Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 27
SIMABLAÐIÐ
33
hljómsveit kom og byrjaði að spila, unglirtgs-
telpa í einshvers konar þjóðbúningi var með
hljómsveitinni, og söng mjög laglega.
Þarna á hótelinu bjuggu Ingrid Bergman,
filmstjarnan fræga og hennar bóndi. Ekki
voru þau neitt á ferðinni, héldu sig inni. Ma-
donna ein þrifleg, dökk og bústin, vaggaði
með tvíbura þeirra hjóna skammt frá ferða-
fólkinu, ófeimin við myndavélarnar.
Haldið var síðan áfram til Amalfi, og í
heimleiðinni komið við i Sorrento, sem ligg-
ur við Napólíflóann. Báðar eru þessar borg-
ir mjög fagrar og skreyttar listaverkum, eink-
um er þó leiðin sem farin var, ógleymanleg
fyrir náttúrufegurð.
Næsta morgun, sem var 7. april, var lagt af
stað til Rómar. Var klukkutíma akstur til
járnbrautarstöðvarinnar, en með henni
þriggja tíma ferð til Rómar. Mörg jarðgöng
voru á leiðinni, tók 7 mínútur að fara í gegn-
um það lengsta. Miklir hveitiakrar voru á
leiðinni sem farið var framhjá .
Talsverð var eftirvæntingin að koma til
þessarar borgar, sem að likum lætur, — því
um enga borg i viðri veröld hefur verið jafn-
mikið ritað og um hina frægu, fornu Róma-
borg. í borginni eilífu var dvalið í þrjá daga,
— til að skoða nokkuð að gagni það, sem þar
var að sjá, hefðu þrjú hundruð dagar ekki
nægt. Álitið er að borgin hafi verið stofnuð
árið 753 f. Kr. Fjöldi konunga hefur ríkt þar
og hafa þeir ekkert til sparað, að gera borg-
ina sem glæsilegasta, enda er hún undur
fögur. Um alla borgina eru stórkostleg minn-
ismerki, fagrir gosbrunnar og listaverk.
Skoðað var rómverskt hof, Pantheus. Er
það kringlótt í laginu með hvelfingu mikilli,
byggt árið 25 f. Kr. Nú er það notað sem
kirkja. í þvi er hljómfegursta orgel í Róm.
Var leikið á það meðan við vorum stödd þar,
og var hljómfegurðin dásamleg.
Mikil listaverk prýddu þetta musteri, en
víða mátti sjá eyður þar sem listaverk höfðu
staðið, en verið tekin og flutt í „St. Péturs-
kirkju.“ Hurðin, sem var fyrir kirkjunni, var
úr kopar; vegur hún 26 tonn og er 700 ára
gömul, og aldrei þurft viðgerðar við.
Þegar við komum í St. Péturskirkju, stærstu
kirkju heims, urðum við alveg orðlaus, slik
byggingar-, málara- og höggmyndalist á ein-
um og sama stað var alveg undraverð.
Upphaflega var þarna önnur kirkja, en árið
1500 var hún rifin og byrjað á byggingu St.
Péturskirkju. Um 200 ár tók að byggja þetta
listarinnar smíði. Meistararnir Rafael og
einkum Michelangelo unnu við skreytingu
kirkjunnar. Hvelfingin, sem er 132,5 m. á
hæð, er skreytt listaverkum Michelangelo.
Til að gera sér nokkra hugmynd um stærð-
ina, má nefna Kristsmynd, sem máluð er
nokkuð ofan miðju veggjarins, virkar að
neðan séð normal stærð, en fingur myndar-
innar er 1 meter á lengd, og annað eftir þvi.
Lengd kirkjunnar er 211 metrar. Altarið,
byggt af Bernini, er 29 metra hátt, skreytt
skira gulli.
Kirkjan rúmar 80 þúsund manns.
Þótt fleiri en ein messa væri þar samtímis,
mundu þær ekki trufla hvor aðra. Skírnar-
athöfn stóð yfir meðan við og fleiri ferða-
mannahópar vorum staddir þar, en það hafði
engin áhrif á athöfnina. Engin sæti sáust í
kirkjunni, þótti okkur það harla einkennilegt.
Á nokkrum stöðum voru afþiljur, helgaðar
hinum einstöku páfum. Þar lágu kórónur,
skreyttar gulli, demöntum og eðalsteinum, og
önnur forkunnarfögur listaverk. Allir veggir,
útskot og innskot frá gólfi og upp í loft —
þessa risahæð, voru skreytt skýra gulli, mar-
mara, mosaik, myndum, málverkum og dá-
samlegum höggmyndum. Sagt er að 360
kirkjur séu i Róm. Við skoðuðum nokkrar
fleiri, en engin komst í hálfkvisti við St. Pét-
urskirkju, enda er hún stærsta og fegursta
kirkja heims, og ekki með nokkru móti hægt
að lýsa, svo að gagni komi eftir stutta við-
dvöl, þeirri afburða byggingar- og skreyt-
ingarlist, sem þar er að sjá.
Næst skoðuðum við Vatikansafnið; það er
eitt undrið frá. í stífa þrjá kukkutíma geng-
um við í gegnum langa ganga, í gegnum stóra
sali, sem margir voru á stærð við Þjóðleik-
hússalinn okkar, og aðrir enn stærri, gólf og
veggir þaktir meistaraverkum, var þó ekki
nema brot af því, sem þarna var, sem við
gátum litið, þótt greitt væri gengið. í göng-
unum voru kirkjulikön (model) úr silfri og
öðrum dýrmálmum, sem voru gjafir til páfa
frá flestum löndum heims. Borðin, sem Iík-
önin stóðu á, voru einnig lireinustu völund-
arsmið, greypt gulli og lögð mosaik á hinu
fegursta hátt. Á veggjum var dýrindis gobe-