Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1953, Qupperneq 49

Símablaðið - 01.12.1953, Qupperneq 49
SIMABLAÐIÐ ÁRIMI ÁRIMASOIM: MARÍUFISKURINN Þú heldur ef til vill, lesari góður, að jafn- mikill landkrabbi sem ég er, hafi aldrei kom- ið á sjó sem háseti, svo ekki sé nú talað um hærri stöðu á þeim vettvangi. En þar skjöpl- ast þér, vinur sæll. Ég var einu sinni lítið brot úr sjómanni, réri part úr vorvertíð á handfæri, með ágætum fiskimönnum, lenti meira að segja i afar spennandi og stórhættu- legu ævintýri á þess tíma mælikvarða og stóð mig eftir atvikum vel (það sagði reyndar enginn nema ég sjálfur). Ég skal nú segja þér frá formanni min- um og meðhásetum og fyrsta róðrinum mín- um, því hann er mér enn í fersku minni, þó síðan séu liðin 40 ár. Ég hafði legið vakandi siðasta klukkutím- ann í rúminu og hlustað, gónt upp í loft og hlustað .... Ég svaf inni hjá foreldrum mín- um og hafði sem allra minnst bært á mér til þess að vekja þau ekki, bæði örþreytt eftir dagsins erfiði og þurftu því sannarlega hvíld- ar með. Loksins heyrði ég fótatak, sem nálgaðist gluggann hægt og hægt. Svo var drepið hægt og ofurlétt á rúðuna. Ég fór framúr og bank- aði ámóti i sama dúr og formaðurinn fór aftur burtu frá húsinu. Hann hafði verið að kalla mig til sjós, kalla mig ófermdan strák- hvolpinn, sem helzt enginn réði við fyrir bölvaðri óþekkt, strákhvolp, sem nú hafði legið andvaka meiri part næturinnar af til- hlökkun að fara að róa. Ég leit á klukkuna og sýndi hún 15 mín- útur yfir fimm. Ég klæddi mig í flýti, greip matarbitann, sem mamma hafði útbúið mér í nesti kvöldið áður, kvaddi svo foreldra mina, sem nú voru vöknuð. Kannske höfðu þau líka verið vakandi og litið þegjandi eftir mér, þar eð þetta var í fyrsta skipti, sem ég fór í verulega sjóferð og laut stjórn vanda- lausra þar. Efalaust hafa þau viljað fylgj- ast með klæðnaði minum, sjá hvort ckkert vantaði. Þau báðu mér allrar blessunar og þess, að vera formanninum hlýðinn, háset- unum góður félagi og taka öllum leiðbein- ingum með góðu. Ég lofaði þessu fúslega og flýtti mér svo til skips. Ég var fyrstur þang- að, enginn af skipshöfninni var mættur. Ég fór því að skoða skipið, sem ég átti að róa á. Það var reyndar varla hægt að kalla það skip, en það var allra laglegasti bátur, grár að lit með svartri rönd, svonefnt fjögra- mannafar. Formaður minn, Siggi i Vegg, átti þennan fallega bát, sem var stolt hans og bezta eign. Siggi gamli hafði lofað að taka mig með sér á sjóinn fram að lundaveiði- tima þetta sumar. Hann var vanur að hafa stráka sem háseta, kunni vel á þeim lagið og kenndi þeim vel enda hafði hann og ærið marga slíka háseta á seinni árum sínum, karlinn, stundum meira að segja tvo samtím- is. Munu þess vegna ábyggilega margir minn- ast Sigurðar formanns Ólafssonar í Vegg, sem fyrsta formanns síns og lærimeistara, með hlýju. Veðrið var mjög gott, yndislegur sumar- morgunn eins og þeir eru svo margir hér á eyjunni okkar fögru. Það var örlítill austan- blær, heiðskirt loft, glampandi sólskin og hiti. Hásetarnir fóru nú að koma til skips. Fyrstur kom Sigurður gamli og minnir mig hann vera Sæmundsson og var þá sennilega um sjötugt, með mikið grátt skegg, loðnar og miklar augabrúnir. Hann var mjög geð- ugur maður ásýndum og góður maður í reynd, ekki sízt við börn og unglinga. Nú var hann orðinn lasburða, blessaður karlinn, en var gamall og vel hlutgengur háseti Sigurðar í Vegg. Næstur kom svo Ólafur Ingvarsson, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.