Símablaðið - 01.12.1957, Side 27
s IMASLAÐIÐ
Ö.í
bæjar eða bvggðarlags, og gefum heil-
luiga ráð, svo orlofsins megi njóta sem
bezt. ()g sitjum heima.
Eii við hugsum sitt af hverju, sú
starfsemi er ekki klafabundin. Hvers-
vegna á starfsmaður Landssímans á
þessum eða hinum staðnum rétt á hvild
frá störfum? Hversvegna er ríkisstofn-
!llllllllllllllllllllill!llllllllllllllllllllllllll!ll
Eftir lestur fundargerðar:
e.......„algjör lágmarkskrafa, að ein og
hálf stúlka vinni, auk stöðvarstjóra.“
„Ein og hálf“
Þá er bara spurningin, hvor helmingurinn
er betri? spyr teiknari Símablaðsins.
IIIIIHIIIHIIIIIIIIIUIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII
unum lokað, til þess að gefa fólkinu
frí? Hversvegna lokar jafnvel okrarinn
sinni sölubúð í sama tilgangi? Við vit-
um svörin, þótt við spyrjum. Raun-
verulega hljóða spurningarnar á okkur
sjálf, sem erum klafabundin ennþá.
Þeir fáu, sem enn verða að sætta sig'
við að fá ekkert orlof, sem lieitið geli
því nafni, eiga skilvrðislaust sinn rétl,
eins og' aðrir starfsmenn ríkisins. Það
er tilgangslaust að segja, að þeir fái sitt
orlofsfé, og fyrir það geti þeir keypt
sér starfskrafta, meðan þeir fari að
heiman. Þeim er orlofspeningurinn ekki
meira virði til þessara nota, en færey-
ingi er heimakrónan liér uppi á Islandi,
af þeirri einföldu ástæðu er áður get-
ur, að enginn er til, er getur gengið inn
í störf þeirra. — Gjaldmiðillinn er verð-
laus.
Einasta leiðin, sem fær er, og líka
er sjálfsögð, er sú, að vinnuveitandinn
leggi til þann starfskraft, sem nauðsyn-
legur er til fullnægingar orlofslögunum.
Þannig leysir heilbrigðistjórnin úr mál-
um, til þess að læknar dreifbýlisins fái
sitt sjálfsagða orlof. Læknir eða kandi-
dat fer úr einu læknishéraði í annað
og sinnir þar störfum í sínar þrjár —
fjórar vikur, eða livað það nú er, en
viðkomandi læknir nýtur síns orlofs
með fjölskyldunni einhversstaðar úti á
landsbyggðinni, eða jafnvel erlendis.
Þannig má leysa bnútinn, ef vilji er
fyrir hendi.
Við væntum þess, að póst- og síma-
málastjórnin dragi ekki lengur að við-
urkenna á borði réttindi starfsmanna
sinna á þessu sviði sem öðrum. Starfs-
fólkið rækir sínar skyldur. Það óskar
þess jafnframt, að fá að njóta sinna rétt-
inda. Og gott væri það, að þurfa ekki