Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 18

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 18
5 I MAB LAÐ IÐ mm ER MAÐURINN ■ j Maður skyldi ætla, að í stofnun eins og Landssímanum, þar sem dagleg störf ein- staklinga um árabil, jafnvel áratugi, eru svo samtvinnuð, þá þekktum við hver annan til hlítar, og þetta höldum við líka. Þó rekum við okkur kannske á það einn góðan veðurdag, að maðurinn, sem við höf- um unnið með innan sömu veggja eða und- ir sama þaki, orkar allt í einu á okkur á nýjan hátt, hefur tekið á sig nýja mynd. Að vísu höfum við þekkt út í æsar ýmis skapeinkenni hans og starfshæfni, og eftir því hefur mynd hans mótazt í meðvitund okkar. Við höfum séð hann ganga að sínu dag lega starfi svo oft og tilbreytingarlaust, að við veitum því ekki lengur athygli. Og fyrir löngu er hann dreginn í dilk þeirra mörgu hversdagsmanna, sem ekki er gefinn sá metnaður og sjálfsálit, sem mörgum lyftir upp í þau sæti, sem þeir voru ekki skapaðir til að skipa. Og meðan fleiri og fleiri samferðamanna hans halda framhjá stól hans, og ýta oln- bogunum hver í annan til að hraða göngu sinni á vegi mannvirðinga og metnaðar, þá fylgir þeim aðeins góðlátlegt og stund- um dálítið vorkunnlátt bros hans, en því mæta þeir sem tilliti manns, sem hvergi er „reiknað með“. En einn góðan veðurdag er sem eitt- hvað losni úr skorðum og öll hlutföll milli þessara samferðamanna raskist. Mennirn- ir, sem dregið hafa að sér athygli og kom- ist til virðinga, verða sér þess allt í einu meðvitandi, að það er horft fram hjá þeim, — það er eins og þeir sigi saman, en mað- urinn í horninu, sem hafði látið fjár- og framabaráttuna lönd og leið, — fyrir hon- um er tekið ofan. Hann hefur allt í einu risið upp úr sæti sínu og kveðið sér hljóðs. Neistinn, sem gefur einstaklingnum líf í sögunni, hefur ekki getað leynt sér lengur. I einu skrifstofuhorni þessarar stofnun- ar hefur slíkur maður húkt yfir andlausu starfi um áratugi, án þess að vekja á sér nokkra athygli utan lítils hóps samverka- manna, sem fylgzt hafa með tómstunda- viðfangsefni hans. Þessi maður er Ásgeir Magnússon —■ teiknari. Árið 1951 kom út þýðing eftir hann í bundnu máli, á Jobsbók, — sem talið er eitt stórbrotnasta kvæði, sem ort hefur verið. Að vonum vakti þessi þýðing mikla at- hygli þeirra, sem báru skyn á þetta af- rek Ásgeirs. En sjálfur var hann ekki ánægður með verkið. Gerði sér ljóst, að þýðing á Jobs- bók eftir annarri þýðingu var ekki ann- að en útþynning á hinni upphaflegu mynd hins mikla kvæðis. Framh. á bls. 58

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.