Símablaðið - 01.12.1957, Side 22
S IMABLAÐIÐ
60
fæturna, að hann færi með einskonar at-
vinnuróg, væri stéttarsvikari. Og hann fékk
að heyra það.
Atomskáld les upp „ljóð“ sín.
Þessháttar viðbrögð hjá listamönnum
gefa tilefni til að álykta, að gagnrýni sé
þeim slíkur þyrnir í augum, að hún verð-
skuldi einungis fyrirlitningu þeirra. Þeim
ætti þó að vera ljós sú staðreynd, að ís-
lendingar kunna allglögg skil á „leirburð-
arstagli og holtaþokuvæli“ og góðum skáld-
skap og hafa í því efni þroskameiri list-
smekk en margar aðrar þjóðir. Þess vegna
geta listamenn ekki umflúið dóma almenn-
ings á verkum þeirra, þótt takast megi
með gífuryrðum og hrokafullum gagn-
sóknum að má þá út af síðum dagblað-
anna.
Hreinskilin og hlutlæg gagnrýni um list-
ir og menningarmál er jafn nauðsynleg
listþróuninni í landinu, sem störf garð-
yrkjumannsins lystigarðinum, er vökvar
og hlúir að skrautjurtunum, en upprætir
illgresið. Sú krafa ætti því fyrst og fremst
að vera borin fram af listamönnunum
sjálfum, að heiðarleg gagnrýni á verkum
þeirra sæti í fyrirúmi fyrir auglýsinga-
skrumi, meðmælum um skáldastyrki eða
stéttaráróðri. Sú tíð er upprunnin, að all-
ir viðurkenna rétt listamannsins á að fá
umbun fyrir verk sín og lífsviðurværi, sem
skapar honum tækifæri til listsköpunar og
þroska. Sem betur fer er ekki lengur deilt
um tilverurétt listiðju í landinu. Listin er
ekki álitin lúxus, sem hægt sé að vera án,
heldur lífsnauðsyn. Þess vegna geta rök-
ræður og gagnrýni um listir, jafnvel ó-
réttmætar aðfinnslur, ekki lag't grundvöll
að atvinnuleysi listamanna, nema þá
þeirra, sem kafna undir nafngiftinni, ekki
frekar en ákúrur um lélega heilbrigðis-
þjónustu g'erir lækna að sveitarómögum.
En það eru gerðar kröfur til listamann-
anna og þeim ætti að vera ljóst, að því
strangari, sem þær eru, því frjóari akur
sá þeir í. Ef hvei'jum og einum leyfist ó-
átalið að bera á borð fyrir almenning fá-
ránlegar hugdettur og skrípiverk í nafni
listagyðjunnar, er það sönnun þess, að
listaþroskinn er á lágu stigi hjá báðum
aðilum.
En þessu er, sem betur fer, ekki þannig
farið. Alþýðu manna er tíðrætt um allar
greinar listanna, vegna þess að við eigum
nokkra góða listamenn. Skoðanir skiptast
sem eðlilegt er, og' enginn lætur sér til
hugar koma, að listamennirnir eigi að
hlaupa eftir öllum blæbrigðum þeirra. Það
mætti æra óstöðugan! Hins vegar mun
þykja sennilegt, að þeim sé nokkur styrk-
ur í því, að list þeirra finni hljómgi'unn
hjá þeim, sem þeir tjá sig fyrir. En vanti
slíkan hljómgrunn, verður hann ekki skap-
aður nema með góðri list. Áróður fyrir
listgildi ákveðinna forma eða vei'ka færir
engan nær til að njóta þeirra, fremur en
mönnum verður skipað að gleðjast eða
hryggjast.
Oft bryddir á þeirri skoðun, að líku sé
farið um listina og vísindin, að baki hvoru-