Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1953, Page 37

Símablaðið - 01.12.1953, Page 37
SIMABLAÐIÐ 43 HVER KANN AÐ STJÓRNA? í amerísku tímariti er smágrein með þess- ari fyrirsögn: „Hverjum getum við treyst tii að stjórna?“ Svarið er: „Fyrst og fremst þeim, sem kunna að stjórna sjálfum sér.“ Siðan er nokkuð rætt um stjórn ýmissa landa, á ýmsum tímum. M. a. segir: Bretakonungur Hinrik 8. var augljóst dæmi um mann, sem ekki mátti stjórna, vegna þess að maðurinn var ekki andlega heilbrigður. Mörg hin mestu grimmdar- og hryðjuverka hans voru framkvæmd vegna líkamlegs og andlegs sjúkleika. Siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther þjáð- ist af sjúkdómi i höfði, er vafalaust hefur haft afdrifarik áhrif á heimssöguna, því þján- ingar hans af völdum sjúkdóms og vanliðunar, urðu til þess að hann taldi sjálfum sér trú um, að það væri af völdum djöfulsins. Þetta varð til þess, að hann varð djöfulstrúnni að bráð. Upp úr því kom svo galdratrúin, sem sigldi i kjölfarið og varð til þess, að fjöldi manna var tekinn af lífi. Allt afleiðing sjúk- dóms eins manns, sem læknavísindi nútím- ans hefðu getað komið i veg fyrir. Hinn þýzki einvaldur, Adolf Hitler, var einn þessara stjórnenda, sem heimurinn hefur liðið hvað mest fyrir. Síðustu heimsstyrjöld má telja afleiðingu andlegs sjúkdóms hans, sem e. t. v. hefði verið hægt að lækna, ef ljóst hefði verið í tíma, að um sjúldeika var að ræða, og ekki aðeins losað með þvi hina þýzku þjóð undan oki og óstjórn þessa sjúka manns, heldur einnig komið i veg fyrir það blóðbað, sem styrjöldin olli. En, segir i greininni, — myndi ekki öllum stjórnendum, sem mikilvægar þjóðfélags- ákvarðanir hafa með höndum, vera nauðsyn- legt að ganga við og við undir læknisskoðun, t. d. láta athuga blóðþrýsting o. fl., sem svo mikil áhrif hefur oft á taugakerfi þeirra og verður orsök ýmissa mistaka i ákvörðun- um með örlagarikum afleiðingum. En ætli þeir læknar hefðu fyrirfundizt, sem þorað hefðu að birta úrskurð um sálar- ástand Hinriks 8. eða Hitlers. Máske Saineinuðu þjóðirnar verði ein- hvern tíma svo voldug samtök, að treysta (--------------------------------\ J fáttindi Q(f ákifUur Þá er nú loks framkomið á Alþingi frumvarp það, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem verið hef- ur á döfinni í mörg ár. Að vonum hafa margar stéttir opin- berra starfsmanna lagt á það mikla áherzlu, að frumvarp um þetta efni kænii fram á Alþ. og yrði að lögum. Enda er það mála sannast, að ríkt hef- ur mikil óvissa um réttindi þeirra flestra. Öðru máli gegnir um sima- mannastéttina. Hún hefur fyrir löngu fengið þess- um málum koniið i fastar skorður, og því jafnvel óttast, að með frumvarpi þessu, ef að lögum yrði, kynni réttindi liennar að verða skert að einhverju leyti. Var þá helzt óttast um þau á- kvæði, er varða launagreiðslu i veik- indum. Nú hefur verið horfið að þvi ráði, að uin það, né orlof, yrði ekki fest ákvæði í lögum, heldur með reglugerð, og mun það tryggt, að ekki verði skert þau réttindi, sem hinar ýmsu stéttir opinherra starfsmanna hafa þegar náð. Við setningu laga þessara mun F.Í.S. því leggja megin áherzlu á það, að samkomulag verði gert um slíka reglu- gerð, áður en frumvarpið verður af- greitt frá Alþingi og væntir þess, að stjórn B.S.R.B. fvlgi því fast eftir. megi því, að börn framtíðarinnar þurfi aldrei að lifa í ótta undir oki sálsjúkra manna á valdastóli. B. B.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.