Símablaðið - 01.12.1957, Síða 38
76
SÍM AB LAÐIÐ
I
Brynjólfur Eiríksson
lézt á Elliheimilinu Grund aðfaranótt
1. nóv. 1957, eftir löng og erfið veik-
indi. Hann var fæddur 22. marz 1887
í Hnefilsdal í Norður-Múlasýslu. For-
eldrar lians voru Eirikur Þorsteinsson
bóndi og kona hans, Jónína Jónsdóttir
frá Ilriflu í Bárðardal.
Á fermingaraldri missti Brynjólfur
föður sinn, og varð hann þá fyrirvinna
móður sinnar.
Búmlega tvítugur að aldri, eða árið
1908, byrjaði Brynjólfur að vinna hjá
Landssímanum við símalagningu, und-
ir verkstjórn Björnæsar. Frá því skildi
hann ekki við símastofnunina fvrr en
heilsuna þraut, fvrir nokkrum árum.
Ilafði hann þá verið húsvörður Lands-
símans í Reykjavík frá því 1. okt. 1910.
— Símaverkstjóri liafði hann áður verið
frá því sumarið 1912, — lengst af við
símalinurnar austan og' norðaustan
lands. Yar hann á þeim árum búsett-
ur á Seyðisfirði. Þar tók hann þátt í
ýmsum félagssamtökum bæjarins, og
lét sig bæjarmál miklu skipta. Átti hann
um margra ára skeið sæti í bæjarstjórn
Seyðisfjarðar. Enda var liann maður
félagslyndur og stai-fsfús, ráðhollur og'
úrræðagóður. Eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur, tók hann mikinn ])átt í
starfi F.I.S. og átti um fleiri ára skeið
sæti í stjórn þess og var þá m. a. gjald-
keri félagsins.
Þau mörgu ár, sem Brynjólfur var
verkstjóri Landssímans, reyndi oft á
kjark hans og karlmennsku, er hann
varð að fara um fjöll og firnindi í
vetrarhörkum, ýmist á skíðum eða fót-
gangandi. Var hann þá oft ósérhlífinn,
svo að vinum lians fannst nóg um. En
skylduræknin var honum í blóð borin.
bónda var skyldurækni, ósérhlífni og
heiðarleiki einkennandi í starfi hans og
lífi. Naut liann því trausts yfirboðara
sinna i ríkum mæli, og samferðamanna.
Hann var vinmargur maður, — enda
einn þeirra manna, sem hlýju leggur
frá og gott er með að vera.
Brynjólfur kvæntist árið 1934 Pálínu
Guðmundsdóttur frá Krossavík íVopna-
firði. Voru þau hjón mjög samhent
um að laða fólk að heimili sínu og
láta því líða þar vel. Enda var þar jafn-
an gestkvæmt.
Brynjólfur átti eina dóttur áður en
liann giftist, Þóru, fyrrverandi talsíma-
konu, sem nýlega er gift Snæbirni
Kaldalóns.
Framh. á bls. 77.