Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1957, Page 42

Símablaðið - 01.12.1957, Page 42
so S I MAB LAÐ I Ð A 18. þingi B.S.R.B. var kosin sér- stök milliþinganefnd, til þess að vinna, ásamt stjórn Bandalagsins, að lagfær- ingu á launamálum kvenna. 1 nefndinni eiga sæti: Yalborg Bents- dóttir, Anna Loftsdóttir og Inga Jó- hannesdóttir. Nefndin hefur haft samstarf við nefnd kvenna í Starfsmannafélagi Bík- isstofnana og tekið þátt í fundi, sem Hellisgerði er ekki það eina, sem Hafnfirðingar geta stært sig af. Símastúlkur í Haínarfirði. Ingveldur Herbertsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir, Ragnh. Jónsdóttir. —o— haldinn var um launamál kvenna, að tilhlutan þess félags. Skýrslum var safnað um laun starfs- manna innan starfsmánnafélagsins í 30 mismunandi ríkisstofnunum. Starfsmenn þessara ríkisstofnana voru samtaís 643 og skiptust þannig, að 36% voru konur, en 64% karlar. Athugun þessi leiddi í ljós, eins og komið hefur fram í útvarpi og hlöð- um, að meira en helmingur kvennanna var í lægri launaflokkum, en fært virt- ist að hjóða nokkrum karlmanni. Kom það greinilega fram í skýrslun- um, að flokkun á launum kvenna virt- ist rnjög handahófsleg og ýmis störf, sem hæði fylgdi vandi og áhyrgð, voru mun betur launuð, ef karlar höfðu þau með liöndum. Formaður B.S.R.B. hefur ásamt for- manni nefndarinnar, átt viðræður við fjármálaráðuneytið með þeim árangri, að það ráðuneyti hefur lofað að taka til athugunar bráðahirgðalagfæringar, sem hægt væri að gjöra innan ramma launalaga, ef sýnt þykir að konur vinni verðmætari störf en núverandi starfs- heiti þeirra g'jörir ráð fyrir. Eins og gefur að skilja, á nefndin enn eftir mikið starf, en æskilegt væri að hún fengi sem allra fyrst í liendur þau mál, sem óskað er að lnin taki til meðferðar. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunar- tillaga um skipun jafnlaunanefndar, „er athugi að live miklu leyti konum og körlum eru raunverulega greidd söniu laun fyrir jafnverðmæta vinnu“. Það má vænta þess, verði þessi nefnd skipuð, þá verði stórt skref stigið til að lagfæra laun þeirra kvenna, sem

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.