Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 38

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 38
76 SÍM AB LAÐIÐ I Brynjólfur Eiríksson lézt á Elliheimilinu Grund aðfaranótt 1. nóv. 1957, eftir löng og erfið veik- indi. Hann var fæddur 22. marz 1887 í Hnefilsdal í Norður-Múlasýslu. For- eldrar lians voru Eirikur Þorsteinsson bóndi og kona hans, Jónína Jónsdóttir frá Ilriflu í Bárðardal. Á fermingaraldri missti Brynjólfur föður sinn, og varð hann þá fyrirvinna móður sinnar. Búmlega tvítugur að aldri, eða árið 1908, byrjaði Brynjólfur að vinna hjá Landssímanum við símalagningu, und- ir verkstjórn Björnæsar. Frá því skildi hann ekki við símastofnunina fvrr en heilsuna þraut, fvrir nokkrum árum. Ilafði hann þá verið húsvörður Lands- símans í Reykjavík frá því 1. okt. 1910. — Símaverkstjóri liafði hann áður verið frá því sumarið 1912, — lengst af við símalinurnar austan og' norðaustan lands. Yar hann á þeim árum búsett- ur á Seyðisfirði. Þar tók hann þátt í ýmsum félagssamtökum bæjarins, og lét sig bæjarmál miklu skipta. Átti hann um margra ára skeið sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Enda var liann maður félagslyndur og stai-fsfús, ráðhollur og' úrræðagóður. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, tók hann mikinn ])átt í starfi F.I.S. og átti um fleiri ára skeið sæti í stjórn þess og var þá m. a. gjald- keri félagsins. Þau mörgu ár, sem Brynjólfur var verkstjóri Landssímans, reyndi oft á kjark hans og karlmennsku, er hann varð að fara um fjöll og firnindi í vetrarhörkum, ýmist á skíðum eða fót- gangandi. Var hann þá oft ósérhlífinn, svo að vinum lians fannst nóg um. En skylduræknin var honum í blóð borin. bónda var skyldurækni, ósérhlífni og heiðarleiki einkennandi í starfi hans og lífi. Naut liann því trausts yfirboðara sinna i ríkum mæli, og samferðamanna. Hann var vinmargur maður, — enda einn þeirra manna, sem hlýju leggur frá og gott er með að vera. Brynjólfur kvæntist árið 1934 Pálínu Guðmundsdóttur frá Krossavík íVopna- firði. Voru þau hjón mjög samhent um að laða fólk að heimili sínu og láta því líða þar vel. Enda var þar jafn- an gestkvæmt. Brynjólfur átti eina dóttur áður en liann giftist, Þóru, fyrrverandi talsíma- konu, sem nýlega er gift Snæbirni Kaldalóns. Framh. á bls. 77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.