Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 24

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 24
S I M AB LAÐIÐ <»2 TBL GAMANS: Ég sit hér aleinn við símann og sætið er uppgjafa-tól, sent mér í fyrra þar sunnan af landi. — Nú syng ég og prísa minn stól. Þetta er göfugur gripur, er glaðlega snýst í hring og hækkar og lækkar að hvers manns vilja, já, hreinasta forlátaþing! Ef bak mitt er eitthvað bilað og bölvuð gigtin á ferð, ég hallast að bakinu á blessuðum stólnum, það bœtir — eins og þú sérð! En langbezt af öllu þó lízt mér — er ég lofa og prísa minn stól — er vitneskjan um hvar þú varst hér fyrrum, það verður mitt dýrasta hól. Ég sé þig, minn stóll, í salnum og sitjandi meyju þér á, og aðra og þriðju, já, koll af kolli þœr koma og vilja þig fá! Og allar ég sé þær í anda, — hver einasta á fallegum kjól — í margskonar lögun hið ytra og innra, en allar — í þessum stól. Ég vildi að stóllinn minn vissi hvað vakti þá ríkast hjá þeim, og gœti sagt mér þœr sögur í hljóði með svolítið skáldlegum hreim! Sögur um ástir og unað, óskir og vonir og þrár, og annað er skapar hjá öllum konum ungar og geislandi brár! Um draumsýnir þeirra á daginn og draumvonir þeirra um kveld og náttanna heitustu og djörfustu drauma, — draumanna bjartasta eld! Og ýmislegt annað fleira, er aldrei í símatól má tala, — en aðeins í trausti má segja trúœruverðugum stól! Þá nyti ég, svei mér þd, sagna er sœti ég ánægður við, — en spurning það vœri hvort vinur minn, stóllinn œtti vinsæld — frá meyjanna hlið. Og ef ég nú einnig vissi, ágœti stóllinn minn, hve margar þœr sátu í sœtinu þínu, — en svarið ég aldrei finn. Hitt veit ég, þær voru margar, því vesalings stóllinn minn að lokum var álitinn aflóga gripur og útvarpað — fyrst um sinn. Svo fór ’ann á hressingarhœli, var hjálpað í sœmilegt lag, og loksins með rútubíl sendur að sunnan. — Ég sit á honum í dag. — Nú læt ég þá sálminum lokið, og lofgjörð um gamlaðan stól, en talsímameyjar, sem áttu þar athvarf, fá óskir um GLEÐILEG JÓL! H. J.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.