Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 39

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 39
S I M AB LAÐ lÐ 77 Þorstemn Gíslasson uittfítfin isstjtíri sjjiHufjnr Þeir, sem með skipum koma til Seyðis- fjarðar og sjá Þorstein Gíslason á bryggj- unni, munu telja hann um miðjan aldur eða liðlega það. Hann er nú samt orðinn sjötíu ára og hefur að baki fimmtíu ára starfsaldur hjá Landssíma íslands. Þó að Þorsteinn sé landsþekktur fyrir nákvæmni og samvizkusemi í embættis- færslu allri, er ekki víst, að menn utan Seyðisfjarðar þekki hina fjölþættu hæfi- leika hans. Hann er listaskrifari og dverg- hagur, svo að fáir munu við hann jafn- ast. Einu gildir, hvort hann tálgar þanka- brot úr eldspýtum með vasahnífnum, renn- ir ása í ritsímatæki, setur saman flókin loftskeytaáhöld, eða mælir sæsímann með hárnákvæmum mælitækjum. Allt leikur það jafnt í höndum hans. Auk þess hefur hann áhuga á öllum verklegum fram- kvæmdum og sjaldan er hann langt í burtu þar sem nýjar vélar eru upp settar. í frí- tímum sínum leikur hann á fiðlu. Þorsteinn Gíslason er fæddur á Seyðis- firði þann 2. desember árið 1887, sonur hjónanna Gísla gullsmiðs Jónssonar, prests að Hofi í Álftafirði og Önnu Jónsdóttur, bónda á Eiríksstöðum í Jökuldal. Hann lærði símritun hjá starfsmönnum Mikla Norræna Ritsímafélagsins á Seyðisfirði, skömmu eftir að sæsíminn var lagður til Nú er hann liorfinn sjónum okkar, sem áttum samleið með honum. En persónuleiki hans gleymist elcki sam- ferðamönnunum, þótt tjaldið falli og skilji bá að. A. G. Þ. landsins og réðist að því loknu til Lands- símans. Árið 1917 var hann gerður að full- trúa danska stöðvarstjórans á Seyðisfirði og gegndi því starfi þar til hann varð umdæmisstjóri á Austurlandi og stöðvar- stjóri á Seyðisfirði, árið 1926. Þá hefur hann vetrið póstmeistari á Seyðisfirði síðan árið 1930. Þorsteinn er kvæntur Margréti Friðriksdóttur frá Akureyri, mikilhæfri konu og vel menntaðri. Um embættisfærzlu Þorsteins er ekki ástæða til að íjölyrða. Þar hefur ekkert sögulegt gerzt. Þannig er það þegar skyldu- störf eru rækt með prýði. Á yngri árum hefur Þorsteinn efalaust margt lært í sam- búðinni við starfsmenn Mikla Norræna Ritsímafélagsins. Þeir voru margir mætir menn, en sumir stöðvarstjóranna vissu vel af sér í starfi. Það gat Þorsteinn aldrei lært. Hann er yfirlætislaus, hlédrægur og mildur húsbóndi, og virðist hafa meira gaman af að gera við biluð símatæki en að vera stöðvarstjóri. Auk póstþjónustu, umdæmis- og stöðv- arstjórnar, hefur það fallið í hlut Þorsteins að gæta sæsímans, þess tækis, sem mest- an þátt hefur átt í því á fyrri helmingi þessarar aldar, að rjúfa einangrun íslands, og ekki leikur á tveim tungum um það, að vel hefur honum tekizt gæzlustarfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.