Símablaðið - 01.12.1941, Qupperneq 47
S 1 M A B L A Ð I Ð
57
Framleiðum allar PAPPAUM-
umnuÁ «& co. BÚÐIR — smáar og stórar —
Pappaumbúðir úr beztu efnum------------------
Sími 1132. Barónsstíg 2. Reykjavík. Leitið till)oða. Fljót afgreiðsla.
______________ Einasta verksmiðjan á landinu.
Meðan á viðgerðinni stóð lieyi’ði Lúð-
vík, að skipverjar voru að tala um það
sín á milli, Iivort viðgerðinni yrði lokið
fyrir kvöldið, er stéttarfélag þeirra héldi
afmæhsfagnað sinn. Fýsti flesta að kom-
ast þangað.
„Ha, er skemmtun hjá ykkur i kvöld?
Þið verðið að komast þangað, annað er
ekki forsvaranlegt“, kallaði hann til
þeirra af miklum skilningi.
„Látið ekki standa á járnunum.“ —
Voru þrjú og fjögur járn á lofti i einu.
Þótti formönnunum handatiltektirnar
góðar, og spurðu hvort ekki væri hægt
að fá hann á næstu netavertíð.
KI. 22 um kvöldið var báðum ,skaut-
um“ fulllokið, og samband komið á við
meginlandið.
Var þá lialdið heim eftir velheppnað
dagsverk.
Símastúlkunum létti stórlega við
þessi endalok, þvi full-erfitt er að anna
afgreiðsluþörf viðskiptamannanna á
tveim línum, livað þá þegar um aðeins
eina er að ræða.
Þetta var nú i raun og veru skemmti-
ferðalag. En stundum kárnar gamanið
og Ægir gamli tekur illa hinum óboðnu
gestum. Sumar viðgerðarferðirnar við
■ Eyjar hafa verið hreinar svaðilfarir, þar
sem reynt hefur á karlmennskuna til
hins ítrasta.
En Landssíminn sendir heldur ekki
neina veifiskata til sæsímaviðgerða á
þessum slöðum.
Marinó Jónsson.
Fokið er í flest mín skjól,
fegri hef eg lifað jól,
gefið stúlku grænan kjól,
glaðst við draum um meiri sól.
Nú er úti um allan frið,
ýmsir trúa á nýjan sið.
Maður hefur varla við
að verja blessað kvenfólkið.
Að er sótt úr áttum tveim,
ýmsar kjósa Vesturheim.
Set eg á mig sultar-reim,
sárt er að horfa á eftir þeim.
Ekki er mér um ástandsvist,
aðrir þó að hafi lyst.
Sumir hafa mikið rnisst:
margar hafa bragga gist.
S t j á n i.
Kaupfélag Hafnarfjarðar
Fjölbreyttar vörur. — Sanngjarnt verð. — Lipur afgreiðsla.
S í M I 9 2 5 0. KOMIÐ EÐA HRINGIÐ í SlMA 9250