Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 27
Síðasta afgreiðslan.
>f
henni aldrei fullnægt. Þrisvar þurfti að gera breytingu
á innréttingu hússins í glímunni við þarfir notenda.
Á fyrstu árunum hamlaði línuleysi langlínu afgreiðsl-
unni. Þá voru 13 símastöðvar sunnan Hafnarfjarðar (sem
margar hverjar hafa nú verið lagðar niður) og höfðu þær
allar þrjár línur til sameiginlegra nota. Úr þessu var
fljótlega bætt, fyrst með koparlínum í lofti, síðar með
jarðstreng og síðast með 24 rása radíósambandi. Nú er
verið að setja upp ný radíótæki og eiga þau að hafa mögu-
leika til 240 talrása við Reykjavík.
Þegar við fengum fjarritann 1951, fannst okkur það
mikið framfaraspor, og þá ekki síður skífusambandið við
Reykjavík, sem við fengum árið eftir, en það flýtti mjög
allri afgreiðslu og jók hana jafnframt.
Þegar við fengum fjarritann 1951, fannst okkur það
haldið fram að það væri síðasti áfanginn, sem hægt væri
að fara, við þau skilyrði, er húsrými og aðrar ástæður
leyfðu. Ekki var þó næsta ár liðið í aldanna skaut, er
eftirspurn eftir síma var orðin það mikdl, að eitthvað
varð að gera. Þá var borðaröð komið fyrir að baki stúlk-
unum er fyrir voru, milli þeirra og radíó stæðunnar. Á
þennan hátt var hægt að bæta við 280 númerum, sem
var og gert áður en sjálfvirkastöðin tók til starfa. Þegar
svona var komið, urðu stúlkurnar að snúa saman bök-
um. í þessu litla afgreiðsluherbergi voru 6 bæjarsíma-
borð með 880 númerum, 4 landssímaborð, skeytaafgreiðsl-
an með 1 fjarrita (teleprintir), tengigr.indin, ferjöld og
radíótækin, sem eru 3 stórir skápar er ná upp undir loft,
en þeim fylgja stórir spennuregulatorar. Þeir, sem gera
sér grein fyrdr þessari aðstöðu, sjá, að hér var ekki hægt
um vik. Góður vilji fær miklu til vegar komið. Allir
lögðust á eitt um að komast yfir þennan erfiða hjalla í
landi. Hann stundaði um
nokkur ár verzlunarstörf í
Stykkishólmi, en réðist sem
bókari til Landssímans 1. okt.
1946. Fulltrúi 1. fl. á aðalskrií-
stofu Landssímans var hann
skipaður 1. janúar 1957.
Jón hefur tekið mikinn þátt
í félagssamtökum símamanna
um langt skeið, og formaður
F.l.S. hefur hann verið síðan
árið 1954 og þar til hann
eindregið baðst undan endur-
kosningu á síðasta aðalfundi
sökum anna. I starfsmanna-
ráði Landssímans hefur hann
átt sæti síðan 1954. I þessa
nýju stöðu fylgja Jóni Kára-
syni hugheilar árnaðaróskir
allra stéttarsystkina hans.
Jón Krason.
Þá hefur enn orðið skarð
fyrir skyldi í starfsmannahópi
aðalskrifstofunnar, þar sem
Jón Bjarnason fulltrúi hefur
látið af störfum. Hann hef-
SÍMAB LAÐIÐ