Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19
SIMABLAÐIÐ 29 eigendanna, aS prýða umhverfið, og veita vegfarandanum augnayndi. Margir þessara múra hafa nú verið brotnir niður, og slik bygifingarstefna verið lögð til hliðar, til ómetanlegrar ánægju fyrir allan almenning, og prýði fyrir hvert byggðarlag. Það var af mörgum talin goðgá, þegar grind- urnar umhverfis Austurvöll voru rifnar nið- ur, bletturinn lagfærður og blómum skrýdd- ur, lagðir gangstígar um hann, settir bekkir umhverfis styttu Jóns Sigurðssonar, og al- menningi þannig gefinn kostur á að njóta fegurðar þessa staðar í hjarta bæjarins. Það var álit flestra að þetta mundi ekki fá frið fyrir spellvirkjum, en þær hrakspár hafa verið hraktar með reynslunni, og þar með fengin sönnun þess, að bætt aðbúð hefur örfandi áhrif á góðar umgengnisvenjur fólks- ins. Sama er að segja um aðbúnaðinn innan dyra. Meðfæddur fegurðarsmekkur alls þorra fólks hefur þau áhrif, að það veigrar sér við að setja blett eða hrukku á það, sem fallega og hreinlega um er búið, og gerir sér far um að umgangast hlutina samkvæmt því. Því miður eru undantekningar frá þessu eins og flestu öðru, en það má ekki byggja reglur á undantekningum, heldur hafa gát á undan- tekningunum og reyna að sjá við þeim á við- eigandi hátt, að þær megi ekki eyðileggja gildi reglanna. Sem betur fer er sá tími löngu liðinn, að menn létu sig litlu skipta hreinlæti og heilsu- samlegan aðbúnað á vinnustöðum. Allar starfsbyggingar og innréttingar þeirra, eru nú sniðnar með hliðsjón af því, að auðvelda allt lireinlæti og auka þannig heilsufarslegt starfs- þol fólksins. Það er talin ill og lítt þolandi nauðsyn að margsetja í kennslustofur skól- anna, og gagnger ræsting fer fram á öllum skrifstofum og öðrum vinnustöðvum daglega, og þykir enginn hlutur sjálfsagðari. Það segir sig sjálft, að þar sem unnið er allan sólarhringinn, hlýtur meiri tími og vinna að fara í ræstingu og viðhald á vinnu- staðnum, heldur en t. d. skrifstofum, sem að- eins er unnið 5—6 lclst. virka daga, og þó aðeins helming þess tíma alla laugardaga. Það virðist þvi eðlilegt, að á vinnustað, þar sem unnið er allan sólarhringinn, alla daga ársins, yrði ætlaður þrisvar til fjórum sinn- um lengri vinnutimi til ræstinga. í Gufunesi vinnur karlmaður að ræstingu innanhúss, og vinnur að meðaltali 7 klst. á dag, alla virka daga. En auk ræstingar vinnu- salanna og annars húsnæðis stöðvarinnar, þarf hann að sinna fjölmörgu öðru, sem til fellur innan húss og utan, til viðhalds og þrifa. Enda hefur það sýnt sig, að einn mað- ur gerir þessu engin viðunandi skil. Það hafa margir spreytt sig á þessu, þeirra á með- al bráðfrískir og vinnusamir menn, en eng- um þeirra hefur tekizt að komast yfir verk- efnin, svo að ekki vantaði mikið á að sæmi- legt væri. Auk þess er sá annmarki á, að um allar helgar líða fullir tveir sólarhringar án þess, að snert sé við nokkurri ræstingu, svo og auðvitað allir helgidagar, aðrir en sunnu- dagar, og allir aðrir dagar, sem ræstingar- maðurinn kann að forfallast af einum eða öðrum ástæðum. Það eru sópuð gólf, strokið ryk af syllum, að svo miklu leyti, sem tíminn leyfir, en meira kemst maðurinn ekki yfir af ræstingu innan húss, hversu vel sem hann væri af Guði gerður. Hér þyrfti nauðsynlega að bæta úr. Við, sem eigum við þetta að búa, gætum t. d. vel hugsað okkur, að til viðbótar þessum eina ræstingarmanni kæmi hér kvenmaður, ynni til jafnlengdar við það sem nú er, og bætti þar með úr, svo að ræstingin yrði i skikkanlegu lagi. Það yrði áreiðanlega mjög vel þegið af öllum, sem við þetta eiga að núa. Fólk það, er vinnur í Gufunesi, gengur ekki ósnyrtilegar um vinnustaðinn sinn en almennt gerist, siður en svo. En fyrsta skil- yrðið til að hægt sé að ætlast til snyrti- mennsku af fólkinu, er að umhverfið, sem það á við að búa, sé haft eins aðlaðandi og snyrti- legt, sem aðstæður frekast leyfa. Þetta er gert af þeim, sem um daglegan rekstur stöðv- arinnar sér, svo langt sem það nær, og kost- ur er á. En dugar bara ekki til, nema úr sé bætt á einhvern þann hátt, sem hér hefur verið drepið á. Við vonum, að þetta verði tekið til athugunar, mjög bráðlega. H. E. ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.