Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 34

Símablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 34
72 S I M AB LAÐ IO Sjálfvirka bæjarsímastöðin í Reykjavík og Hafnarfirði 25 ára Stœkkun fyrir 6000 nicrner í Reykjavík tekin í notkun. Bjarni Forberg. Fyrsta desember voru 25 ár liðin frá því að sjálfvirku stöðvarnar í Reykjavík og Hafnarfirði tóku til starfa. í fyrstu voru 4000 nr. í Reykjavik og 300 í Hafnarfirði. Árið 1938 (14. júní) voru 1000 ný númer tekin í notkun, en sú stækkun, sem þá var gerð, var ætluð fyrir 2000 nr. Af þeim 1000 númerum voru 500 tekin í notkun 11. júní 1945 og önnur 500 28. febr. 1946. Var sjálfvirka stöðin í Reykjavík þannig orðin fyrir 6000 númer. 20. júni 1946 var enn lokið við stækkun fyrir 1000 númer. Fimmta stúkkunin var fullgerð 21. sept. 1948 —- og símanúmerum þá breytt í 4 og 5 tölu númer. Sjöttu stækkun, 1000 númer, var lokið í des. 1952. Og loks var lokið við stærstu stækkunina og hún tekin í notkun 6. júlí s.l. —- eða 3000 númera viðbót við gömlu sjálfvirku stöðina og 3000 númer í nýju símahúsi í Grensás við Suðurlandsbraut. 1 Hafnarfirði var 1949 (í júní) bætt við 500 nr., en áður hafði verið bætt við 200 nr. Eru þá nú í þessum stöðvum i Reykjavík og Hafnarfirði símanúmer fyrir 17000 not- endur. Eins og fyrr er sagt, var síðustu og stærstu stækkun sjálfvirku stöðvarinnar lok- ið og hún tekin í notkun i júlí. Er því verki nánar lýst i ræðu, er Bæjarsímastjóri hélt við það tækifæri, og birt er hér á eftir. Tomas Haarde, sem verið hefur stöðvar- stjóri við sjálfvirku stöðina frá fyrstu tíð, hafði yfirumsjón með uppsetningu stöðvar- innar. Auk starfsmanna sjálfvirku stöðvarinnar unnu að þvi verki 5 Svíar. Mikil þörf var orðin fyrir stækkun þessa, enda lágu fyrir þúsundir símapantana — og hafði biðtími sumra verið yfir 12 ár. Er þess að vænta, að slíkt ástand komi ekki aftur, — enda hafa forráðamenn Bæj- arsímans fullan hug á að koma i veg fyrir það.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.