Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 9

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 9
£ítttabla$tö 1. tbl. 1960 XLV. árg. -k VOR * Þrír stafir og þó, Þetta er ósköp hversdagslegt orS en á bak við það er sjálft lífið, gróðurinn. Eftir myrkur og hret kemur það til okkar með yl og sól. Til þess tíma hlaklca menn. Vorið er komið. Það er eins og annarlegur blær fylgi þessari setningu. Hversu margir eru það ekki, sem bíða með óþreyju þessa tíma. Eftir drunga vetrarins kemur það með þrótt og nýjar vonir, birtu og blóma- skrúð. Við, sem lifum nú á tímum getum e. t. v. ekki sett okkur inn í það, hve mikils virði vorið var þeim, sem lifðu hér fyrir aldamót, tíma kertanna og kolunnar, sem varð að nægja til Ijósa. Við, sem lifum á dögum rafljósa vitum með hverju árinu minna og minna af skuggum náttúrunnar. Og þó er eins og við veitum þessu svo litla athygli. Okkur finnst margt svo lítilfjörlegt þegar það er fengið, þótt við sæum í hillingum og fjarska dýrð og dásemdir á meðan við vorum að nálgast það og eignast það. Svona er þetta. Hlutirnir eru fljótir að verða hversdagslegir. Já, vissulega er vorið gleðigjafi sálum mannanna. En þó er það annað vor, sem er ennþá meira virði fyrir okkur. Vor hið innra með okkur. Komi það ekki og kæfi drunga vetrarins, þá er dapurt framundan. Það er nú svo, að þessu vori ráðum við nokkuð, hvernig við tökum á móti því, hvernig við glæðum þá birtu, sem það færir oss. Það er mikill munur hvort þar verða falsljósin fleiri eða þau Ijós, sem veita Ufi okkar gildi. Hreint loft. Höfum við athugað það í allri merkingu hvers virði það er. Það á margar merkingar og vissulega er holt að athuga hversu við getum ráðið því, hvernig loftið er í kringum okkur. Við getum gert andrúmsloftið tært. Við getum einnig gert það banvænt. Svo miklar eru andstæðurnar. Ef við ráðum yf- ir hugsun vorri orðum og athöfn, komum ætíð fram þannig sem við viljum að aðrir komi fram við okkur, fer ekki hjá því, að loftið verður hreinna og tær- ara í kringum okkur. Þetta er ef til vill mesta nauðsyn tslenzks þjóðlífs í dag. Ef við látum ekki eiturlindir og annað kynda undir og menga loftið ill- um daun, en í þess stað gerum allt fegurra og bjartara. Þá erum við á réttri leið. 1 hverri stofnun og á hverjum vinnustað þarf það andrúmsloft að mynd- ast, að hver starfsmaður hlakki til að taka til starfs næsta dag. Samtök eru mátt- ur og eins og hægt er að fara niður á við, þá er líka hægt að klífa brattann ef vilji er fyrir hendi. En umfram allt, hreint loft. VOR. Já, vorið minnir okkur hvert og eitt á okkar hlutverk í lífinu. Það minnir okkur á, hversu fagurt það getur verið ef við viljum ekki hindra sönnustu geislana í að ná til okkar, gera lífið bjartara, fegurra. LáNDSöúkáSAFN 2314B9 ÍSLAHOS

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.