Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 50

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 50
56 SIMABLAÐIÐ i daglegu tali var ávallt nefndur Óli á Mið- húsum, með pípuna uppi i sér eins og venju- lega, þvi hann reykti mikið pípu, allra bezti karl, bráðskemmtilegur og sikátur. Siðastur kom svo formaðurinn til skips, Sigurður Ól- afsson i Vegg. Tuggði hann ákaft skroið, sem var vani hans. Hann var munntóbaksmaður mikill, mætasti maður og vel skemmtilegur i sínum hóp, einn af þessum óskiljanlega metfisknu mönnum, sem jafnvel dró óðan fisk úr ördeyðu. — Sigga gamla bar nú að til skips og kom með árar og fleira lauslegt, berandi. Bauð hann góðan daginn og bað mig svo að koma með sér upp í kró og sækja fleira smálegt, sem vantaði til skips. Að því búnu var ýtt á flot. Gekk það frek- ar seint þar eð engir vorum við kraftamenn þarna á bátnum. Þó flaut um síðir og var þá lagt af stað. Bar ekkert sérlegt til tíðinda á leiðinni til miða annað en það, að fram af bræðsluliúsi Brydesverzlunarinnar við Skans- inn, lögðu karlarnir upp, tóku ofan höfuð- fötin — ég náttúrlega líka — og þuldu eitt- hvað hátiðlega og liljóðlega í barin sér, sem ég ekki heyrði. Var það auðvitað sjóferða- mannsbænin, sem þá tíðkaðist sem sjálfsagð- ur og ófrávíkjanlegur siður, en sem ég kunni ekki stakt orð í. Ég lét mér því nægja að biðja guð að vera með mér í þessari ferð og alla aðra daga og sagði svo bara Amen. Ef- laust var það þó ekki tímabært strax, þar eð fyrstur lauk ég við bænagerðina, langt á undan hinum. Eftir þessa hátiðlegu stund var svo lagt af stað aftur, og haldið austur fyrir Ysta- klett og „inn á Flúðir“, sem eru fiskimið inn og vestur af Heimaey, og bar ekkert sérlegt til tíðinda. A Flúðamiðunum renndum við færum okkar. Ég reyndi að bera mig sem allra mannalegast til, en í hálfgerðum handa- skolum fór þó að koma færinu i hafið. Ekki hafði Siggi formaður keipað lengi, máske tvisvar eða þrisvar, þegar hann setti í fisk og var það stærðar þyrsklingur. Dró hann svo víst eina sex eða sjö fiska áður en við hinir urðum varir. Þótti mér min frammi- staða aumleg og þótti fjandi hart að sjá karlinn draga hvern af öðrum, en verða ekki var. Ekki leið heldur á löngu þar til liinir fóru að draga líka, fyrst Sigurður Sæ- munds og' svo Óli gamli. Ég varð enn ekki var. Fannst mér ég þó bera mig mjög fiski- mannlega að, og mjög líkt og hinir. Formaðurinn fór nú að verða nokkuð brúnaþungur, að mér fannst, setti húfuna of- an í augu, tuggði ótt og titt og spýtti i ákafa. „Hertu þig, drengur,“ sagði hann við mig, „hafðu uppi og vittu hvort ekki er uppundið hjá þér.“ Ég gerði þetta og kom þá í ljós, að taumurinn var margvafinn um sökkuna og fyrir ofan liana, svo ekki var von á góðu. „Ha, ha, hí, hí,“ skríkti í Óla góðlátlega. „Þetta er lagleg koppgjörð — hí, hi.“ Sigurður formaður gat víst varla annað en brosað að vandræðasvipnum, sem á mér var, því liann sagði brosandi og vinalega: „Renndu nú aftur, drengur, og keipaðu ekki með rykkjum, bara jafnt og þéttings- fast og taktu svona faðm í grunnmál." Ég gerði þetta og jókst ásmegin við orð for- mannsins. Það leið heldur eklci á löngu þar til ég festi í drætti. Það var skrambi fallegur stútungur, svo ég varð víst eitt sólskinsbros og harla glaður. „Já, seigur varstu, laxi minn,“ sagði Sig- urður Sæm. „Ekki var hann ljótur þessi fyrsti hjá þér.“ Og svo skar hann með hníf sínum krossskurð í haus spriklandi fiskinum. „Er þetta Máríufiskurinn," spurði Sigurður formaður og spýtti rösklega út fyrir borð- stokkinn. „Þetta?" svaraði ég, leit svo á fiskinn og vissi ekki hvern skollan sjálfan lcarlinn átti við. „Þetta — ne-nei,“ stamaði ég, „það held ég ekki, það er bara venjulegur stútungur,“ svaraði ég svo í fávizku minni. Þá hlógu nú karlarnir heldur en ekki að mér. Tóbaks- tugga spýttist út úr Sigurði formanni niður í bátinn og taumar af tóbakslegi runnu í stríðum straumum niður munnvik hans og höku. Hann tók bókstaflega andköf af hlátri, karlinn. Óli gamli híaði og hvissaði, fyrst ósköp hóglátlega, en þreif svo pípustertinn út úr sér í mesta ofboði og hló innilega. Held ég, að hann hafi engu minna hlegið að Sigurði formanni, hlátri hans og tilburðum, en svari mínu við Máríufiskinum. Siggi gamli Sæm. tók um ennið, lét fallast á þóftuna og hló hýrlega í skeg'gið. Ég varð auðvitað eitt spurningarmerki fyrst, en fór svo bara að hlæja líka, þó hins vegar vissi ég ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.