri andi. Þá hefúr
Ingibjörg Jónsdóttir komið inn í
þetta og það hefur haft mikið að
segja."
Aðspurður hver styrkur Eyjaliðs-
ins sé sagði Alfreð: „Vömin. Við spil-
uðum frekar framliggjandi vöm
framan af. Svo höfum við verið að
fara í sex núll að undanförnu. Vörnin
hefur bara verið mjög þétt og mark-
vörðurinn (Florentina Grecu) varið
frábærlega.
Heimavöllurinn er sterkur. Hin-
um liðunum finnst erfitt að koma til
Eyja. Þau em ekki jafn vön því að
ferðast eins og við."
Eftir þessa góðu byrjun, er þá ekki
stefnan sett á íslcuidsmeistaratitil-
inn?
„Ég held að það sé engin spurn-
ing að það séu þarna fjögur til fimm
lið sem geta hampað titlunum í vor.
En það er allt of snemmt að spá um
slíkt því mótið er ekki einu sinni
hálfnað. Liðin á toppnum eru svo
jöfn og lítið um stórsigra í innbyrðis-
viðureignum toppliðanna. Ég held
að aldrei hafi deild verið jafn jöfn og
skemmtileg í kvennaíþróttum yfir
höfuð eins og nú í handboltanum,
frá því ég man eftir mér. Maður er á
tauginni fyrir hvern leik."
Skemmtilegra að þjálfa
konur
Alfreð lék upp alla yngri flokka
með KR og síðar með Gróttu/KR í
meistaraflokki en þurfti að hætta
vegna meiðsla. Eftir meiðslin hefur
hann einbeitt sér að þjálfaraferlin-
um og miðað við að vera aðeins 25
ára er hann mjög reynslumikill. „Ég
hef mikinn metnað fyrir þjálfun og
einbeiti mér þessa dagana alfarið að
þjálfarastarfmu og ólíkt mörgum vil
ég halda áfram í kvennaþjálfun. Það
eru margir sem segjast stefna á
karlaboltann en í kvennaþjálfun
liggur minn metnaður.
Veturinn hér hjá ÍBV í fyrra gaf
mér ótmetanlega reynslu. Maður er
stanslaust að læra eitthvað af leik-
mönnum. Það er gott að fá ábend-
ingar frá mannneskju eins og Ingi-
björgu sem er með einhverja þrjú til
fjögurhundruð leiki á bakinu.
Ef eitthvað er, þá er skemmti-
legra að þjálfa konur. Þær eru miklar
félagsverur og gefa mikið af sér. Það
er gott að tala við þær. En annars er
enginn stórmunur á að þjálfa stráka
eða stelpur. Nálgunin er aðeins önn-
ur," segir Alfreð Finnsson.
Næsti leikur ÍBV er gegn KA/Þór í
Eyjum og mikið þarf að gerast svo
heimasigur verði ekki niðurstaðan.
„Okkur varekki spáð góðu gengi en ég vonað-
ist til að það gengi vel á heimavelli og að okkur
tækistað ná í einhverstig á útivelli gegnþess-
um betri liðum
ÞórðurtilHK
Þórður Birgisson hefur
gengið til liðs við
IiK en hann
hefur spilað
með KS á
Sigluferði all-
an sinn feril í
meistaraflokki.
Þórður er 22 ára
gamall og átti mjög
gott tímabil með Siglfirð-
ingum í sumar og mun
koma til með að styrkja lið-
ið mikið. Hann skrifaði
undir tveggja ára samning í
gær rétt eins og Jón Þor-
grímur Stefánsson sem
kemur aftur í sitt gamla fé-
lag eftir að hafa leikið með
íslandsmeisturum FH und-
anfarin ár.
Einn besti knattspyrnukappi allra tíma við dauðans dyr
BEST BERST FYRIR LÍFISÍNU
Norður-írinn George Best var
sagður illa haldinn í breskum íjöl-
miðlum í gær en hann dvelst á
sjúkrahúsi í London og er vart hugað
líf. Hann var lagður inn í haust á
Cromwell-spítalann þar í borg
vegna nýrnabilunar. Mun það vera
af völdum aukaverkana af lyljum
sem hann tekur í kjölfar lifrar-
ígræðslu sem hann gekkst undir árið
2000. Best hefur verið áfengissjúk-
lingur stærstan hluta ævi sinnar og
batt hún á sínum tíma enda á knatt-
spyrnuferil hans. Nú virðist sem
drykkjan verði honum að aldurtila
en Best er nú 59 ára gamall.
George Best spilaði með
Manchester United árin 1963-1974
og vann á þeim tíma tvo Englands-
meistaratitla og einn Evróputitil,
árið 1968. Það ár var hann einnig
kjörinn knattspyrnumaður ársins í
Evrópu. Hann er yfirleitt settur í
sama flokk og Pele og Maradona en
sjálfur sagði Pele að Best væri besti
knattspyrnumaðurinn sem hann
hefði séð spila. En þar sem hann var
Norður-íri náði hann aldrei langt
með landsliði sínu. Hann lék 37
landsleiki og skoraði í þeim níu
mörk.
Best var ein fyrsta stórstjarnan í
fótboltanum en hann var oft nefnd-
ur fimmti Bítillinn. Hann var hluti af
frábæru liði Manchester United en
leiddist ekki sviðsljósið og þess síður
áfengið og spilavítin. Svo fór að
hann var rekinn frá Manchester
United árið 1974 fýrir óhóflegan
drykkjuskap og að mæta ekki á æf-
ingar og í leiki. Best var þá aðeins 27
ára gamall. Á næsta áratug spilaði
hann með liðum á Bretlandseyjum
og í Bandaríkjunum en hætti endan-
lega árið 1983.
Best lét aldrei af drykkjunni og
síðast í janúar árið 2004 var hann
dæmdur fýrir að aka undir áhrifum
áfengis. Hann gekk þó til liðs við
Portsmouth í nóvember síðastliðn-
um sem unglingaþjálfari og átti sér
þá ósk heitasta að koma nálægt
knattspyrnu á nýjan leik.
eirikurst@dv.is