Símablaðið - 01.12.1957, Side 23
SIMABLAÐIÐ
61
„Listamaðurinn“ málar verkamanninn
á sína vísu.
tveggja búi slíkur lærdómur, að það sé
einungis á valdi sérfræðinga að skera úr
um, hvað sé nýtilegt og hvað eigi engan
tilverurétt. Auðvitað er tæknin, í hvaða
mynd sem er, þekking á staðreyndum og
þjálfun, og nauðsynleg í sköpun listaverka.
En á þessu er sá reginmunur, að listin
orkar fyrst og fremst á tilfinninguna, en
vísindin á skynsemina, og þessir náttúru-
kraftar fara ekki alltaf í hver annars klæði.
Og svo er margt sinnið sem skinnið. Það,
sem einum er unaður og lífsfylling, er öðr-
um lítils virði. Þess vegna er ókleift að
staðhæfa, að eitt listform sé öðru göfugra.
Það skiptir litlu máli, á hvern hátt náð
er til tilfinningalífs manna. Aðalatriðið er,
að boðskapur listaverksins sé í eðli sínu
göfgandi og fagur og skeri úr, nái til skiln-
ingarvita njótandans. Listamaður, sem læt-
ur slíkt atriði sem vind um eyrun þjóta
eða flokkar alla gagnrýni undir þekk-
ingarskort eða illgirni, þyrfti því að taka
sig til bæna fyrst og bæta þekkingu sína.
í nafntoguðum enskum skóla var aginn
sagður svo strangur, að nemendum brast
æfinlega kjark til að spyrja kennarann
um torskilin efni vegna ótta við að koma
upp um fáfræði sína. Þegar þeir gátu ekki
svarað, áttu þeir að þegja og taka með
velþóknun við ákúrum, ef þeim var þá
ekki samstundis vísað úr tíma.
Slíkt viðhorf til almennings virðist nokk-
uð almennt hjá þeim listamönnum okkar,
sem mest láta að sér kveða á ritvellinum,
rétt sem þeir vilji hlaupa fram hjá þeirri
staðreynd, að eins og krafan um svör við
ýmsum ráðgátum er runnin af rótum sam-
félagsþarfanna um bætta lífsmöguleika, og
aukinnar menningar, er listsköpunin á-
vöxtur á meiði þess andlega þroska, sem
þjóðin hefur öðlast. Þess vegna er lífrænt
samband milli listamanna og njótenda
verka þeirra, jafn frjóvgandi fyrir báða
aðilja sem greiður aðgangur lífssafans frá
rótum trésins upp í blómgandi greinar
þess.
Þetta lífræna samband viðhelzt og dafn-
ar bezt með hreinskilnum og frjálsum sam-
skiptum á þeim vettvangi, sem hvorugur
aðilinn þarf að óttast gagnaðilann, sem
sagt, að njótendum listanna leyfist að láta
í ljós skoðanir sínar án ótta við vansæm-
andi brigslyrði um að þeir t. d. „kunni
ekki að lesa“, og listamen eigi ekki á hættu
hótanir eða raunverulegar framkvæmdir
á, að gengið verði á verk þeirra „með
hamri og þau mölvuð niður mélinu
smærra".
Sigurjón Davíðsson.
Þeir, sem kynnu að eiga einstök blöð
eða árganga af Símablaðinu og Elektron,
og vilja láta þau, eru beðnir að gefa sig
frani við ritstjóra blaðsins. — Einnig
aettu þeir símamenn og konur, seni vildu
eignast eittlivað af eidri blöðum, að snúa
sér sem fyrst til ritstjórans.